Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. júní 2025 21:31 Ross Edgley og tækið sem er notað til að safna sýnum úr sjónum. Bjarni/aðsend Rannsóknastjóri hjá Hafró segir sund Ross Edgley í kringum landið hafa boðið íslenskum vísindamönnum upp á einstakt tækifæri. Hann bindur vonir við að nýjar uppgötvanir verði gerðar samhliða sundi kappans í kringum landið. Sundkappinn Ross Edgley sem lagði af stað í 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið fyrir um þremur vikum síðan hefur nú þegar synt um 300 kílómetra af leið sinni og er nú staddur norðan við Vestfirði. Hann syndir 12 tíma á dag, sex tíma í senn og leggur sig þess á milli. Leiðangurinn stendur jafnframt að rannsókn í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Áhafnarmeðlimir safna sýnum úr sjó á meðan á sundinu stendur en rannsóknastjóri segir um einstakt tækifæri að ræða. „Hann hafði samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á að gera vísindarannsókn saman. Þannig hófst þetta. Við höfum mjög fá sýnishorn og gögn frá strandsvæðum og þetta er því einstakt tækifæri til að afla þeirra á löngu tímabili, þ.e. þriggja mánaða tímabili á þessu svæði,“ Safna sýnum til að kanna lífríkið Í raun er um þrjú verkefni að ræða. Stærsta verkefnið sem er jafnframt evrópskt samstarfsverkefni felst í því að safna sýnum með nýlegri aðferð til að kanna lífríkið. „eDNA stendur fyrir umhverfis-DNA og er nokkuð góð aðferð sem felst í því að í stað þess að veiða tilteknar tegundir til að sjá hvað er í sjónum tekur maður sjávarsýni, skoðar DNA-raðirnar sem eru í vatnssýnunum og reynir að tengja þær við tegundirnar. Þetta er ekki banvænt og veldur ekki truflun og maður fær mikið magn upplýsinga.“ Stefnumótun um verndarsvæði Annað verkefnið gengur út á að greina för hnúfubaka og háhyrninga með ljósmyndun. „Þegar hnúfubakar kafa rís sporðurinn upp og mynstur köfunarinnar er auðgreinanlegt og má líkja því við fingrafar. Þekkja má einstaklinga eftir þessu. Með því að fá myndir hvaðanæva að frá sundferð Ross getum við séð hvort hnúfubakar syndi frá suðursvæði til norðursvæðis.“ Christophe bindir vonir við að rannsóknin verði nýtt í stefnumótun fyrir verndarsvæði. „Við gerum okkur vonir um að við fáum hugmyndir sem leiða til þess að við uppgötvum sitthvað nýtt og það er afar spennandi.“ Sund Sjósund Hafið Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sundkappinn Ross Edgley sem lagði af stað í 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið fyrir um þremur vikum síðan hefur nú þegar synt um 300 kílómetra af leið sinni og er nú staddur norðan við Vestfirði. Hann syndir 12 tíma á dag, sex tíma í senn og leggur sig þess á milli. Leiðangurinn stendur jafnframt að rannsókn í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Áhafnarmeðlimir safna sýnum úr sjó á meðan á sundinu stendur en rannsóknastjóri segir um einstakt tækifæri að ræða. „Hann hafði samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á að gera vísindarannsókn saman. Þannig hófst þetta. Við höfum mjög fá sýnishorn og gögn frá strandsvæðum og þetta er því einstakt tækifæri til að afla þeirra á löngu tímabili, þ.e. þriggja mánaða tímabili á þessu svæði,“ Safna sýnum til að kanna lífríkið Í raun er um þrjú verkefni að ræða. Stærsta verkefnið sem er jafnframt evrópskt samstarfsverkefni felst í því að safna sýnum með nýlegri aðferð til að kanna lífríkið. „eDNA stendur fyrir umhverfis-DNA og er nokkuð góð aðferð sem felst í því að í stað þess að veiða tilteknar tegundir til að sjá hvað er í sjónum tekur maður sjávarsýni, skoðar DNA-raðirnar sem eru í vatnssýnunum og reynir að tengja þær við tegundirnar. Þetta er ekki banvænt og veldur ekki truflun og maður fær mikið magn upplýsinga.“ Stefnumótun um verndarsvæði Annað verkefnið gengur út á að greina för hnúfubaka og háhyrninga með ljósmyndun. „Þegar hnúfubakar kafa rís sporðurinn upp og mynstur köfunarinnar er auðgreinanlegt og má líkja því við fingrafar. Þekkja má einstaklinga eftir þessu. Með því að fá myndir hvaðanæva að frá sundferð Ross getum við séð hvort hnúfubakar syndi frá suðursvæði til norðursvæðis.“ Christophe bindir vonir við að rannsóknin verði nýtt í stefnumótun fyrir verndarsvæði. „Við gerum okkur vonir um að við fáum hugmyndir sem leiða til þess að við uppgötvum sitthvað nýtt og það er afar spennandi.“
Sund Sjósund Hafið Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32