Landskjörstjórn segir nauðsynlegt að breyta stjórnarskrá Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2025 08:01 Ástríður Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Vísir/Einar Landskjörstjórn telur brýnt að farið verði í nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá landsins þannig að úrskurðarvald um niðurstöður kosninga sé ekki hjá Alþingi sjálfu. Þetta kemur fram í skýrslu landskjörstjórnar um alþingiskosningarnar 2024 sem birt hefur verið á vef Alþingis. Er þar vísað til alþingiskosninganna 2021, en framkvæmd þeirra og eftirmálar endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi voru mikið verið til umfjöllunar og nokkur eftirmál af þeim, þar með talið málarekstur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að kosningunum loknum. Í skýrslunni bendir landskjörstjórn ennfremur á að ítrekað hafi verið bent á þörfina að taka fleiri ákvæði stjórnarskrár til endurskoðunar og varða framkvæmd kosninga, þar með talið ákvæði um að meðmælum fyrir forsetakosningar skuli safna í landsfjórðungum, að lengja þann 45 daga frest við þingrofskosningar sem komi fram í 24. grein stjórnarskrárinnar og sömuleiðis að meta hvort tilefni sé til að skoða hvort ákvæði um kjörgengi séu of ströng. Landskjörstjórn bendir á að frá gildistöku kosningalaga 1. janúar 2022 hafi ýmsir vankantar á þeim komið í ljós sem rekja megi til breytts tækniumhverfis og samfélagsaðstæðna sem hafi haft áhrif á framkvæmd laganna. Einnig sé að finna ákveðið innbyrðis ósamræmi í lögunum sem hafi komið í ljós við beitingu þeirra. Þrennar kosningar hafa farið fram frá gildistöku laganna í ársbyrjun 2022 og telur landskjörstjórn ljóst áfram sé tilefni til úrbóta. „Það þarf að yfirfara og samræma ýmis ákvæði í lögunum, með tilliti til ferla, hlutverka og ábyrgðar, með það að leiðarljósi að treysta örugga og skilvirka kosningaframkvæmd,“ segir í lokaorðum skýrslunnar Í skýrslunni er einnig farið yfir að áskorun sé að halda alþingiskosningar um hávetur þegar allra veðra sé von. Landskjörstjórn hafi lagt á það áherslu að stefna fólki ekki í hættu þótt komast þyrfti á kjörstað og flytja atkvæði á milli staða. Þegar á heildina er litið hafi framkvæmd kosninganna gengið vel og tímaáætlanir staðist þrátt fyrir hríðarbyl og óveður á köflum víðs vegar um landið. Alþingiskosningar 2024 Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu landskjörstjórnar um alþingiskosningarnar 2024 sem birt hefur verið á vef Alþingis. Er þar vísað til alþingiskosninganna 2021, en framkvæmd þeirra og eftirmálar endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi voru mikið verið til umfjöllunar og nokkur eftirmál af þeim, þar með talið málarekstur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að kosningunum loknum. Í skýrslunni bendir landskjörstjórn ennfremur á að ítrekað hafi verið bent á þörfina að taka fleiri ákvæði stjórnarskrár til endurskoðunar og varða framkvæmd kosninga, þar með talið ákvæði um að meðmælum fyrir forsetakosningar skuli safna í landsfjórðungum, að lengja þann 45 daga frest við þingrofskosningar sem komi fram í 24. grein stjórnarskrárinnar og sömuleiðis að meta hvort tilefni sé til að skoða hvort ákvæði um kjörgengi séu of ströng. Landskjörstjórn bendir á að frá gildistöku kosningalaga 1. janúar 2022 hafi ýmsir vankantar á þeim komið í ljós sem rekja megi til breytts tækniumhverfis og samfélagsaðstæðna sem hafi haft áhrif á framkvæmd laganna. Einnig sé að finna ákveðið innbyrðis ósamræmi í lögunum sem hafi komið í ljós við beitingu þeirra. Þrennar kosningar hafa farið fram frá gildistöku laganna í ársbyrjun 2022 og telur landskjörstjórn ljóst áfram sé tilefni til úrbóta. „Það þarf að yfirfara og samræma ýmis ákvæði í lögunum, með tilliti til ferla, hlutverka og ábyrgðar, með það að leiðarljósi að treysta örugga og skilvirka kosningaframkvæmd,“ segir í lokaorðum skýrslunnar Í skýrslunni er einnig farið yfir að áskorun sé að halda alþingiskosningar um hávetur þegar allra veðra sé von. Landskjörstjórn hafi lagt á það áherslu að stefna fólki ekki í hættu þótt komast þyrfti á kjörstað og flytja atkvæði á milli staða. Þegar á heildina er litið hafi framkvæmd kosninganna gengið vel og tímaáætlanir staðist þrátt fyrir hríðarbyl og óveður á köflum víðs vegar um landið.
Alþingiskosningar 2024 Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda