Setjum kraft í íslenskukennslu fullorðinna Anna Linda Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2025 15:02 Þegar horft er til íslenskunáms fullorðinna einstaklinga með fjölmenningarlegan bakgrunn er ljóst að úrbóta er þörf. Við getum horft til nágrannalanda okkar og skoðað hvernig staðið er að slíku námi og hvort ekki væri rétt að gera slíkt nám að skyldu fyrir fullorðna innflytjendur. Margt gott er gert og margt í boði en einhverra hluta vegna sitja margir hjá. Víða er unnið metnaðarfullt starf þegar kemur að íslenskukennslu fullorðinna einstaklinga en við þurfum að ná til allra. Margar gildar ástæður liggja fyrir því. Við tölum um inngildingu; að nýir þegnar verði virkir í okkar samfélagi. Þar þurfa athafnir að fylgja orðum og við verðum að huga að því að lögleiða íslenskunám innflytjenda þeim sjálfum og okkur öllum til heilla. Innflytjendur sinna til dæmis aðhlynningar- og eða þjónustörfum, oft án eða með lítilli íslenskukunnáttu. Það skapar mikið álag á bæði þá og skjólstæðinga þeirra. Einn mikilvægasti þátturinn í að verða virkur samfélagsþegn er að finna að þú sért hluti af samfélaginu. Finna að þú tilheyrir, að þú skiptir máli. Í þeim efnum er tungumálið veigamest því án þess er erfitt að fóta sig í nýju samfélagi. Ábyrgðin er okkar Við bjóðum nýja íbúa víðs vegar úr heiminum velkomna. Við fögnum fjölbreytileikanum en þessum nýju íbúum þarf að fylgja alla leið. Það er á okkar ábyrgð að nýir þegnar læri málið. Sjá til þess að hvatinn sé til staðar og íslenskunámið aðgengilegt. Þannig má koma í veg fyrir ýmsan vanda sem fylgir því að kunna ekki tungumálið. Það blasir við víða í samfélaginu að skortur á íslenskukunnáttu getur verið til vandræða og skapað óþarfa árekstra. Má þar m.a. nefna hjúkrunarheimilin, leigubíla, veitingastaði og hin ýmsu þjónustustörf. Það er ekki við neinn að sakast. Við verðum hins vegar að gera íslenskunámið aðgengilegra og mæta þessum fjölbreytta hópi. Þegar fólk flytur í nýtt land vill það tilheyra. Lykillinn að því er tungumálið, um það eru flestir sammála. Það eru ekki mörg ár frá því íslenska sem annað tungumál var gert að námgrein í grunnskólanum. Víðast var slíkri kennslu sinnt. Í dag fer þessi kennsla fram samkvæmt aðalnámskrá í íslensku þar sem hæfniviðmiðum greinarinnar er fylgt. Í grunnskólunum er unnið metnaðarfullt starf og margir sem koma að þeirra vinnu með það í huga að efla þjónustu við börn með fjölmenningarlegan bakgrunn. Fullorðna fólkið situr eftir Á hinn bóginn vantar stefnu og reglugerðir varðandi fullorðna fólkið. Á mörgum stöðum er boðið uppá metnaðarfulla kennslu fyrir þennan hóp og frábær námskeið eru í boði en alltof margir sækja engin námskeið. Fyrir því liggja vafalítið margar ástæður en þessu þurfum við að breyta. Lítil færni í íslensku fullorðinna skapar líka ýmsan vanda í grunnskólunum sem reyna af fremsta megni að vera styðjandi við nemendur og forráðamenn þeirra. Þessi mál þekki ég mjög vel. Ég starfa sem deildarstjóri Fjölmenningardeildar Vallaskóla á Selfossi og hef kennt íslensku sem annað tungumál til margra ára. Einnig hef ég um áratuga skeið kennt íslensku sem annað tungumál hjá Fræðsluneti Suðurlands og kynnst þar frábæru fólki, oft foreldrum minna skjólstæðinga í grunnskólanum. Ég þekki því þörfina úr mörgum áttum og veit að margir vildu hafa betra aðgengi að íslenskunámi, öflugri hvata og jafnvel pressu, ekki síst til að styðja betur við nám barna sinna. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að lögfesta íslenskukennslu fullorðins fólks. Tökum þetta alla leið. Það er ekki nóg að tala um inngildingu, sýnum hana í verki. Höfundur skipaði 5. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar horft er til íslenskunáms fullorðinna einstaklinga með fjölmenningarlegan bakgrunn er ljóst að úrbóta er þörf. Við getum horft til nágrannalanda okkar og skoðað hvernig staðið er að slíku námi og hvort ekki væri rétt að gera slíkt nám að skyldu fyrir fullorðna innflytjendur. Margt gott er gert og margt í boði en einhverra hluta vegna sitja margir hjá. Víða er unnið metnaðarfullt starf þegar kemur að íslenskukennslu fullorðinna einstaklinga en við þurfum að ná til allra. Margar gildar ástæður liggja fyrir því. Við tölum um inngildingu; að nýir þegnar verði virkir í okkar samfélagi. Þar þurfa athafnir að fylgja orðum og við verðum að huga að því að lögleiða íslenskunám innflytjenda þeim sjálfum og okkur öllum til heilla. Innflytjendur sinna til dæmis aðhlynningar- og eða þjónustörfum, oft án eða með lítilli íslenskukunnáttu. Það skapar mikið álag á bæði þá og skjólstæðinga þeirra. Einn mikilvægasti þátturinn í að verða virkur samfélagsþegn er að finna að þú sért hluti af samfélaginu. Finna að þú tilheyrir, að þú skiptir máli. Í þeim efnum er tungumálið veigamest því án þess er erfitt að fóta sig í nýju samfélagi. Ábyrgðin er okkar Við bjóðum nýja íbúa víðs vegar úr heiminum velkomna. Við fögnum fjölbreytileikanum en þessum nýju íbúum þarf að fylgja alla leið. Það er á okkar ábyrgð að nýir þegnar læri málið. Sjá til þess að hvatinn sé til staðar og íslenskunámið aðgengilegt. Þannig má koma í veg fyrir ýmsan vanda sem fylgir því að kunna ekki tungumálið. Það blasir við víða í samfélaginu að skortur á íslenskukunnáttu getur verið til vandræða og skapað óþarfa árekstra. Má þar m.a. nefna hjúkrunarheimilin, leigubíla, veitingastaði og hin ýmsu þjónustustörf. Það er ekki við neinn að sakast. Við verðum hins vegar að gera íslenskunámið aðgengilegra og mæta þessum fjölbreytta hópi. Þegar fólk flytur í nýtt land vill það tilheyra. Lykillinn að því er tungumálið, um það eru flestir sammála. Það eru ekki mörg ár frá því íslenska sem annað tungumál var gert að námgrein í grunnskólanum. Víðast var slíkri kennslu sinnt. Í dag fer þessi kennsla fram samkvæmt aðalnámskrá í íslensku þar sem hæfniviðmiðum greinarinnar er fylgt. Í grunnskólunum er unnið metnaðarfullt starf og margir sem koma að þeirra vinnu með það í huga að efla þjónustu við börn með fjölmenningarlegan bakgrunn. Fullorðna fólkið situr eftir Á hinn bóginn vantar stefnu og reglugerðir varðandi fullorðna fólkið. Á mörgum stöðum er boðið uppá metnaðarfulla kennslu fyrir þennan hóp og frábær námskeið eru í boði en alltof margir sækja engin námskeið. Fyrir því liggja vafalítið margar ástæður en þessu þurfum við að breyta. Lítil færni í íslensku fullorðinna skapar líka ýmsan vanda í grunnskólunum sem reyna af fremsta megni að vera styðjandi við nemendur og forráðamenn þeirra. Þessi mál þekki ég mjög vel. Ég starfa sem deildarstjóri Fjölmenningardeildar Vallaskóla á Selfossi og hef kennt íslensku sem annað tungumál til margra ára. Einnig hef ég um áratuga skeið kennt íslensku sem annað tungumál hjá Fræðsluneti Suðurlands og kynnst þar frábæru fólki, oft foreldrum minna skjólstæðinga í grunnskólanum. Ég þekki því þörfina úr mörgum áttum og veit að margir vildu hafa betra aðgengi að íslenskunámi, öflugri hvata og jafnvel pressu, ekki síst til að styðja betur við nám barna sinna. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að lögfesta íslenskukennslu fullorðins fólks. Tökum þetta alla leið. Það er ekki nóg að tala um inngildingu, sýnum hana í verki. Höfundur skipaði 5. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar