Forseti Como leyfir Inter ekki að tala við Fàbregas Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júní 2025 13:30 Inter fékk ekki leyfi til að tala við þjálfarann Cesc Fàbregas og forseti Como segir hann vera fagmann sem hafi ekki krafist neins. Marco Luzzani/Getty Images Forseti Como í ítölsku úrvalsdeildinni hafnaði beiðni Inter um að ræða við þjálfarann Cesc Fàbregas. Inter var búið að setja sig í samband við Fàbregas og eiga óformlegar viðræður við þjálfarann, yfirmaður hjá Inter flaug svo til Lundúna í gær í von um að hefja formlegar samningaviðræður en leyfi fékkst ekki fyrir því. „Við höfum greint forseta Inter skýrt frá afstöðu okkar, hann samþykkti hana af kurteisi og virðingu eins og búast mátti við hjá tveimur félögum sem virða hvort annað. Við lítum á orðrómana um þjálfara okkar sem ekkert annað uppspuna fjölmiðla og þykir mjög ólíklegt að eitthvað lið muni reyna að ræða við hann þegar okkar afstaða er skýr, sérstaklega klúbbur á við Inter“ sagði Mirwan Surwarso, forseti Como. Cesc Fabregas og forsetinn Mirwan Suwarso sátu saman sem gestir á ráðstefnu í Lundúnum í gær. Lorne Thomson/Redferns Enginn fararhugur í Fàbregas „Allan tímann sem orðrómarnir hafa verið á sveimi, hefur þjálfari okkar aldrei beðið um eða gefið í skyn að hann vildi fara. Hann hefur heldur ekki nýtt áhuga annarra liða til að krefjast hærri launa. Hann hefur alla tíð sýnt fagmennsku í starfi og virðingu við félagið. Við erum stolt af því að hafa mann eins og hann í stjórastólnum“ sagði forsetinn Surwarso einnig. Aðrir mögulegir arftakar Inzaghi Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Fàbregas var efstur á óskalista Inter sem arftaki hans en tveir aðrir koma nú til greina. Annars vegar Christian Chivu, fyrrum leikmaður félagsins sem hefur áður starfað sem þjálfari hjá unglingaliðum Inter og bjargaði Parma frá falli úr ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hins vegar Patrick Vieira, sem spilaði með Inter frá 2006-10 og stýrði Genoa á síðasta tímabili. Ítalski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Inter var búið að setja sig í samband við Fàbregas og eiga óformlegar viðræður við þjálfarann, yfirmaður hjá Inter flaug svo til Lundúna í gær í von um að hefja formlegar samningaviðræður en leyfi fékkst ekki fyrir því. „Við höfum greint forseta Inter skýrt frá afstöðu okkar, hann samþykkti hana af kurteisi og virðingu eins og búast mátti við hjá tveimur félögum sem virða hvort annað. Við lítum á orðrómana um þjálfara okkar sem ekkert annað uppspuna fjölmiðla og þykir mjög ólíklegt að eitthvað lið muni reyna að ræða við hann þegar okkar afstaða er skýr, sérstaklega klúbbur á við Inter“ sagði Mirwan Surwarso, forseti Como. Cesc Fabregas og forsetinn Mirwan Suwarso sátu saman sem gestir á ráðstefnu í Lundúnum í gær. Lorne Thomson/Redferns Enginn fararhugur í Fàbregas „Allan tímann sem orðrómarnir hafa verið á sveimi, hefur þjálfari okkar aldrei beðið um eða gefið í skyn að hann vildi fara. Hann hefur heldur ekki nýtt áhuga annarra liða til að krefjast hærri launa. Hann hefur alla tíð sýnt fagmennsku í starfi og virðingu við félagið. Við erum stolt af því að hafa mann eins og hann í stjórastólnum“ sagði forsetinn Surwarso einnig. Aðrir mögulegir arftakar Inzaghi Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Fàbregas var efstur á óskalista Inter sem arftaki hans en tveir aðrir koma nú til greina. Annars vegar Christian Chivu, fyrrum leikmaður félagsins sem hefur áður starfað sem þjálfari hjá unglingaliðum Inter og bjargaði Parma frá falli úr ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hins vegar Patrick Vieira, sem spilaði með Inter frá 2006-10 og stýrði Genoa á síðasta tímabili.
Ítalski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira