Málinu lokið með sátt: „Við erum mjög sáttar með niðurstöðuna“ Árni Sæberg skrifar 5. júní 2025 14:02 Edda Falak hefur vakið mikla athygli undanfarin ár, ekki síst fyrir Eigin konur þar sem hver konan á fætur annarri steig fram og sagði sögu sína. Vísir/Vilhelm Máli þeirra Fjólu Sigurðardóttur og Davíðs Goða Þorvarðarsonar á hendur Eddu Falak, vegna hlaðvarpsins Eigin kvenna, hefur verið lokið með dómsátt. Þau kröfðu Eddu um þrjátíu milljónir króna en lögmaður Eddu segir hana mjög sátta með niðurstöðuna. Greint var frá því í byrjun árs að deilur um hlaðvarpið Eigin konur, sem Edda hóf að framleiða ásamt Davíð Goða og Fjólu, væru komnar á dagskrá héraðsdóms. Davíð og Fjóla hefðu stefnt Eddu til greiðslu fyrir vinnu sína, sem þau hefðu ítrekað farið fram á en ekki fengið. Þá var haft eftir Sigurði Kára Kristjánssyni, lögmanni Davíðs og Fjólu, að reynt yrði að komast að samkomulagi um greiðslur áður en málið færi lengra. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu,“ sagði Fjóla um málið árið 2022, eftir að slitnað hafði upp úr samstarfi þeirra Davíðs við Eddu. Vildu þrjátíu milljónir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Eddu, sagði á sínum tíma að kröfur Davíðs og Fjólu á hendur Eddu hljóðuðu upp á þrjátíu milljónir króna. „Þær tekjur sem komu inn á samstarfstíma aðila voru samtals um 2,5 milljónir, eins og gögn bera glögglega með sér. Edda hefur frá upphafi verið tilbúin að greiða þeim stærstan hluta allrar þeirrar fjárhæðar en boð hennar hafa að mestu mætt þögninni og síðar auknum kröfum.“ Trúnaður um upphæðir Sigrún segir í samtali við Vísi að málinu hafi verið lokið með dómsátt við þau Fjólu og Davíð á föstudag í síðustu viku. Ríkisútvarpið hafði það fyrst eftir Sigurði Kára. Sigrún segir Edda sé mjög glöð að málinu sé nú endanlega lokið og að hún sé sátt við niðurstöðuna. „Trúnaður gildir um sáttina en ég get upplýst að við erum mjög sáttar með niðurstöðuna.“ Dómsmál Hlaðvörp Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Greint var frá því í byrjun árs að deilur um hlaðvarpið Eigin konur, sem Edda hóf að framleiða ásamt Davíð Goða og Fjólu, væru komnar á dagskrá héraðsdóms. Davíð og Fjóla hefðu stefnt Eddu til greiðslu fyrir vinnu sína, sem þau hefðu ítrekað farið fram á en ekki fengið. Þá var haft eftir Sigurði Kára Kristjánssyni, lögmanni Davíðs og Fjólu, að reynt yrði að komast að samkomulagi um greiðslur áður en málið færi lengra. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu,“ sagði Fjóla um málið árið 2022, eftir að slitnað hafði upp úr samstarfi þeirra Davíðs við Eddu. Vildu þrjátíu milljónir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Eddu, sagði á sínum tíma að kröfur Davíðs og Fjólu á hendur Eddu hljóðuðu upp á þrjátíu milljónir króna. „Þær tekjur sem komu inn á samstarfstíma aðila voru samtals um 2,5 milljónir, eins og gögn bera glögglega með sér. Edda hefur frá upphafi verið tilbúin að greiða þeim stærstan hluta allrar þeirrar fjárhæðar en boð hennar hafa að mestu mætt þögninni og síðar auknum kröfum.“ Trúnaður um upphæðir Sigrún segir í samtali við Vísi að málinu hafi verið lokið með dómsátt við þau Fjólu og Davíð á föstudag í síðustu viku. Ríkisútvarpið hafði það fyrst eftir Sigurði Kára. Sigrún segir Edda sé mjög glöð að málinu sé nú endanlega lokið og að hún sé sátt við niðurstöðuna. „Trúnaður gildir um sáttina en ég get upplýst að við erum mjög sáttar með niðurstöðuna.“
Dómsmál Hlaðvörp Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira