Mál áfengisverslananna komin til ákærusviðs, aftur Árni Sæberg skrifar 6. júní 2025 14:36 Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi Rannsóknir á tveimur netverslunum með áfengi eru komnar aftur til ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa verið sendar aftur til rannsóknardeildar fyrir tveimur mánuðum. Málin hafa nú verið í rannsókn í hálfan áratug. Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs, segir í samtali við Vísi að málin séu komin aftur á borð sviðsins og að niðurstöðu ætti að vera að vænta á næstunni. Fimm ára eftir nokkra daga Vísir greindi frá því um miðjan apríl að málin hefðu verið send aftur til rannsóknar hjá lögreglu öðru hvoru megin við mánaðamótin febrúar/mars en málin fóru fyrst frá lögreglu á borð ákærusviðs í september í fyrra. Þann 13. júní í fyrra sagði Grímur Grímsson, alþingismaður og þáverandi yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, að rannsóknin væri á lokametrunum en að hún hefði ekki verið í forgangi. Þá hefðu liðið þrjú ár og 361 dagur frá því að ÁTVR kærði netverslanir til lögreglu. Því eru ekki nema örfáir dagar í að rannsóknin verði fimm ára. Sitthvað vantaði upp á Grímur sagði þegar málið fór frá rannsóknardeild til ákærusviðs að ljóst væri að grunur hefði verið uppi um refsiverða háttsemi, enda hefði lögregla ekki annars tekið málið til rannsóknar til að byrja með. Árni Bergur Sigurðsson, aðstoðarsaksóknari á ákærusviði, sagði í samtali við Vísi þegar málin voru send aftur til rannsóknar að það væri ákærandi sem tæki á endanum ákvörðun um hvort rannsókn og rannsóknargögn væru fullnægjandi til að hægt væri að taka ákvörðun um afdrif mála, svo sem útgáfu ákæru. Þannig gæti ákærandi mælt fyrir um frekari rannsóknaraðgerðir af hálfu lögreglu væri þess talin þörf. Í þessu tilviki hefði verið talið vanta upp á tiltekin atriði svo hægt væri að taka með fullnægjandi hætti ákvörðun á grundvelli laga um meðferð sakamála. Nú er málið komið til ákærusviðs á ný svo gera má ráð fyrir því að bætt hafi verið úr þeim tilteknu atriðum. Sem áður segir segir Hildur Sunna að niðurstöðu sé að vænta fljótlega. Netverslun með áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48 Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39 Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs, segir í samtali við Vísi að málin séu komin aftur á borð sviðsins og að niðurstöðu ætti að vera að vænta á næstunni. Fimm ára eftir nokkra daga Vísir greindi frá því um miðjan apríl að málin hefðu verið send aftur til rannsóknar hjá lögreglu öðru hvoru megin við mánaðamótin febrúar/mars en málin fóru fyrst frá lögreglu á borð ákærusviðs í september í fyrra. Þann 13. júní í fyrra sagði Grímur Grímsson, alþingismaður og þáverandi yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, að rannsóknin væri á lokametrunum en að hún hefði ekki verið í forgangi. Þá hefðu liðið þrjú ár og 361 dagur frá því að ÁTVR kærði netverslanir til lögreglu. Því eru ekki nema örfáir dagar í að rannsóknin verði fimm ára. Sitthvað vantaði upp á Grímur sagði þegar málið fór frá rannsóknardeild til ákærusviðs að ljóst væri að grunur hefði verið uppi um refsiverða háttsemi, enda hefði lögregla ekki annars tekið málið til rannsóknar til að byrja með. Árni Bergur Sigurðsson, aðstoðarsaksóknari á ákærusviði, sagði í samtali við Vísi þegar málin voru send aftur til rannsóknar að það væri ákærandi sem tæki á endanum ákvörðun um hvort rannsókn og rannsóknargögn væru fullnægjandi til að hægt væri að taka ákvörðun um afdrif mála, svo sem útgáfu ákæru. Þannig gæti ákærandi mælt fyrir um frekari rannsóknaraðgerðir af hálfu lögreglu væri þess talin þörf. Í þessu tilviki hefði verið talið vanta upp á tiltekin atriði svo hægt væri að taka með fullnægjandi hætti ákvörðun á grundvelli laga um meðferð sakamála. Nú er málið komið til ákærusviðs á ný svo gera má ráð fyrir því að bætt hafi verið úr þeim tilteknu atriðum. Sem áður segir segir Hildur Sunna að niðurstöðu sé að vænta fljótlega.
Netverslun með áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48 Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39 Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
„Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48
Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39
Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07