Andstæðingi forsetans brottrekna spáð sigri í forsetakosningum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 15:34 Alda reiði braut á þjóðinni eftir að fyrrverandi forseti Suður-Kóreu lýsti óvænt yfir herlögum á síðasta ári og sakaði stjórnarandstöðuna um að ganga erinda norður-kóreskra stjórnvalda. AP/Choi Jae-gu Útgönguspár benda til þess að Lee Jae-myung verði næsti forseti Suður-Kóreu. Boðað var til kosninganna eftir að Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti var kærður fyrir embættisglöp fyrir að hafa lýst yfir neyðarherlögum. Yoon sakaði stjórnarandstöðuna sem er í meirihluta á suður-kóreska þinginu um að ganga erinda Norður-Kóreu. Suður-kóreskir fjölmiðlar standa ýmsir að útgönguspám en þær benda allar til öruggs sigurs Lee. Samkvæmt spá sjónvarpsstöðvarinnar MBN hlýtur lee 49,2 prósent atkvæða en helsti andstæðingur hans, Kim Moon-soo frambjóðandi íhaldsflokksins, 41,7 prósent. Samkvæmt sameiginlegri spá þriggja annarra kóreskra sjónvarpsstöðva hlýtur Lee 51,7 prósent atkvæða og Kim 39,3 prósent. Lee er frambjóðandi Lýðræðisflokksins sem er með meirihluta á þingi. Hann er 61 árs og hefur unnið allan sinn feril sem mannréttindalögmaður. Hann hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta. Samkvæmt umfjöllun Guardian er um að ræða mikil tímamót í kóreskum stjórnmálum. Alda reiði braut á landinu í kjölfar herlagayfirlýsingar forsetans fyrrverandi en þar að auki glímir landið við sívaxandi stéttaskiptingu og ótta við tryggð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við að sinna vörnum landsins kæmi til innrásar frá nágrönnum þeirra og frændum í norðri. Kjörsókn var góð og stóð í um 77,8 prósentum klukkutíma áður en kjörstaðir lokuðu. Það er hærra en í forsetakosningunum 2022. Búist er við því að niðurstaða talningarinnar liggi fyrir hvað úr hverju. Fjölmenn mótmæli hafa verið reglulegur viðburður á götum Seúl og annarra stórborga Suður-Kóreu síðan Yoon Suk Yeol var sakfelldur fyrir embættisglöp og fjarlægður úr embætti forseta. Lee hefur í kosningaherferð sinni lofað að vera lausnamiðaður í utanríkismálum og vill bæta samband landsins við Norður-Kóreu. Suður-Kórea Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Suður-kóreskir fjölmiðlar standa ýmsir að útgönguspám en þær benda allar til öruggs sigurs Lee. Samkvæmt spá sjónvarpsstöðvarinnar MBN hlýtur lee 49,2 prósent atkvæða en helsti andstæðingur hans, Kim Moon-soo frambjóðandi íhaldsflokksins, 41,7 prósent. Samkvæmt sameiginlegri spá þriggja annarra kóreskra sjónvarpsstöðva hlýtur Lee 51,7 prósent atkvæða og Kim 39,3 prósent. Lee er frambjóðandi Lýðræðisflokksins sem er með meirihluta á þingi. Hann er 61 árs og hefur unnið allan sinn feril sem mannréttindalögmaður. Hann hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta. Samkvæmt umfjöllun Guardian er um að ræða mikil tímamót í kóreskum stjórnmálum. Alda reiði braut á landinu í kjölfar herlagayfirlýsingar forsetans fyrrverandi en þar að auki glímir landið við sívaxandi stéttaskiptingu og ótta við tryggð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við að sinna vörnum landsins kæmi til innrásar frá nágrönnum þeirra og frændum í norðri. Kjörsókn var góð og stóð í um 77,8 prósentum klukkutíma áður en kjörstaðir lokuðu. Það er hærra en í forsetakosningunum 2022. Búist er við því að niðurstaða talningarinnar liggi fyrir hvað úr hverju. Fjölmenn mótmæli hafa verið reglulegur viðburður á götum Seúl og annarra stórborga Suður-Kóreu síðan Yoon Suk Yeol var sakfelldur fyrir embættisglöp og fjarlægður úr embætti forseta. Lee hefur í kosningaherferð sinni lofað að vera lausnamiðaður í utanríkismálum og vill bæta samband landsins við Norður-Kóreu.
Suður-Kórea Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira