Lárus Orri fann ekki til með markverði Skota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 10:31 Cieran Slicker horfir á boltann í markinu sínu en íslensku landsliðsmennirnir Andri Lucas Guðjohnsen og Jón Dagur Þorsteinsson fagna. Getty/Andrew Milligan Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann Skota 3-1 í vináttulandsleik á Hampden Park í gærkvöldi en markvörður Skota átti hræðilegan dag í sínum fyrsta landsleik. Hinn 22 ára gamli Cieran Slicker kom óvænt inn á sem varamaður í upphafi leiks eftir að aðalmarkvörðurinn Angus Gunn meiddist. Slicker átti hræðilegt kvöld og fékk líka algjöra útreið í skoskum fjölmiðlum eftir leikinn. Mark á sig eftir aðeins 64 sekúndur Slicker var aðeins búinn að vera inn á vellinum í 64 sekúndur þegar Andri Lucas Guðjohnsen kom íslenska liðinu. Markvörðurinn átti þá lélega sendingu frá marki og íslensku strákarnir refsuðu. Hann fékk síðan á sig klaufalegt sjálfsmark og þriðja markið var laglegur flugskalli hjá Guðlaugi Victori Pálssyni en boltinn fór samt í gegnum hendurnar á Slicker. Klippa: „Hann er ekki klár í þetta verkefni“ Kjartan Atli Kjartansson gerði upp leikinn með sérfræðingum sínum, Lárusi Orra Sigurðssyni og Alberti Brynjari Ingasyni, og frammistaða Slicker var auðvitað tekin fyrir. „Sterkur sigur hjá íslenska landsliðinu en það er eitt sem markar þennan leik og það er þessi markmannsskipting í upphafi leiks,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna má segja að leikurinn hafi snúist strax í byrjun leiks. Cieran Slicker kemur inn á völlinn en finnið þið til með honum,“ spurði Kjartan. „Þú ert bara þannig manneskja“ „Nei, alls ekki. Ég get ekki sagt það,“ sagði Lárus Orri strax. „Þú ert bara þannig manneskja,“ skaut Albert þá aðeins á hann í léttum tón. „Hann er ekki klár í þetta verkefni. Hann fær á sig mark þarna strax og hann kemur inn á sem hjálpar honum alls ekki,“ sagði Lárus. „Við skoðuðum ferilinn hjá honum hingað til og samkvæmt því þá er hann bara ekki tilbúinn. Þetta var bara of stórt fyrir hann,“ sagði Lárus. Fundu bara sex leiki Kjartan sagði að þeir hefðu fundið sex skráða meistaraflokksleiki hjá Slicker á ferlinum. Hann hefur verið í akademíunni hjá Manchester City en er nú varamarkvörður hjá Ipswich Town. „Það að hann sé að spila landsleik segir eitthvað um þessa markvarðarstöðu hjá Skotum,“ sagði Kjartan. „Maður sá það á allir líkamstjáningu hans að eftir að hann fær þetta mark á sig í byrjun þá náði hann sér aldrei á strik. Hann var bara í vandræðum,“ sagði Lárus. Það má horfa á umfjöllunina um skoska markvörðinn hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Cieran Slicker kom óvænt inn á sem varamaður í upphafi leiks eftir að aðalmarkvörðurinn Angus Gunn meiddist. Slicker átti hræðilegt kvöld og fékk líka algjöra útreið í skoskum fjölmiðlum eftir leikinn. Mark á sig eftir aðeins 64 sekúndur Slicker var aðeins búinn að vera inn á vellinum í 64 sekúndur þegar Andri Lucas Guðjohnsen kom íslenska liðinu. Markvörðurinn átti þá lélega sendingu frá marki og íslensku strákarnir refsuðu. Hann fékk síðan á sig klaufalegt sjálfsmark og þriðja markið var laglegur flugskalli hjá Guðlaugi Victori Pálssyni en boltinn fór samt í gegnum hendurnar á Slicker. Klippa: „Hann er ekki klár í þetta verkefni“ Kjartan Atli Kjartansson gerði upp leikinn með sérfræðingum sínum, Lárusi Orra Sigurðssyni og Alberti Brynjari Ingasyni, og frammistaða Slicker var auðvitað tekin fyrir. „Sterkur sigur hjá íslenska landsliðinu en það er eitt sem markar þennan leik og það er þessi markmannsskipting í upphafi leiks,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna má segja að leikurinn hafi snúist strax í byrjun leiks. Cieran Slicker kemur inn á völlinn en finnið þið til með honum,“ spurði Kjartan. „Þú ert bara þannig manneskja“ „Nei, alls ekki. Ég get ekki sagt það,“ sagði Lárus Orri strax. „Þú ert bara þannig manneskja,“ skaut Albert þá aðeins á hann í léttum tón. „Hann er ekki klár í þetta verkefni. Hann fær á sig mark þarna strax og hann kemur inn á sem hjálpar honum alls ekki,“ sagði Lárus. „Við skoðuðum ferilinn hjá honum hingað til og samkvæmt því þá er hann bara ekki tilbúinn. Þetta var bara of stórt fyrir hann,“ sagði Lárus. Fundu bara sex leiki Kjartan sagði að þeir hefðu fundið sex skráða meistaraflokksleiki hjá Slicker á ferlinum. Hann hefur verið í akademíunni hjá Manchester City en er nú varamarkvörður hjá Ipswich Town. „Það að hann sé að spila landsleik segir eitthvað um þessa markvarðarstöðu hjá Skotum,“ sagði Kjartan. „Maður sá það á allir líkamstjáningu hans að eftir að hann fær þetta mark á sig í byrjun þá náði hann sér aldrei á strik. Hann var bara í vandræðum,“ sagði Lárus. Það má horfa á umfjöllunina um skoska markvörðinn hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira