Ekkert kerfi lifir af pólitískan geðþótta Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 5. júní 2025 08:17 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir raunverulegum og vaxandi áskorunum í útlendingamálum. Þessar áskoranir snúast ekki eingöngu um fjölda umsækjenda, aðlögun að íslensku samfélagi eða kerfislæga hluti. Þær snúast um traust. Traust á kerfinu. Traust á stjórnmálunum. Og traust á því að við förum eftir leikreglum, sama hver á í hlut. Þess vegna fagna ég því að níu þjóðarleiðtogar Evrópu hafi nýverið stigið fram og kallað eftir nýrri umræðu um hvernig túlkun alþjóðlegra mannréttindareglna samræmist þeim veruleika sem ríki Evrópu glíma nú við. Þar á meðal eru Danmörk, Ítalía, Austurríki og Pólland. Ríki sem, hvert á sinn hátt, hafa þurft að takast á við erfið mál og sýnt vilja til að standa vörð um lýðræðið og innra öryggi sitt. Það er ekki kallað eftir því að afnema mannréttindasamninga, heldur eftir því að stjórnmálamenn fái svigrúm til að axla sína ábyrgð. Því miður var Ísland ekki með í þessari sameiginlegu yfirlýsingu, og við verðum að velta því fyrir okkur hvers vegna. Af hverju kýs íslensk ríkisstjórn að sitja hjá þegar Evrópa ræðir hvernig megi byggja upp kerfi sem stendur vörð um mannréttindi án þess að gefa eftir í framkvæmd. Við megum ekki vanmeta þessa umræðu. Festan skiptir máli. Þegar reglur eru óskýrar, þegar kerfið er veikt, þá þrífst óréttlæti. Bæði gagnvart þeim sem þurfa vernd og þeim sem bera ábyrgð á að veita hana. Stjórnmálamenn eiga að leiða þessa umræðu. Ekki hlaupa undan henni og ekki reyna að leysa flókin mál með popúlískum undantekningum. Þegar þingmenn grípa inn í réttmætt stjórnsýsluferli með vísan í sínar persónulegu skoðanir og tilfinningar, þá fer allt kerfið að halla. Það skiptir ekki máli hversu velmeinandi inngripið er, kerfið má ekki ráðast af því hver hringir. Það verður að byggjast á lögum, ramma og faglegum grunni. Kerfið verður að halda. Þess vegna er það grafalvarlegt þegar einstakir þingmenn reyna að hafa áhrif á niðurstöður stjórnvalda með óformlegum hætti. Í Kastljósi í gærkvöldi, þar sem ég mætti Víði Reynissyni þingmanni Samfylkingarinnar, kom þetta berlega í ljós. Þar viðurkenndi Víðir að hann hefði einn tekið ákvörðun um að leka trúnaðarupplýsingum um meðferð máls hjá allsherjar- og menntamálanefnd til Útlendingastofnunar með það að markmiði að hafa áhrif á ákvörðun stofnunarinnar.. Þetta var ekki ákvörðun nefndarinnar, þó svo að Víðir hafi látið í veðri vaka í samskiptum sínum við Útlendingastofnun að svo væri. Þetta var ákvörðun þingmannsins – gegn vilja annarra nefndarmanna og með þessari ákvörðun rauf hann þagnarskyldu sem á honum hvílir. Við verðum að vera skýr í þessari umræðu. Við þurfum að standa vörð um mannréttindi án þess að gefa afslátt af framkvæmdinni. Það er ekki mannúð að hafa óljósar reglur. Það eru ekki mannréttindi að leyfa pólitískum afskiptum að móta stjórnvaldsákvarðanir. Og það er ekki ábyrgð að forðast að tala skýrt um nauðsyn breytinga. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt það um árabil: Við verndum þá sem verndar þurfa. En við verndum líka réttarríkið, því án þess er enginn öruggur. Hvorki þeir sem hér fæðast né þeir sem hingað koma. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir raunverulegum og vaxandi áskorunum í útlendingamálum. Þessar áskoranir snúast ekki eingöngu um fjölda umsækjenda, aðlögun að íslensku samfélagi eða kerfislæga hluti. Þær snúast um traust. Traust á kerfinu. Traust á stjórnmálunum. Og traust á því að við förum eftir leikreglum, sama hver á í hlut. Þess vegna fagna ég því að níu þjóðarleiðtogar Evrópu hafi nýverið stigið fram og kallað eftir nýrri umræðu um hvernig túlkun alþjóðlegra mannréttindareglna samræmist þeim veruleika sem ríki Evrópu glíma nú við. Þar á meðal eru Danmörk, Ítalía, Austurríki og Pólland. Ríki sem, hvert á sinn hátt, hafa þurft að takast á við erfið mál og sýnt vilja til að standa vörð um lýðræðið og innra öryggi sitt. Það er ekki kallað eftir því að afnema mannréttindasamninga, heldur eftir því að stjórnmálamenn fái svigrúm til að axla sína ábyrgð. Því miður var Ísland ekki með í þessari sameiginlegu yfirlýsingu, og við verðum að velta því fyrir okkur hvers vegna. Af hverju kýs íslensk ríkisstjórn að sitja hjá þegar Evrópa ræðir hvernig megi byggja upp kerfi sem stendur vörð um mannréttindi án þess að gefa eftir í framkvæmd. Við megum ekki vanmeta þessa umræðu. Festan skiptir máli. Þegar reglur eru óskýrar, þegar kerfið er veikt, þá þrífst óréttlæti. Bæði gagnvart þeim sem þurfa vernd og þeim sem bera ábyrgð á að veita hana. Stjórnmálamenn eiga að leiða þessa umræðu. Ekki hlaupa undan henni og ekki reyna að leysa flókin mál með popúlískum undantekningum. Þegar þingmenn grípa inn í réttmætt stjórnsýsluferli með vísan í sínar persónulegu skoðanir og tilfinningar, þá fer allt kerfið að halla. Það skiptir ekki máli hversu velmeinandi inngripið er, kerfið má ekki ráðast af því hver hringir. Það verður að byggjast á lögum, ramma og faglegum grunni. Kerfið verður að halda. Þess vegna er það grafalvarlegt þegar einstakir þingmenn reyna að hafa áhrif á niðurstöður stjórnvalda með óformlegum hætti. Í Kastljósi í gærkvöldi, þar sem ég mætti Víði Reynissyni þingmanni Samfylkingarinnar, kom þetta berlega í ljós. Þar viðurkenndi Víðir að hann hefði einn tekið ákvörðun um að leka trúnaðarupplýsingum um meðferð máls hjá allsherjar- og menntamálanefnd til Útlendingastofnunar með það að markmiði að hafa áhrif á ákvörðun stofnunarinnar.. Þetta var ekki ákvörðun nefndarinnar, þó svo að Víðir hafi látið í veðri vaka í samskiptum sínum við Útlendingastofnun að svo væri. Þetta var ákvörðun þingmannsins – gegn vilja annarra nefndarmanna og með þessari ákvörðun rauf hann þagnarskyldu sem á honum hvílir. Við verðum að vera skýr í þessari umræðu. Við þurfum að standa vörð um mannréttindi án þess að gefa afslátt af framkvæmdinni. Það er ekki mannúð að hafa óljósar reglur. Það eru ekki mannréttindi að leyfa pólitískum afskiptum að móta stjórnvaldsákvarðanir. Og það er ekki ábyrgð að forðast að tala skýrt um nauðsyn breytinga. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt það um árabil: Við verndum þá sem verndar þurfa. En við verndum líka réttarríkið, því án þess er enginn öruggur. Hvorki þeir sem hér fæðast né þeir sem hingað koma. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun