Víðir um mál Oscars: „Réttur okkar þingmanna að hafa skoðun“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2025 12:20 Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. vísir/Anton Brink Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að hafa samband við Útlendingastofnun og láta vita af því að hinn sautján ára gamli Oscar fengi líklega ríkisborgararétt. Brottflutningur sem átti að fara fram í dag hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég sendi tölvupóst á forstjóra Útlendingastofnunar þar sem ég upplýsti um það að í málsmeðferð undirnefndar sem fjallar um veitingu ríkisborgararéttar hafi komið fram að yfirgnæfandi líkur séu á að viðkomandi fái ríkisborgararétt í meðferð Alþingis á næstu vikum,“ segir Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt og þeirra á meðal er umsókn hins sautján ára gamla Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja hann úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupóstsins frá Víði. „Mér fannst þetta bara eðlilegt í ljósi stöðunnar. Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ segir Víðir. „Við erum að standa frammi fyrir mikilli vinnu og kostnaði við að flytja úr landi einstakling sem ætti þá rétt á að koma aftur til landsins eftir skamman tíma ef málið fengi þá afgreiðslu í þinginu sem vænta má.“ Þú telur sem sagt allar líkur á því að hann fái ríkisborgararétt? „Já, ég geri það“ Sakaður um pólitísk afskipti Víðir á ekki sjálfur sæti í undirnefndinni sem fer yfir umsóknirnar, en hún heyrir þó undir allsherjar- og menntamálanefnd. Fyrrnefndir fyrirvarar felast í því að undirnefndin, og svo allsherjar og mentnamálanefnd eiga eftir að afgreiða málið frá sér og leggja fyrir þingið. Víðir segir að frumvarpið verði tilbúið á næstu tveimur vikum eða svo. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í allsherjar og menntamálanefnd, bókaði athugasemdir við málsmeðferðina á nefndarfundi í morgun og sakaði Víði um pólitísk afskipti af ferlinu. Víðir játar því að vinnubrögðin séu eflaust ekki hefðbundin. „Þetta er bara það sem ég tók ákvörðun um að gera án þess að hafa verið beittur einhverjum þrýstingi eða fengið beiðni um það,“ segir Víðir. Þrátt fyrir að mál Oscars hafi vakið mikla athygli og að efnt hafi verið til mótmæla hafa ráðherrar lítið tjáð sig um hans stöðu og hefur dómsmálaráðherra vísað til þess að hún hafi ekki afskipti af einstaka málum. Er alveg sátt um að það sé verið að beita sér með þessum hætti? „Ég hef ekkert rætt þetta við dómsmálaráðherra né aðra ráðherra og veit ekki hvaða skoðun menn hafa á því. Það er bara réttur okkar þingmanna að hafa skoðun og við eigum að fylgja eigin sannfæringu samkvæmt stjórnarskrá,“ segir Víðir. Hann segir mál Oscars hafa snert við sér líkt og fleirum. „Ég held að þetta hafi snert við öllum. Ég held að þessi mál geri það alltaf. Allir sem hingað koma og sækja um alþjóðlega vernd, auðvitað snerta þær sögur okkur öll og við vildum örugglega mörg gera meira á meðan aðrir vilja gera minna,“ segir Víðir. Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira
„Ég sendi tölvupóst á forstjóra Útlendingastofnunar þar sem ég upplýsti um það að í málsmeðferð undirnefndar sem fjallar um veitingu ríkisborgararéttar hafi komið fram að yfirgnæfandi líkur séu á að viðkomandi fái ríkisborgararétt í meðferð Alþingis á næstu vikum,“ segir Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt og þeirra á meðal er umsókn hins sautján ára gamla Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja hann úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupóstsins frá Víði. „Mér fannst þetta bara eðlilegt í ljósi stöðunnar. Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ segir Víðir. „Við erum að standa frammi fyrir mikilli vinnu og kostnaði við að flytja úr landi einstakling sem ætti þá rétt á að koma aftur til landsins eftir skamman tíma ef málið fengi þá afgreiðslu í þinginu sem vænta má.“ Þú telur sem sagt allar líkur á því að hann fái ríkisborgararétt? „Já, ég geri það“ Sakaður um pólitísk afskipti Víðir á ekki sjálfur sæti í undirnefndinni sem fer yfir umsóknirnar, en hún heyrir þó undir allsherjar- og menntamálanefnd. Fyrrnefndir fyrirvarar felast í því að undirnefndin, og svo allsherjar og mentnamálanefnd eiga eftir að afgreiða málið frá sér og leggja fyrir þingið. Víðir segir að frumvarpið verði tilbúið á næstu tveimur vikum eða svo. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í allsherjar og menntamálanefnd, bókaði athugasemdir við málsmeðferðina á nefndarfundi í morgun og sakaði Víði um pólitísk afskipti af ferlinu. Víðir játar því að vinnubrögðin séu eflaust ekki hefðbundin. „Þetta er bara það sem ég tók ákvörðun um að gera án þess að hafa verið beittur einhverjum þrýstingi eða fengið beiðni um það,“ segir Víðir. Þrátt fyrir að mál Oscars hafi vakið mikla athygli og að efnt hafi verið til mótmæla hafa ráðherrar lítið tjáð sig um hans stöðu og hefur dómsmálaráðherra vísað til þess að hún hafi ekki afskipti af einstaka málum. Er alveg sátt um að það sé verið að beita sér með þessum hætti? „Ég hef ekkert rætt þetta við dómsmálaráðherra né aðra ráðherra og veit ekki hvaða skoðun menn hafa á því. Það er bara réttur okkar þingmanna að hafa skoðun og við eigum að fylgja eigin sannfæringu samkvæmt stjórnarskrá,“ segir Víðir. Hann segir mál Oscars hafa snert við sér líkt og fleirum. „Ég held að þetta hafi snert við öllum. Ég held að þessi mál geri það alltaf. Allir sem hingað koma og sækja um alþjóðlega vernd, auðvitað snerta þær sögur okkur öll og við vildum örugglega mörg gera meira á meðan aðrir vilja gera minna,“ segir Víðir.
Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira