Skor flytur: „Ansi þreytt“ að þurfa að reka fólk út klukkan tíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 10:41 Skor er einn vinsælasti píluveitingastöðum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Pílu- og veitingastaðurinn Skor flytur um set á næstu misserum, af Kolagötu yfir í húsnæði að Hafnarstræti 18. Eigandi segist langþreyttur á deilum um opnunartíma og bindur vonir við að geta lengt opnunartíma staðarins í nýju húsnæði. „Við vorum búin að velta þessu fyrir okkur lengi og verið í viðræðum við húseiganda,“ segir Bragi Ægisson, eigandi Skor, í samtali við fréttastofu. Gígantísk áhrif á reksturinn Vandræði tengd opnunartíma staðarins rekja sig aftur til ársins 2021, en í síðasta mánuði staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjun heilbrigðiseftirlitsins á beiðni um lengri opnunartíma. Heilbrigðiseftirlitið taldi aðstæður vegna hávaða heilsuspillandi og telur því ekki ásættanlegt að hafa opnunartímann lengri, en lúxusíbúðaeigendur í nágreninu höfðu ítrekað kvartað undan hávaða frá staðnum. Sótt var um leyfi til að hafa opið til klukkan 23 alla virka daga og til klukkan eitt um helgar. Nú er heimilt að hafa opið til klukkan 22 á virkum dögum og til klukkan 23 alla föstudaga, laugardaga og aðfaranætur frídaga. Bragi Ægisson eigandi staðarins segir rekstraraðila lengi hafa velt flutningum fyrir sér. Hinir styttri opnunartímar hafi haft „gígantísk“ áhrif á reksturinn. „Þetta er orðið ansi þreytt. Það er ekki hægt að reka stað, sama hversu vinsæll hann er, í þessu umhverfi þegar þú þarft að reka fólk út klukkan tíu,“ segir Bragi. Ekkert gefið „Við hlökkum til að opna dyrnar að þessu nýja rými sem verður eitt fullkomnasta íþróttamannvirki miðborgarinnar - með sjálf teljandi pílukasti fyrir alla, svalandi veitingum og hágæða aðstöðu til söngs fyrir einkasamkvæmi,“ segir í fréttatilkynningu sem Skor sendi frá sér fyrr í dag. Bragi segist einnig hafa þurft að loka karaoke-herberginu á staðnum og það hafi reynst mikil kvöð. Hann vonast til að geta opnað í nýju húsnæði á þessu ári. Búið sé að senda inn leyfisumsókn sem gerir ráð fyrir lengri opnunartíma til heilbrigðiseftirlitsins. Bragi segir engar íbúðir í næsta nágrenni við nýja húsnæðið, og er því vongóður um að fá leyfi fyrir opnunartíma til eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. „Reynslan hefur þó kennt okkur að það er ekkert gefið í þeim efnum.“ Veitingastaðir Áfengi Pílukast Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
„Við vorum búin að velta þessu fyrir okkur lengi og verið í viðræðum við húseiganda,“ segir Bragi Ægisson, eigandi Skor, í samtali við fréttastofu. Gígantísk áhrif á reksturinn Vandræði tengd opnunartíma staðarins rekja sig aftur til ársins 2021, en í síðasta mánuði staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjun heilbrigðiseftirlitsins á beiðni um lengri opnunartíma. Heilbrigðiseftirlitið taldi aðstæður vegna hávaða heilsuspillandi og telur því ekki ásættanlegt að hafa opnunartímann lengri, en lúxusíbúðaeigendur í nágreninu höfðu ítrekað kvartað undan hávaða frá staðnum. Sótt var um leyfi til að hafa opið til klukkan 23 alla virka daga og til klukkan eitt um helgar. Nú er heimilt að hafa opið til klukkan 22 á virkum dögum og til klukkan 23 alla föstudaga, laugardaga og aðfaranætur frídaga. Bragi Ægisson eigandi staðarins segir rekstraraðila lengi hafa velt flutningum fyrir sér. Hinir styttri opnunartímar hafi haft „gígantísk“ áhrif á reksturinn. „Þetta er orðið ansi þreytt. Það er ekki hægt að reka stað, sama hversu vinsæll hann er, í þessu umhverfi þegar þú þarft að reka fólk út klukkan tíu,“ segir Bragi. Ekkert gefið „Við hlökkum til að opna dyrnar að þessu nýja rými sem verður eitt fullkomnasta íþróttamannvirki miðborgarinnar - með sjálf teljandi pílukasti fyrir alla, svalandi veitingum og hágæða aðstöðu til söngs fyrir einkasamkvæmi,“ segir í fréttatilkynningu sem Skor sendi frá sér fyrr í dag. Bragi segist einnig hafa þurft að loka karaoke-herberginu á staðnum og það hafi reynst mikil kvöð. Hann vonast til að geta opnað í nýju húsnæði á þessu ári. Búið sé að senda inn leyfisumsókn sem gerir ráð fyrir lengri opnunartíma til heilbrigðiseftirlitsins. Bragi segir engar íbúðir í næsta nágrenni við nýja húsnæðið, og er því vongóður um að fá leyfi fyrir opnunartíma til eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. „Reynslan hefur þó kennt okkur að það er ekkert gefið í þeim efnum.“
Veitingastaðir Áfengi Pílukast Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29