Giráldez hætti að þjálfa Barcelona vorið 2024 til að taka við liði Washington Spirit. Nú hætti hann skyndilega með Spirit en tekur í staðinn við gömlum erkifjendum.
Kvennalið Barcelona komst upp á toppinn í þjálfaratíð Giráldez frá 2021 til 2024. Liðið tapaði fyrir Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2022 en vann síðan næstu tvö ár á eftir. Í seinni úrslitaleiknum fagnaði Barcelona einmitt 2-0 sigri á Lyon.
Það auðveldar þessa tilfærslu hjá Giráldez að bæði Washington Spirit og OL Lyon eru í eigu Michele Kang. ESPN segir frá.
Giráldez er 33 ára gamall. Hann var aðstoðarþjálfari Barcelona frá 2019 til 2021 og tók síðan við sem aðalþjálfari 2021.
Á þremur tímabilum sínum með aðalþjálfari vann liðið sjö af níu stórum titlum í boði þar af þrefalt á lokatímabili hans 2023-24.
OL Lyon vann á dögunum sinn átjánda franska meistaratitil á síðustu nítján tímabilum en datt út í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á móti verðandi meisturum Arsenal.