Dómari í enska boltanum segist hata VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2025 19:48 Bobby Madley segir peningafólkið hafi vilja fá VAR en ekki leikmennirnir eða dómararnir. Getty/ Jacques Feeney Enski dómarinn Bobby Madley er ekki mikill aðdáandi myndbandsdómgæslu í fótbolta eins og kom vel fram þegar hann hélt á dögunum fyrirlestur á ráðstefnu um fótbolta. Madley er helst ósáttur með það að honum finnst Varsjáin taka tilfinningarnar úr leiknum. Madley dæmir í ensku neðri deildunum en er oft fjórði dómari í ensku úrvalsdeildinni. Hann dæmdi líka lengi í ensku úrvalsdeildinni. „Sem knattspyrnuáhugamaður þá hata ég VAR. Ég elska ensku b-deildina og ensku C-deildina og ég er ennþá mikill knattspyrnuáhugamaður,“ sagði Bobby Madley á ráðstefnunni en breska ríkisútvarpið segir frá. Það er enginn myndbandsdómgæsla í þeim deildum. „Ég elska það að þegar þú skorar mark, horfir á dómarann og aðstoðardómarann, og ef þeir gefa engin merki þá er þetta mark. Varsjáin tekur þessa tilfinningu í burtu. Fótboltinn er þannig íþrótt að hver stund á að gilda, Mark er skorað, dæmt gilt og ekkert meira,“ sagði Madley. „Myndbandsdómgæslan tekur tilfinningarnar úr boltanum þegar við þurftum að bíða og bíða eftir niðurstöðu. Sú bið er oft mjög löng og sem knattspyrnuáhugamaður þá er ég ekki hrifinn af þeirri reynslu,“ sagði Madley. Madley dæmdi 91 leik í ensku úrvalsdeildinni frá 2013 til 2018 en var rekinn úr deildinni eftir að það birtist myndband af honum gera grín að fötluðum einstaklingi. Myndbandið sendi hann vini sínum. Hann flutti til Noregs í framhaldinu og dæmdi í neðri deildum þar. Hann kom aftur til Englands í febrúar 2020 og fór síðan að dæma í neðri deildum enska boltans. Hann dæmdi einn leik í ensku úrvalsdeildinni á 2022-23 tímabilinu en engan leik á þessu tímabili. „Það er svo mikill peningur í fótboltanum i dag og þeir stjórna öllu. Öll mistök geta kostað fólk pening. Ég held að það hafi ekki verið margir knattspyrnuáhugamenn sem vildu endilega fá myndbandsdómgæslu inn í fótboltann,“ sagði Madley. „Leikmennirnir vildu það ekki og ekki dómararnir heldur. Fólkið sem rekur fótboltann, fólk sem veltir milljörðum, það vildi losna við þessi mistök dómaranna. Ég held samt að við séum flest kominn á þann stað að okkur finnist þetta vera eyðileggja fótboltann. Við höfum búið til skrímsli og ég sem dómari vissi alltaf að það væri von á því,“ sagði Madley. Enski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Madley er helst ósáttur með það að honum finnst Varsjáin taka tilfinningarnar úr leiknum. Madley dæmir í ensku neðri deildunum en er oft fjórði dómari í ensku úrvalsdeildinni. Hann dæmdi líka lengi í ensku úrvalsdeildinni. „Sem knattspyrnuáhugamaður þá hata ég VAR. Ég elska ensku b-deildina og ensku C-deildina og ég er ennþá mikill knattspyrnuáhugamaður,“ sagði Bobby Madley á ráðstefnunni en breska ríkisútvarpið segir frá. Það er enginn myndbandsdómgæsla í þeim deildum. „Ég elska það að þegar þú skorar mark, horfir á dómarann og aðstoðardómarann, og ef þeir gefa engin merki þá er þetta mark. Varsjáin tekur þessa tilfinningu í burtu. Fótboltinn er þannig íþrótt að hver stund á að gilda, Mark er skorað, dæmt gilt og ekkert meira,“ sagði Madley. „Myndbandsdómgæslan tekur tilfinningarnar úr boltanum þegar við þurftum að bíða og bíða eftir niðurstöðu. Sú bið er oft mjög löng og sem knattspyrnuáhugamaður þá er ég ekki hrifinn af þeirri reynslu,“ sagði Madley. Madley dæmdi 91 leik í ensku úrvalsdeildinni frá 2013 til 2018 en var rekinn úr deildinni eftir að það birtist myndband af honum gera grín að fötluðum einstaklingi. Myndbandið sendi hann vini sínum. Hann flutti til Noregs í framhaldinu og dæmdi í neðri deildum þar. Hann kom aftur til Englands í febrúar 2020 og fór síðan að dæma í neðri deildum enska boltans. Hann dæmdi einn leik í ensku úrvalsdeildinni á 2022-23 tímabilinu en engan leik á þessu tímabili. „Það er svo mikill peningur í fótboltanum i dag og þeir stjórna öllu. Öll mistök geta kostað fólk pening. Ég held að það hafi ekki verið margir knattspyrnuáhugamenn sem vildu endilega fá myndbandsdómgæslu inn í fótboltann,“ sagði Madley. „Leikmennirnir vildu það ekki og ekki dómararnir heldur. Fólkið sem rekur fótboltann, fólk sem veltir milljörðum, það vildi losna við þessi mistök dómaranna. Ég held samt að við séum flest kominn á þann stað að okkur finnist þetta vera eyðileggja fótboltann. Við höfum búið til skrímsli og ég sem dómari vissi alltaf að það væri von á því,“ sagði Madley.
Enski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira