Fjórar appelsínugular viðvaranir eru í kortunum. Þær eru á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, og Austfjörðum, og á Suðausturlandi. Fyrirhuguðu vonskuveðri þar er lýst sem norðan hríð, nema á Suðuausturlandi þar sem veðrinu er lýst sem Norðan stormi.
Þá hefur einnig verið gefin út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, en í morgun var það eini landshlutinn þar sem engin viðvörun er í gildi.
„Staðbundið norðan hvassviðri með sterkum hviðum. Fólk er hvatt að tryggja lausamuni sem geta fokið,“ segir um veðrið á höfuðborgarsvæðinu. Viðvörunin þar tekur gildi klukkan átta í fyrramálið og stendur yfir til klukkan fimm síðdegis á morgun.