Rafbyssu beitt þrisvar sinnum á fyrsta ársfjórðungi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 08:46 Rafbyssur voru teknar í notkun í september í fyrra. vísir/vilhelm Á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur lögregla beitt rafbyssum þrisvar sinnum við handtöku. Á sama tímabili var rafbyssa dregin úr slíðri eða ógnað með rafbyssu 28 sinnum við handtöku. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Þar segir jafnframt að slíku vopni hafi verið beitt tvisvar sinnum á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og að í þrettán tilvikum á sama tímabili hafi slíkt vopn verið dregið úr slíðri. Því er um að ræða tvöföldun á beitingu rafbyssu á milli ársfjórðunga. Ríkislögreglustjóri birtir ársfjórðungsskýrslur yfir notkun á rafbyssum hjá lögreglu en þær voru teknar í gagnið sem valdbeitingartæki í september á síðasta ári. Fram kemur í tilkynningunni að rafbyssurnar séu á sama stigi í valdbeitingarstiganum og kylfa og varnarúði og að þær gefi lögreglu aukna möguleika á að velja þann varnarbúnað sem hæfir hverju verkefni. Rafbyssu var beitt í fyrsta sinn af lögreglu í desember í fyrra og var það vegna vopnaðs einstaklings sem sýndi af sér ógnandi hegðun við Miklubraut. Fram hefur komið í umfjöllun fréttastofu að sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fari yfir öll atvik þar sem byssurnar eru teknar upp eða þeim beitt. Þá eru allir lögreglumenn sem bera rafbyssur með búkmyndavélar sem eru tengdar slíðrinu og taka sjálfvirkt upp öll tilfelli sem slík byssa er tekin úr slíðrinu. Upptökurnar eru svo nýttar við yfirferð. „Um leið og vopnið er tekið úr slíðri þá kviknar sjálfkrafa á öllum myndavélum í ákveðnum radíus í kringum vopnið. Allir sem eru að bera þessar myndavéla sem tengjast vélunum. Þá fer upptaka í gang og allt sem sagt skráð og vistað. Þannig hvert og eitt einstaka mál er skoðað og ígrundað eftir notkun,“ sagði Guðmundur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu í samtali við fréttastofu í desember. Rafbyssur Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Þar segir jafnframt að slíku vopni hafi verið beitt tvisvar sinnum á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og að í þrettán tilvikum á sama tímabili hafi slíkt vopn verið dregið úr slíðri. Því er um að ræða tvöföldun á beitingu rafbyssu á milli ársfjórðunga. Ríkislögreglustjóri birtir ársfjórðungsskýrslur yfir notkun á rafbyssum hjá lögreglu en þær voru teknar í gagnið sem valdbeitingartæki í september á síðasta ári. Fram kemur í tilkynningunni að rafbyssurnar séu á sama stigi í valdbeitingarstiganum og kylfa og varnarúði og að þær gefi lögreglu aukna möguleika á að velja þann varnarbúnað sem hæfir hverju verkefni. Rafbyssu var beitt í fyrsta sinn af lögreglu í desember í fyrra og var það vegna vopnaðs einstaklings sem sýndi af sér ógnandi hegðun við Miklubraut. Fram hefur komið í umfjöllun fréttastofu að sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fari yfir öll atvik þar sem byssurnar eru teknar upp eða þeim beitt. Þá eru allir lögreglumenn sem bera rafbyssur með búkmyndavélar sem eru tengdar slíðrinu og taka sjálfvirkt upp öll tilfelli sem slík byssa er tekin úr slíðrinu. Upptökurnar eru svo nýttar við yfirferð. „Um leið og vopnið er tekið úr slíðri þá kviknar sjálfkrafa á öllum myndavélum í ákveðnum radíus í kringum vopnið. Allir sem eru að bera þessar myndavéla sem tengjast vélunum. Þá fer upptaka í gang og allt sem sagt skráð og vistað. Þannig hvert og eitt einstaka mál er skoðað og ígrundað eftir notkun,“ sagði Guðmundur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu í samtali við fréttastofu í desember.
Rafbyssur Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira