Laust fyrir hádegi á laugardag barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um stórfellda líkamsárás í hverfi 105 í Reykjavík.
Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að einn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarhald vegna málsins. Hvorki leiki grunur á að fleiri hafi átt hlut að máli né að vopni hafi verið beitt í árásinni.
Hún segir að brotaþoli hafi særst alvarlega í árásinni og liggi enn þungt haldinn.