Börn verði að fá þau skilaboð að ofbeldi gegn þeim sé aldrei réttlætanlegt Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júní 2025 21:26 Elísabet vonar að niðurstöðurnar leiði til breytinga innan lögreglunnar. Vísir/Sigurjón Fá mál sem Barnavernd Reykjavíkur vísar til lögreglu, þar sem grunur leikur á alvarlegu ofbeldi gegn barni, leiða til ákæru. Þetta sýnir meistararannsókn Elísabetar Gunnarsdóttur, félagsráðgjafa og deildarstjóra hjá Barnavernd Reykjavíkur. Á sama tíma og ákærur eru fáar og fá mál eru send til lögreglu hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað jafnt og þétt úr 214 árið 2015 í 485 árið 2024. Elísabet skoðaði í rannsókn sinni alls 113 mál. „Þar lágu að baki 107 börn því málum sex barna hafði verið vísað í tvígang til lögreglu. Það voru 107 börn og það var gefin út ákæra í málum 22 barna af þeim 107 sem rannsóknin tók til,“ segir Elísabet. Tilkynningum hefur fjölgað verulega en málin eru alltaf fá sem enda hjá lögreglu. Málin sem enda hjá lögreglu eru því, hlutfallslega, afar fá. Elísabet segir það háð mati starfsmanns barnaverndar hvenær mál fara þangað og sú ákvörðun sé alltaf tekin með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Misjafnt var hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. Misjafnt er hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. „Í málum 64 barna var grunur um að það hefði verið slegið, lamið eða kýlt og það var algengasta tegund ofbeldisins sem var um ræða. í 34 tilfellum var grunur um að barn hefði verið slegið með einhverju, það var algengast að það hefði verið slegið með priki eða belti og í einu tilfelli var grunur um að barn hefði verið slegið með stálröri Misjafnt er eftir árum hversu mörgum málum var svo vísað til lögreglunnar. en í meirihluta tilfella var svo ekki gefin út ákæra, eða aðeins í 22 málum. Niðurstaða fyrir dómi var svo sú að tíu foreldrar hlutu dóm. Afdrif mála hjá lögreglunni. „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og sönnunarbyrðin er afskaplega þung, þannig ég held að það skýri það að hluta til.“ Fjallað var um ofbeldi gegn börnum á málþingi í HR sem skipulagt var í kringum rannsókn Elísabetar. Hún segir áríðandi að skilaboð samfélagsins til barna séu skýr. „Ég held að við verðum allavega að huga að því hvaða skilaboð við erum að gefa þessum börnum. Það verður að vanda vel til verka þegar kemur að þessum málaflokki. Um er að ræða börn sem hafa upplifað og orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og við verðum að passa að gefa þau skilaboð að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“ Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Háskólar Tengdar fréttir Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. 5. júní 2025 13:00 Hlutfall barna sem beitti foreldra eða skylda ofbeldi tvöfaldaðist Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um fimmtán prósent fyrstu mánuði ársins. Margar þeirra varða ofbeldi barna gegn foreldrum sínum eða ofbeldi foreldra gegn börnum sínum. Lögregla hefur verið í skráningarátaki en telur þó fjölgun umfram það. 4. júní 2025 19:03 Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og endurfrumsýning Brúðubílsins Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á fyrstu mánuðum ársins. Mest fjölgar um tilkynningar um ofbeldi sem tengist börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4. júní 2025 18:13 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Á sama tíma og ákærur eru fáar og fá mál eru send til lögreglu hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað jafnt og þétt úr 214 árið 2015 í 485 árið 2024. Elísabet skoðaði í rannsókn sinni alls 113 mál. „Þar lágu að baki 107 börn því málum sex barna hafði verið vísað í tvígang til lögreglu. Það voru 107 börn og það var gefin út ákæra í málum 22 barna af þeim 107 sem rannsóknin tók til,“ segir Elísabet. Tilkynningum hefur fjölgað verulega en málin eru alltaf fá sem enda hjá lögreglu. Málin sem enda hjá lögreglu eru því, hlutfallslega, afar fá. Elísabet segir það háð mati starfsmanns barnaverndar hvenær mál fara þangað og sú ákvörðun sé alltaf tekin með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Misjafnt var hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. Misjafnt er hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. „Í málum 64 barna var grunur um að það hefði verið slegið, lamið eða kýlt og það var algengasta tegund ofbeldisins sem var um ræða. í 34 tilfellum var grunur um að barn hefði verið slegið með einhverju, það var algengast að það hefði verið slegið með priki eða belti og í einu tilfelli var grunur um að barn hefði verið slegið með stálröri Misjafnt er eftir árum hversu mörgum málum var svo vísað til lögreglunnar. en í meirihluta tilfella var svo ekki gefin út ákæra, eða aðeins í 22 málum. Niðurstaða fyrir dómi var svo sú að tíu foreldrar hlutu dóm. Afdrif mála hjá lögreglunni. „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og sönnunarbyrðin er afskaplega þung, þannig ég held að það skýri það að hluta til.“ Fjallað var um ofbeldi gegn börnum á málþingi í HR sem skipulagt var í kringum rannsókn Elísabetar. Hún segir áríðandi að skilaboð samfélagsins til barna séu skýr. „Ég held að við verðum allavega að huga að því hvaða skilaboð við erum að gefa þessum börnum. Það verður að vanda vel til verka þegar kemur að þessum málaflokki. Um er að ræða börn sem hafa upplifað og orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og við verðum að passa að gefa þau skilaboð að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“
Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Háskólar Tengdar fréttir Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. 5. júní 2025 13:00 Hlutfall barna sem beitti foreldra eða skylda ofbeldi tvöfaldaðist Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um fimmtán prósent fyrstu mánuði ársins. Margar þeirra varða ofbeldi barna gegn foreldrum sínum eða ofbeldi foreldra gegn börnum sínum. Lögregla hefur verið í skráningarátaki en telur þó fjölgun umfram það. 4. júní 2025 19:03 Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og endurfrumsýning Brúðubílsins Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á fyrstu mánuðum ársins. Mest fjölgar um tilkynningar um ofbeldi sem tengist börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4. júní 2025 18:13 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. 5. júní 2025 13:00
Hlutfall barna sem beitti foreldra eða skylda ofbeldi tvöfaldaðist Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um fimmtán prósent fyrstu mánuði ársins. Margar þeirra varða ofbeldi barna gegn foreldrum sínum eða ofbeldi foreldra gegn börnum sínum. Lögregla hefur verið í skráningarátaki en telur þó fjölgun umfram það. 4. júní 2025 19:03
Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og endurfrumsýning Brúðubílsins Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á fyrstu mánuðum ársins. Mest fjölgar um tilkynningar um ofbeldi sem tengist börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4. júní 2025 18:13