Evrópumet! Háskólamenntun minnst metin á Íslandi Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 5. júní 2025 06:00 Ísland trónir á toppi Evrópu en á röngum lista. Ný gögn sýna að Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til munar í ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Munurinn er hér einungis metinn 21% að meðaltali fyrir aldurshópinn 18–64 ára, samanborið við 76% að meðaltali innan Evrópu. Með öðrum orðum: Háskólamenntun skilar hverfandi fjárhagslegum ávinningi á Íslandi samanborið við önnur lönd. Þetta er ekki einkavandi einstaklinga, heldur efnahagslegur vandi. Meistaragráðan – nánast engin kaupmáttaraukning í 23 ár Frá árinu 2000-2023 jókst kaupmáttur heildartekna hjá fólki með meistaragráðu um 1% á sama tíma og kaupmáttur grunnskólamenntaðra jókst um 45%. Hagvöxtur á hvern íbúa á Íslandi á þessu tímabili – 43% – skilaði sér að fullu til ósérhæfðra en ekki til háskólamenntaðra. Þetta er ekki tölfræðilegt frávik heldur skýr vísbending um að brátt muni ekki borga sig að mennta sig á Íslandi. Krónutöluhækkanir – komið gott? Á tímabilinu 2019-2024 jókst kaupmáttur láglaunahópa á opinbera markaðnum um tugi prósenta umfram háskólamenntaða. Kaupmáttur hjá ASÍ hjá Reykjavíkurborg jókst t.a.m. um 42%, á meðan hann dróst saman um 1% hjá kennurum hjá ríkinu og jókst aðeins um 2% að meðaltali hjá BHM hjá ríkinu. Á almennum markaði hefur þróunin verið annars eðlis en ekki síður skekkt. Þar hafa krónutöluhækkanir hlíft háframleiðnigreinum með hátt hlutfall sérfræðinga. Í upplýsingatækni jókst framleiðni t.a.m. um 51% á tímabilinu 2017–2024 en laun aðeins um 8% að raunvirði. Í fjármála- og vátryggingastarfsemi lækkuðu laun um 5% að raunvirði á sama tíma og framleiðni jókst um 22%. Krónutöluhækkanir hafa ívilnað fyrirtækjum sem helst geta borgað hærri laun. Var það ætlunin? Þetta þurfum við að gera til að menntun borgi sig á Íslandi Vanmat á menntun á Íslandi er ekki einföld afleiðing kjarasamninga. Vandinn er margþættur og tengist menntastefnu, atvinnustefnu og samfélagsviðhorfum. Við þurfum: 1. Atvinnustefnu og menntastefnu sem þjónar þörfum framtíðarinnar Tryggja þarf aukin gæði náms og á öllum skólastigum og beina fólki á réttar brautir í framhaldsskóla og háskóla. Fjölga þarf þeim sem velja iðn- og starfsnám að loknum grunnskóla og útskrifa fleiri háskólamenntaða til starfa í verðmætum skortgreinum – eins og í hátækni- og hugverkagreinum á almennum markaði og í heilbrigðis- og fræðslustarfsemi hjá hinu opinbera. Auka þarf vægi nýsköpunar á almenna markaðnum sem og hlutdeild hátækni- og hugverkaiðnaðar í verðmætasköpun. 2. Launastefnu sem ákveðin er í samtali og tekur mið af misjöfnu svigrúmi ASÍ hefur einhliða ákveðið launastefnu fyrir allan vinnumarkaðinn, án samráðs við stéttarfélög opinberra starfsmanna og án tillits til misjafns svigrúms atvinnugreina. Samtal þarf að eiga sér stað um breytt vinnubrögð og ábyrgð þeirra sem semja á almennum- og opinberum vinnumarkaði. Á endanum er vandi menntunar á Íslandi ekki einkamál einstaklinga heldur augljós efnahagsvandi sem varðar okkur öll. Ef ekkert verður að gert mun skortur á sérhæfðu starfsfólki aukast og átök á vinnumarkaði stigmagnast. Nú þarf pólitískt og efnahagslegt þor til að ráðast í markvissar aðgerðir. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Ísland trónir á toppi Evrópu en á röngum lista. Ný gögn sýna að Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til munar í ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Munurinn er hér einungis metinn 21% að meðaltali fyrir aldurshópinn 18–64 ára, samanborið við 76% að meðaltali innan Evrópu. Með öðrum orðum: Háskólamenntun skilar hverfandi fjárhagslegum ávinningi á Íslandi samanborið við önnur lönd. Þetta er ekki einkavandi einstaklinga, heldur efnahagslegur vandi. Meistaragráðan – nánast engin kaupmáttaraukning í 23 ár Frá árinu 2000-2023 jókst kaupmáttur heildartekna hjá fólki með meistaragráðu um 1% á sama tíma og kaupmáttur grunnskólamenntaðra jókst um 45%. Hagvöxtur á hvern íbúa á Íslandi á þessu tímabili – 43% – skilaði sér að fullu til ósérhæfðra en ekki til háskólamenntaðra. Þetta er ekki tölfræðilegt frávik heldur skýr vísbending um að brátt muni ekki borga sig að mennta sig á Íslandi. Krónutöluhækkanir – komið gott? Á tímabilinu 2019-2024 jókst kaupmáttur láglaunahópa á opinbera markaðnum um tugi prósenta umfram háskólamenntaða. Kaupmáttur hjá ASÍ hjá Reykjavíkurborg jókst t.a.m. um 42%, á meðan hann dróst saman um 1% hjá kennurum hjá ríkinu og jókst aðeins um 2% að meðaltali hjá BHM hjá ríkinu. Á almennum markaði hefur þróunin verið annars eðlis en ekki síður skekkt. Þar hafa krónutöluhækkanir hlíft háframleiðnigreinum með hátt hlutfall sérfræðinga. Í upplýsingatækni jókst framleiðni t.a.m. um 51% á tímabilinu 2017–2024 en laun aðeins um 8% að raunvirði. Í fjármála- og vátryggingastarfsemi lækkuðu laun um 5% að raunvirði á sama tíma og framleiðni jókst um 22%. Krónutöluhækkanir hafa ívilnað fyrirtækjum sem helst geta borgað hærri laun. Var það ætlunin? Þetta þurfum við að gera til að menntun borgi sig á Íslandi Vanmat á menntun á Íslandi er ekki einföld afleiðing kjarasamninga. Vandinn er margþættur og tengist menntastefnu, atvinnustefnu og samfélagsviðhorfum. Við þurfum: 1. Atvinnustefnu og menntastefnu sem þjónar þörfum framtíðarinnar Tryggja þarf aukin gæði náms og á öllum skólastigum og beina fólki á réttar brautir í framhaldsskóla og háskóla. Fjölga þarf þeim sem velja iðn- og starfsnám að loknum grunnskóla og útskrifa fleiri háskólamenntaða til starfa í verðmætum skortgreinum – eins og í hátækni- og hugverkagreinum á almennum markaði og í heilbrigðis- og fræðslustarfsemi hjá hinu opinbera. Auka þarf vægi nýsköpunar á almenna markaðnum sem og hlutdeild hátækni- og hugverkaiðnaðar í verðmætasköpun. 2. Launastefnu sem ákveðin er í samtali og tekur mið af misjöfnu svigrúmi ASÍ hefur einhliða ákveðið launastefnu fyrir allan vinnumarkaðinn, án samráðs við stéttarfélög opinberra starfsmanna og án tillits til misjafns svigrúms atvinnugreina. Samtal þarf að eiga sér stað um breytt vinnubrögð og ábyrgð þeirra sem semja á almennum- og opinberum vinnumarkaði. Á endanum er vandi menntunar á Íslandi ekki einkamál einstaklinga heldur augljós efnahagsvandi sem varðar okkur öll. Ef ekkert verður að gert mun skortur á sérhæfðu starfsfólki aukast og átök á vinnumarkaði stigmagnast. Nú þarf pólitískt og efnahagslegt þor til að ráðast í markvissar aðgerðir. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun