Í bann eftir að hafa montað sig af dólgslátum Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 16:33 Gabby Thomas stillir sér upp á mynd með aðdáendum á mótinu í Philadelphia um helgina. Hún fékk lítinn frið til að sinna aðdáendum vegna dólgsláta eins manns. Getty Veðmálasíða hefur sett viðskiptavin í bann eftir að hann elti hlaupkonuna Gabby Thomas á frjálsíþróttamóti og kallaði ítrekað að henni með móðgandi hætti. Maðurinn stærði sig af því á samfélagsmiðlum að hafa tekið Thomas á taugum með því að kalla á hana og þannig náð að tryggja sér sigur í veðmálum sem hann gerði hjá veðmálasíðunni FanDuel, um hver myndi vinna 100 metra hlaupið á Grand Slam Track móti í Philadelphia. Thomas, sem varð Ólympíumeistari í 200 metra hlaupi í fyrra, endaði í 4. sæti í hlaupinu um helgina en Melissa Jefferson-Wooden kom fyrst í mark, eins og maðurinn hafði veðjað á. Thomas skrifaði á Twitter: „Þessi fullorðni maður elti mig um hlaupabrautina þar sem ég var að taka myndir með og skrifa eiginhandaráritanir fyrir aðdáendur (aðallega börn), og hrópaði persónulegar móðganir. Það er viðbjóðslegt að veita honum vettvang á netinu.“ This grown man followed me around the track as I took pictures and signed autographs for fans (mostly children) shouting personal insults- anybody who enables him online is gross https://t.co/f9a6vPkX0v— Gabby Thomas (@itsgabbyt) June 2, 2025 FanDuel hefur nú sett manninn í bann eins og fyrr segir og kveðst fyrirtækið „fordæma af öllu afli móðgandi hegðun í garð íþróttafólks. Að ógna eða áreita íþróttafólk er óásættanlegt og á ekki heima í íþróttum. Þessi viðskiptavinur getur ekki lengur veðjað hjá FanDuel.“ Grand Slam Track er ný mótaröð hlaupagoðsagnarinnar Michael Johnson. Í tilkynningu frá mótaröðinni segir að málið verði rannsakað og unnið sé að því að finna út hver maðurinn sé sem áreitti Thomas, til að hægt sé að grípa til viðeigandi aðgerða. Svona hegðun sé viðbjóðsleg og algjörlega óviðunandi. CNN bendir á að þessar fréttir fylgi á eftir fleiri fréttum af áreitni í garð íþróttakvenna. Bent er á sænsku skíðagöngukonuna Fridu Karlsson en maður sem áreitti hana á sextán mánaða tímabili, meðal annars með því að hringja 207 sinnum, skilja eftir talskilaboð og textaskilaboð, nálgast hana og þar á meðal vera fyrir utan heimili hennar, var dæmdur til að greiða 40.000 sænskar krónur í sekt. Þá handtók lögreglan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum mann í febrúar sem hafði áreitt bresku tennisstjörnuna Emmu Raducanu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira
Maðurinn stærði sig af því á samfélagsmiðlum að hafa tekið Thomas á taugum með því að kalla á hana og þannig náð að tryggja sér sigur í veðmálum sem hann gerði hjá veðmálasíðunni FanDuel, um hver myndi vinna 100 metra hlaupið á Grand Slam Track móti í Philadelphia. Thomas, sem varð Ólympíumeistari í 200 metra hlaupi í fyrra, endaði í 4. sæti í hlaupinu um helgina en Melissa Jefferson-Wooden kom fyrst í mark, eins og maðurinn hafði veðjað á. Thomas skrifaði á Twitter: „Þessi fullorðni maður elti mig um hlaupabrautina þar sem ég var að taka myndir með og skrifa eiginhandaráritanir fyrir aðdáendur (aðallega börn), og hrópaði persónulegar móðganir. Það er viðbjóðslegt að veita honum vettvang á netinu.“ This grown man followed me around the track as I took pictures and signed autographs for fans (mostly children) shouting personal insults- anybody who enables him online is gross https://t.co/f9a6vPkX0v— Gabby Thomas (@itsgabbyt) June 2, 2025 FanDuel hefur nú sett manninn í bann eins og fyrr segir og kveðst fyrirtækið „fordæma af öllu afli móðgandi hegðun í garð íþróttafólks. Að ógna eða áreita íþróttafólk er óásættanlegt og á ekki heima í íþróttum. Þessi viðskiptavinur getur ekki lengur veðjað hjá FanDuel.“ Grand Slam Track er ný mótaröð hlaupagoðsagnarinnar Michael Johnson. Í tilkynningu frá mótaröðinni segir að málið verði rannsakað og unnið sé að því að finna út hver maðurinn sé sem áreitti Thomas, til að hægt sé að grípa til viðeigandi aðgerða. Svona hegðun sé viðbjóðsleg og algjörlega óviðunandi. CNN bendir á að þessar fréttir fylgi á eftir fleiri fréttum af áreitni í garð íþróttakvenna. Bent er á sænsku skíðagöngukonuna Fridu Karlsson en maður sem áreitti hana á sextán mánaða tímabili, meðal annars með því að hringja 207 sinnum, skilja eftir talskilaboð og textaskilaboð, nálgast hana og þar á meðal vera fyrir utan heimili hennar, var dæmdur til að greiða 40.000 sænskar krónur í sekt. Þá handtók lögreglan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum mann í febrúar sem hafði áreitt bresku tennisstjörnuna Emmu Raducanu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira