Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júní 2025 13:00 Linda hefur áhyggjur af fjölda barna sem hafa dvalið í athvarfinu það sem af er ári. Sum þeirra hafa búið við ofbeldi og önnur sjálf verið beitt ofbeldi. Vísir/Ívar Fannar Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. Fjallað var um það í gær að fimmtán prósenta aukning væri í fjölda heimilisofbeldismála hjá lögreglunni. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra, segir ekki óeðlilegt að það sé sveifla í fjölda þeirra sem dvelji hjá þeim en síðustu mánuði hafi verið stöðug fjölgun. „Staðan í Kvennaathvarfinu hefur verið þung. Það hefur verið mikið að gera og flest herbergi fullsetin, og mikið af börnum. Það sem af er ári hafa 67 börn dvalið í kvennaathvarfinu. Venjulega eru þetta um 100 börn á ári þannig við erum strax komin vel yfir þetta meðaltal. Sorgleg þróun Linda segir alltaf erfitt að meta hvort það sé eitthvað í samfélagsgerðinni sem valdi auknu ofbeldi eða hvort viðbragðsaðilar séu að ná betur utan um það. „Auðvitað er þetta bara sorglegt, og erfitt að horfa upp á það að tölurnar virðist ekki vera að fara niður og alvarleiki ofbeldismála virðist vera að aukast. Þó svo að kerfið virðist vera að stíga fast til jarðar og það er verið að koma mjög mikið inn í þessum mál af ýmsum aðilum heldur þetta áfram, og heldur áfram að aukast, og það er áhyggjuefni.“ Hún segir konurnar sem leita til þeirra lýsa alvarlegra ofbeldi. „Við sjáum að ofbeldi almennt er að harðna, það er að verða alvarlegra. Konurnar tala meira um morðhótanir, kyrkingartak, mikil eltihrelling, mikið verið að fylgjast með þeim. Það eitt að stíga út úr ofbeldissambandi í dag er orðið mjög flókið í dag því ofbeldi heldur áfram í alvarlegri mynd í gegnum samfélagsmiðla og almenna eltihrellingu.“ Öllum stéttum og þjóðum Linda segir hópinn sem til þeirra leitar úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Það sé fjölgun í barnahópi en ekki annar rauður þráður í þeim hópi sem hafi til þeirra leitað á árinu. Misjafnt sé hvort börnin hafi verið beitt ofbeldi eða búið við það. „Við erum búnar að vera sýnilegar síðustu mánuði í fjáröflun og passað að minna alltaf á okkur þannig það hefur alltaf einhver áhrif en það er mín tilfinning að aukningin sé það stöðug núna að þetta sé meira en það.“ Linda hvetur konur sem eru mögulega í erfiðri stöðu núna til að hafa samand. Síminn sé alltaf opinn og alltaf hægt að koma í viðtal án þess að koma í dvöl. „Ekki hika við að hafa samband. Síminn er opinn allan sólarhringinn og það getur verið nafnlaust. Það er hægt að fá ráðgjöf um það hvort þær séu í ofbeldissambandi og hvað sé hægt að gera. Það sama gildir um aðstandendur. Það er alltaf fyrsta skrefið að stíga út úr einangruninni. Mesta ofbeldið er oft í einangruninni, að þær eru algjörlega einangraðar frá sinni fjölskyldu og nærsamfélagi.“ Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kvennaathvarfið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Fjallað var um það í gær að fimmtán prósenta aukning væri í fjölda heimilisofbeldismála hjá lögreglunni. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra, segir ekki óeðlilegt að það sé sveifla í fjölda þeirra sem dvelji hjá þeim en síðustu mánuði hafi verið stöðug fjölgun. „Staðan í Kvennaathvarfinu hefur verið þung. Það hefur verið mikið að gera og flest herbergi fullsetin, og mikið af börnum. Það sem af er ári hafa 67 börn dvalið í kvennaathvarfinu. Venjulega eru þetta um 100 börn á ári þannig við erum strax komin vel yfir þetta meðaltal. Sorgleg þróun Linda segir alltaf erfitt að meta hvort það sé eitthvað í samfélagsgerðinni sem valdi auknu ofbeldi eða hvort viðbragðsaðilar séu að ná betur utan um það. „Auðvitað er þetta bara sorglegt, og erfitt að horfa upp á það að tölurnar virðist ekki vera að fara niður og alvarleiki ofbeldismála virðist vera að aukast. Þó svo að kerfið virðist vera að stíga fast til jarðar og það er verið að koma mjög mikið inn í þessum mál af ýmsum aðilum heldur þetta áfram, og heldur áfram að aukast, og það er áhyggjuefni.“ Hún segir konurnar sem leita til þeirra lýsa alvarlegra ofbeldi. „Við sjáum að ofbeldi almennt er að harðna, það er að verða alvarlegra. Konurnar tala meira um morðhótanir, kyrkingartak, mikil eltihrelling, mikið verið að fylgjast með þeim. Það eitt að stíga út úr ofbeldissambandi í dag er orðið mjög flókið í dag því ofbeldi heldur áfram í alvarlegri mynd í gegnum samfélagsmiðla og almenna eltihrellingu.“ Öllum stéttum og þjóðum Linda segir hópinn sem til þeirra leitar úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Það sé fjölgun í barnahópi en ekki annar rauður þráður í þeim hópi sem hafi til þeirra leitað á árinu. Misjafnt sé hvort börnin hafi verið beitt ofbeldi eða búið við það. „Við erum búnar að vera sýnilegar síðustu mánuði í fjáröflun og passað að minna alltaf á okkur þannig það hefur alltaf einhver áhrif en það er mín tilfinning að aukningin sé það stöðug núna að þetta sé meira en það.“ Linda hvetur konur sem eru mögulega í erfiðri stöðu núna til að hafa samand. Síminn sé alltaf opinn og alltaf hægt að koma í viðtal án þess að koma í dvöl. „Ekki hika við að hafa samband. Síminn er opinn allan sólarhringinn og það getur verið nafnlaust. Það er hægt að fá ráðgjöf um það hvort þær séu í ofbeldissambandi og hvað sé hægt að gera. Það sama gildir um aðstandendur. Það er alltaf fyrsta skrefið að stíga út úr einangruninni. Mesta ofbeldið er oft í einangruninni, að þær eru algjörlega einangraðar frá sinni fjölskyldu og nærsamfélagi.“
Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kvennaathvarfið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira