Fyrri leikur kvöldsins er líka mjög athyglisverður leikur í kvennafótboltanum.
Heimsmeistarar Spánar fá þá Evrópumeistara Englendinga í heimsókn í lokaleik þeirra í riðlinum í Þjóðadeildinni.
Spænska liðið er tveimur stigum á undan því enska og nægir því jafntefli en enska liðið getur unnið riðilinn með sigri.
Það verður einnig sýndur leikur úr bandaríska hafnaboltanum.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Vodafone Sport
Klukkan 16.50 hefst útsending frá leik Spánar og Englands í Þjóðadeild kvenna í fótbolta.
Klukkan 22.30 hefst útsending frá leik Washington Nationals og Chicago Cubs í MLB deild bandaríska hafnaboltanum.