RÚV - ljósritunarstofa ríkisins? Birgir Finnsson skrifar 5. júní 2025 10:45 Það er orðið neyðarlega augljóst að þegar kemur að erlendum fréttum þá lætur fréttastofa RÚV sér yfirleitt duga að endursegja gagnrýnis- og athugasemdalaust fréttir frá öðrum fréttamiðlum. Ágætt nýlegt dæmi er t.d. frétt sem BBC birti þann 3 júní með fyrirsögninni "Gaza worse than hell on Earth". Daginn eftir hófst síðan önnur frétt í kvöldfréttatíma RÚV á orðunum "Gaza orðið verra en helvíti á jörðu" og var efni fréttarinnar nánast orðrétt endursögn á umfjöllun BBC. Er það tilviljun að tveir fréttamiðlar nota nákvæmlega sama orðalagið þótt verið sé að fjalla um sama hlutinn? Auðvitað ekki - það sjá það allir sem vilja að metnaðarleysið hjá fréttastofu RÚV er slíkt að þar á bæ eru handvaldar fréttir úr erlendum miðlum, þeim snarað yfir á Íslensku og síðan endursagðar athugasemdalaust. Þessi "copy-paste" fréttamennska er síðan fjármögnuð af skattfé almennings, eins og allir vita, líkt og ríkið sé farið að reka ljósritunarstofu. Endrum og eins gerist það þó að erlendir fréttamiðlar - sem sumir hverjir virðast enn vera vandir að virðingu sinni og vilja láta taka sig alvarlega - draga fréttir til baka eða leiðrétta þær ef fréttin reyndist röng. Dæmi um það eru t.d. fréttir sem BBC hefur verið að birta um það sem virðist vera viðurstyggileg fjöldamorð Ísraelshers á hungruðum íbúum Gaza sem höfðu þyrpst að þar sem verið var að dreifa matvælum og öðrum nauðsynjum. Þann 1 júní birti BBC frétt um að Ísraelsher hefði skotið á fólk sem hafði safnast saman við dreifingarmiðstöð ("Israeli troops kill over 30 near US aid site near Rafah, health officials say"). Sama kvöld endursagði RÚV þessa frétt samviskusamlega ("Yfir þrjátíu drepnir við dreifingarstöð matvæla"). Fljótlega kom þó í ljós að ekki var allt með felldu, og grunsemdir fóru að vakna þegar í ljós kom að „heilbrigðisstarfsmennirnir“ sem voru hafðir fyrir fréttinni reyndust vera meðlimir Hamas hryðjuverkasamtakanna. Fór því svo að BBC Verify var falið að kanna sannleiksgildi fréttarinnar (BBC Verify er teymi blaðamanna innan BBC sem sérhæfir sig í að staðfesta og sannprófa fréttaefni, með sérstakri áherslu á myndbönd og ljósmyndir til að tryggja nákvæmni. Teymið byggir t.d. á opnum og aðgengilegum heimildum ("open-source intelligence") til að rannsaka hugsanlegar rangfærslur). Til að gera langa sögu stutta þá komst BBC Verify að því að ekki væri fótur fyrir fréttinni. Niðurstöðurnar voru birtar á vef BBC en vissulega ekki á mjög áberandi stað, og þarf að hafa svolítið fyrir því að finna þær. Beinn hlekkur er https://www.bbc.com/news/live/ceqgvwyjjg8t en samantekt á niðurstöðunum (snarað yfir á Íslensku) hljómar svo: „Sem hluti af rannsókn okkar á meintum skotárásum sem áttu sér stað í gærmorgun nærri hjálpardreifingarstöð í Rafah, suðurhluta Gaza, höfum við skoðað myndband - sem hefur verið skoðað 134.000 sinnum á X - sem sumir halda fram að sýni atvikið. Í myndefninu, sem virðist sýna beinar afleiðingarnar árásarinnar, má sjá rykmekki og lík liggja á jörðinni - sum hreyfingarlaus og blóðug. Myndbandið var birt með texta frá blaðamanni hjá Al Jazeera þar sem stóð: "Nýtt myndefni sýnir skelfilegt fjöldamorð framið af Ísraelskum hersveitum nærri Bandarískum hjálpardreifingarstað í suðurhluta Gaza." Við höfum staðsett myndefnið (geolocated) á svæði í Khan Younis, sem er um 4,5 km frá næsta hjálpardreifingarstað. Staðsetning skugga bendir til þess að myndbandið hafi verið tekið síðdegis, ekki um morguninn, sem passar ekki við frásagnir af skotárásunum í Rafah. Við staðfestingu myndbandsins sagði blaðamaður frá Palestínu, sem tók annað myndband af sama vettvangi, okkur að atburðirnir sem sýndir eru tengdust ekki neinum hjálpardreifingarstað og hafi átt sér stað í gærkvöldi eftir kl. 19:00 að staðartíma (16:00 GMT)“ Með öðrum orðum: það reyndist enginn fótur fyrir fréttinni um fjöldamorð Ísraelshers á hungruðum íbúum Gaza. Fréttin var einfaldlega uppspuni frá rótum og byggð á myndbandi sem þvert á móti virðist sýna fjöldamorð Hamas á eigin þegnum. "Fréttin" var því hluti af áróðursstríði Hamas gegn Ísrael: áróðri sem vestrænir fjölmiðlar á borð við BBC tóku sem heilögum sannleik og RÚV endursagði - að venju - orðrétt og athugasemdalaust. Í kjölfarið hafa flestir fjölmiðlar sem sögðu frá dregið fréttina til baka eða birt yfirlýsingar um að hún hafi verið röng. En ekki RÚV. Þar hefur ekki verið minnst einu orði á að búið sé að afsanna þessa falsfrétt sem var þó svo rækilega fyrirferðarmikil í fréttatíma RÚV kvöld eftir kvöld. Þetta er því miður langt í frá eina dæmið um að RÚV leiðrétti ekki "fréttir" sem búið er að afsanna og/eða leiðrétta. Þetta er einungis nýjasta dæmið. Hvað veldur því að RÚV kýs að endursegja ákveðnar fréttir úr erlendum fréttamiðlum, en lítur svo blístrandi í hina áttina og þykist ekki taka eftir neinu þegar umræddar fréttir eru leiðréttar eða dregnar til baka? Hafandi í huga að landsmenn allir er skattlagðir til að tryggja rekstur þessarar svokölluðu "fréttastofu" RÚV þá væri óneitanlega gaman að fá að heyra hvaða ritstjórnarreglur og viðmið er stuðst við þegar valið er hvaða fréttir eru endursagðar og hverjar ekki. Er það etv. háð pólitískum skoðunum þess fréttamanns sem er á vakt þann daginn? Er það stefna fréttastofu ríkisins að sleppa því að endursegja ákveðnar fréttir - og láta falsfréttir standa óleiðréttar - ef það hentar ekki lífsskoðunum fréttamanna og ritstjórnar? Höfundur er áhugamaður um vandaða fréttamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið neyðarlega augljóst að þegar kemur að erlendum fréttum þá lætur fréttastofa RÚV sér yfirleitt duga að endursegja gagnrýnis- og athugasemdalaust fréttir frá öðrum fréttamiðlum. Ágætt nýlegt dæmi er t.d. frétt sem BBC birti þann 3 júní með fyrirsögninni "Gaza worse than hell on Earth". Daginn eftir hófst síðan önnur frétt í kvöldfréttatíma RÚV á orðunum "Gaza orðið verra en helvíti á jörðu" og var efni fréttarinnar nánast orðrétt endursögn á umfjöllun BBC. Er það tilviljun að tveir fréttamiðlar nota nákvæmlega sama orðalagið þótt verið sé að fjalla um sama hlutinn? Auðvitað ekki - það sjá það allir sem vilja að metnaðarleysið hjá fréttastofu RÚV er slíkt að þar á bæ eru handvaldar fréttir úr erlendum miðlum, þeim snarað yfir á Íslensku og síðan endursagðar athugasemdalaust. Þessi "copy-paste" fréttamennska er síðan fjármögnuð af skattfé almennings, eins og allir vita, líkt og ríkið sé farið að reka ljósritunarstofu. Endrum og eins gerist það þó að erlendir fréttamiðlar - sem sumir hverjir virðast enn vera vandir að virðingu sinni og vilja láta taka sig alvarlega - draga fréttir til baka eða leiðrétta þær ef fréttin reyndist röng. Dæmi um það eru t.d. fréttir sem BBC hefur verið að birta um það sem virðist vera viðurstyggileg fjöldamorð Ísraelshers á hungruðum íbúum Gaza sem höfðu þyrpst að þar sem verið var að dreifa matvælum og öðrum nauðsynjum. Þann 1 júní birti BBC frétt um að Ísraelsher hefði skotið á fólk sem hafði safnast saman við dreifingarmiðstöð ("Israeli troops kill over 30 near US aid site near Rafah, health officials say"). Sama kvöld endursagði RÚV þessa frétt samviskusamlega ("Yfir þrjátíu drepnir við dreifingarstöð matvæla"). Fljótlega kom þó í ljós að ekki var allt með felldu, og grunsemdir fóru að vakna þegar í ljós kom að „heilbrigðisstarfsmennirnir“ sem voru hafðir fyrir fréttinni reyndust vera meðlimir Hamas hryðjuverkasamtakanna. Fór því svo að BBC Verify var falið að kanna sannleiksgildi fréttarinnar (BBC Verify er teymi blaðamanna innan BBC sem sérhæfir sig í að staðfesta og sannprófa fréttaefni, með sérstakri áherslu á myndbönd og ljósmyndir til að tryggja nákvæmni. Teymið byggir t.d. á opnum og aðgengilegum heimildum ("open-source intelligence") til að rannsaka hugsanlegar rangfærslur). Til að gera langa sögu stutta þá komst BBC Verify að því að ekki væri fótur fyrir fréttinni. Niðurstöðurnar voru birtar á vef BBC en vissulega ekki á mjög áberandi stað, og þarf að hafa svolítið fyrir því að finna þær. Beinn hlekkur er https://www.bbc.com/news/live/ceqgvwyjjg8t en samantekt á niðurstöðunum (snarað yfir á Íslensku) hljómar svo: „Sem hluti af rannsókn okkar á meintum skotárásum sem áttu sér stað í gærmorgun nærri hjálpardreifingarstöð í Rafah, suðurhluta Gaza, höfum við skoðað myndband - sem hefur verið skoðað 134.000 sinnum á X - sem sumir halda fram að sýni atvikið. Í myndefninu, sem virðist sýna beinar afleiðingarnar árásarinnar, má sjá rykmekki og lík liggja á jörðinni - sum hreyfingarlaus og blóðug. Myndbandið var birt með texta frá blaðamanni hjá Al Jazeera þar sem stóð: "Nýtt myndefni sýnir skelfilegt fjöldamorð framið af Ísraelskum hersveitum nærri Bandarískum hjálpardreifingarstað í suðurhluta Gaza." Við höfum staðsett myndefnið (geolocated) á svæði í Khan Younis, sem er um 4,5 km frá næsta hjálpardreifingarstað. Staðsetning skugga bendir til þess að myndbandið hafi verið tekið síðdegis, ekki um morguninn, sem passar ekki við frásagnir af skotárásunum í Rafah. Við staðfestingu myndbandsins sagði blaðamaður frá Palestínu, sem tók annað myndband af sama vettvangi, okkur að atburðirnir sem sýndir eru tengdust ekki neinum hjálpardreifingarstað og hafi átt sér stað í gærkvöldi eftir kl. 19:00 að staðartíma (16:00 GMT)“ Með öðrum orðum: það reyndist enginn fótur fyrir fréttinni um fjöldamorð Ísraelshers á hungruðum íbúum Gaza. Fréttin var einfaldlega uppspuni frá rótum og byggð á myndbandi sem þvert á móti virðist sýna fjöldamorð Hamas á eigin þegnum. "Fréttin" var því hluti af áróðursstríði Hamas gegn Ísrael: áróðri sem vestrænir fjölmiðlar á borð við BBC tóku sem heilögum sannleik og RÚV endursagði - að venju - orðrétt og athugasemdalaust. Í kjölfarið hafa flestir fjölmiðlar sem sögðu frá dregið fréttina til baka eða birt yfirlýsingar um að hún hafi verið röng. En ekki RÚV. Þar hefur ekki verið minnst einu orði á að búið sé að afsanna þessa falsfrétt sem var þó svo rækilega fyrirferðarmikil í fréttatíma RÚV kvöld eftir kvöld. Þetta er því miður langt í frá eina dæmið um að RÚV leiðrétti ekki "fréttir" sem búið er að afsanna og/eða leiðrétta. Þetta er einungis nýjasta dæmið. Hvað veldur því að RÚV kýs að endursegja ákveðnar fréttir úr erlendum fréttamiðlum, en lítur svo blístrandi í hina áttina og þykist ekki taka eftir neinu þegar umræddar fréttir eru leiðréttar eða dregnar til baka? Hafandi í huga að landsmenn allir er skattlagðir til að tryggja rekstur þessarar svokölluðu "fréttastofu" RÚV þá væri óneitanlega gaman að fá að heyra hvaða ritstjórnarreglur og viðmið er stuðst við þegar valið er hvaða fréttir eru endursagðar og hverjar ekki. Er það etv. háð pólitískum skoðunum þess fréttamanns sem er á vakt þann daginn? Er það stefna fréttastofu ríkisins að sleppa því að endursegja ákveðnar fréttir - og láta falsfréttir standa óleiðréttar - ef það hentar ekki lífsskoðunum fréttamanna og ritstjórnar? Höfundur er áhugamaður um vandaða fréttamennsku.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun