Inga Sæland segist vera allt of löt að hreyfa sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2025 20:03 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem ætlar að vera dugleg að hreyfa sig á næstunni í tengslum við átakið, „Hreyfing alla ævi” þar sem markmiðið er að hvetja eldra fólk um allt land að stunda reglulega hreyfingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra skellir sér í leikfimisfötin nokkrum sinnum í viku og drífur sig í leikfimi með eldra fólki en hún var að setja af stað átakið “Hreyfing alla ævi” þar sem markmiðið er að hvetja eldra fólk um allt land að stunda reglulega hreyfingu. Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Unnið er með stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktaræfingum, jafnvægisæfingu, minnisæfingum og svo er einnig aerobik. Eftir hvern tíma er svo slökun og teygjur. Inga Sæland mætir stundum í leikfimi hjá hópnum og þá reynir hún að taka á því eins og hún getur, svitnar og svitnar og nýtur þess að hreyfa sig eins og úthaldið leyfir hverju sinni. „Hér eru íþróttafélög út um alla borg, sem eru að bjóða okkur að vera ung að eilífu þannig að það er bara að drífa sig í skóna og hlaupagallann. Hér er dásamlegur félagsskapur, á eftir er kaffi og spjall. Þannig að það er ekki bara líkaminn, sem er nærður hér heldur líka andlega félagslega hliðin líka,” segir Inga. En ertu dugleg að hreyfa þig svona almennt? „Nei, nei, alls ekki, allt of löt. Það hreyfir sig engin fyrir okkur, við verðum bara að gera það sjálf. Það er ekki bara nóg að horfa á hina hvað þeir eru duglegir, komdu með,” segir Inga hlæjandi. Átakið, „Hreyfing allt ævi er" verkefni á vegum „Bjartur lífsstíll“ en þar er unnið markvisst að því að efla heilsu og vellíðan meðal eldri aldurshópa. Hér eru konurnar, sem stýra því. „Verkefnið okkar snýst um það að efla heilsu eldra fólks um allt land og sjá til þess að sveitarfélög séu með verkefni eins og þessi í öllum sveitarfélögum,” segir Margrét Regína Grétarsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍSÍ. Og Ásta Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara bætir við. „Takmarkið í raun og veru að þetta verði svona sjálfsagt í framtíðinni að fólk stundi svona leikfimi og hreyfingu fram eftir aldri til þess að auka lífsgæðin og vera sjálfstæðara lengur.” Ásta Sigurjónsdóttir (t.v.) verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara og Margrét Regína Grétarsdóttir verkefnisstjóri hjá ÍSÍ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þóra Kristín Runólfsdóttir, sem er 85 ára lætur ekkert stoppa sig þegar leikfimi er annars vegar. „Þetta er meiriháttar að vera hérna. Nú er ég að gera magaæfingar, geri aðrir betur, ég hef alveg hestaheilsu, sem betur fer,” segir Þóra. En hverju þakkar Þóra þessa góðu heilsu? „Mjólkinni þegar ég var í sveitinni og skyrinu og hafragrautnum.“ Þóra Kristín Runólfsdóttir 85 ára leikfimisdrottning en hún er frá Brekkum í Þykkvabæ en býr á höfuðborgarsvæðinu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingarnar eru fjölbreyttar hjá eldri borgurunum og allar skemmtilegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt upplýsingasvæði hefur verið opnað og á vefnum og er nú hægt að nálgast upplýsingar um hreyfingu og tómstundir fyrir 60 ára og eldri eftir sveitarfélögum vítt og breitt um landið Eldri borgarar Heilsa Flokkur fólksins Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Unnið er með stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktaræfingum, jafnvægisæfingu, minnisæfingum og svo er einnig aerobik. Eftir hvern tíma er svo slökun og teygjur. Inga Sæland mætir stundum í leikfimi hjá hópnum og þá reynir hún að taka á því eins og hún getur, svitnar og svitnar og nýtur þess að hreyfa sig eins og úthaldið leyfir hverju sinni. „Hér eru íþróttafélög út um alla borg, sem eru að bjóða okkur að vera ung að eilífu þannig að það er bara að drífa sig í skóna og hlaupagallann. Hér er dásamlegur félagsskapur, á eftir er kaffi og spjall. Þannig að það er ekki bara líkaminn, sem er nærður hér heldur líka andlega félagslega hliðin líka,” segir Inga. En ertu dugleg að hreyfa þig svona almennt? „Nei, nei, alls ekki, allt of löt. Það hreyfir sig engin fyrir okkur, við verðum bara að gera það sjálf. Það er ekki bara nóg að horfa á hina hvað þeir eru duglegir, komdu með,” segir Inga hlæjandi. Átakið, „Hreyfing allt ævi er" verkefni á vegum „Bjartur lífsstíll“ en þar er unnið markvisst að því að efla heilsu og vellíðan meðal eldri aldurshópa. Hér eru konurnar, sem stýra því. „Verkefnið okkar snýst um það að efla heilsu eldra fólks um allt land og sjá til þess að sveitarfélög séu með verkefni eins og þessi í öllum sveitarfélögum,” segir Margrét Regína Grétarsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍSÍ. Og Ásta Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara bætir við. „Takmarkið í raun og veru að þetta verði svona sjálfsagt í framtíðinni að fólk stundi svona leikfimi og hreyfingu fram eftir aldri til þess að auka lífsgæðin og vera sjálfstæðara lengur.” Ásta Sigurjónsdóttir (t.v.) verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara og Margrét Regína Grétarsdóttir verkefnisstjóri hjá ÍSÍ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þóra Kristín Runólfsdóttir, sem er 85 ára lætur ekkert stoppa sig þegar leikfimi er annars vegar. „Þetta er meiriháttar að vera hérna. Nú er ég að gera magaæfingar, geri aðrir betur, ég hef alveg hestaheilsu, sem betur fer,” segir Þóra. En hverju þakkar Þóra þessa góðu heilsu? „Mjólkinni þegar ég var í sveitinni og skyrinu og hafragrautnum.“ Þóra Kristín Runólfsdóttir 85 ára leikfimisdrottning en hún er frá Brekkum í Þykkvabæ en býr á höfuðborgarsvæðinu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingarnar eru fjölbreyttar hjá eldri borgurunum og allar skemmtilegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt upplýsingasvæði hefur verið opnað og á vefnum og er nú hægt að nálgast upplýsingar um hreyfingu og tómstundir fyrir 60 ára og eldri eftir sveitarfélögum vítt og breitt um landið
Eldri borgarar Heilsa Flokkur fólksins Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira