Ummæli Kolbrúnar blaut tuska í andlit ungmenna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júní 2025 14:34 Ummæli Kolbrúnar hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stjórnarandstöðunni og ungmennum landsins. Vísir/Samsett Annar framhaldsskólanemi sem veitti umsögn fyrir menntamálanefnd á frumvarpi um grunnskólamat sem samþykkt var í gær segir ummæli Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur blauta tusku í andlit ungs fólks sem vilji taka þátt í lýðræðislegri umræðu. Vísir greindi frá því að við atkvæðagreiðslu á lögum um námsmat grunnskóla í gær hafi Kolbrún, sem mælti fyrir málinu á sínum tíma, látið þess svo getið að nefndarstörf hafi gengið vel ef frá væri talin tilraun minnihlutans til að fá handbendi sín fyrir nefndina. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sér velja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina,“ sagði Kolbrún. Kolbrún uppskar mikið kurr í þingsalnum með þessum ummælum og hafa þingmenn stjórnarsandstöðunnar gagnrýnt hana harðlega fyrir þau. Í hópi þessara fjögurra menntaskólanema, „handbenda minnihlutans,“ eins og Kolbrún kýs að kalla þau, eru Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf fráfarandi inspector scholae og Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir. Þær segja farir sínar ekki sléttar og að þær verðskuldi afsökunarbeiðni frá stjórnarþingmanninum. „Ég er alls ekki sátt. Að háttvirtir meðlimir Alþingis láti svona orð falla í þingsal. Þau áttu kannski að vera særandi fyrir Snorra Másson og flokkinn hans en ásakanirnar lenda á okkur saklausum,“ sagði Diljá í samtali við fréttastofu. Ummælin niðrandi og lítilsvirðandi Pétur Orri Pétursson, nýstúdent frá Verslunarskólanum, segir ummæli Kolbrúnar til marks um áhuga- og virðingarleysi hennar í garð ungs fólks. Hann skrifaði skoðanagrein á Vísi dag. „Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt. Að halda því fram að við séum bara einhvers konar „peð“ í höndum Snorra Mássonar eða Jóns Péturs Zimsen er í besta falli hlægilegt,“ segir hann. Hann segir augljósar glufur í frumvarpinu sem samþykkt var í gær sem gild ástæða er fyrir að hafa áhyggjur af. Fjórmenningarnir hafi vonast eftir samtali við allsherjar- og menntamálanefnd til að koma áhyggjum sínum á framfæri. „En það er sárt að segja það: því miður hef ég enga trú á því að Kolbrún Baldursdóttir og félagar hafi minnsta áhuga á því að hlusta á rödd okkar ungmennanna. En áhugaleysið er ekki nóg, hún ákvað að lítilsvirða sjónarmið okkar og afskrifa þau án þess að vita nokkuð um okkur eða hvað fyrir okkur vekti,“ segir Pétur. Dræmar undantektir Hann segist vona að Kolbrún Baldursdóttir sjái sóma sinn í að biðja ungmennin afsökunar á ummælum sínum. „Við, ungt fólk í þessu landi, eigum að geta tekið þátt í þjóðfélagsumræðunni og komið sjónarmiðum okkar á framfæri, án þess að vera dregin í svaðið af alþingismönnum með lítilsvirðandi hætti,“ segir Pétur Orri Pétursson nýstúdent. Kolbrún Baldursdóttir birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún brást við fréttaflutningi Vísis af ummælum sínum. Þar segist hún ekki hafa getað á sér setið eftir ræðu Vilhjálms Árnasonar um samráð nefndarinnar með ungmennum. Færslan hefur fengið heldur dræmar undirtektir en sem stendur hefur þrem líkað við hana, tveir brugðist við með reiðum kalli og þrjár athugasemdar hafa verið gerðar við hana sem láta allar í ljós neikvæða skoðun. Alþingi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kolbrún segir gesti nefndarinnar handbendi minnihlutans Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var meðal þeirra sem tók til máls í atkvæðagreiðslu um grunnskólanámsmat. Tillagan var samþykkt. En Kolbrún bauð hins vegar upp á ásakanir í tengslum við vinnu í allsherjar- og menntamálanefnd sem hleypti öllu í bál og brand. 6. júní 2025 14:03 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Sjá meira
Vísir greindi frá því að við atkvæðagreiðslu á lögum um námsmat grunnskóla í gær hafi Kolbrún, sem mælti fyrir málinu á sínum tíma, látið þess svo getið að nefndarstörf hafi gengið vel ef frá væri talin tilraun minnihlutans til að fá handbendi sín fyrir nefndina. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sér velja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina,“ sagði Kolbrún. Kolbrún uppskar mikið kurr í þingsalnum með þessum ummælum og hafa þingmenn stjórnarsandstöðunnar gagnrýnt hana harðlega fyrir þau. Í hópi þessara fjögurra menntaskólanema, „handbenda minnihlutans,“ eins og Kolbrún kýs að kalla þau, eru Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf fráfarandi inspector scholae og Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir. Þær segja farir sínar ekki sléttar og að þær verðskuldi afsökunarbeiðni frá stjórnarþingmanninum. „Ég er alls ekki sátt. Að háttvirtir meðlimir Alþingis láti svona orð falla í þingsal. Þau áttu kannski að vera særandi fyrir Snorra Másson og flokkinn hans en ásakanirnar lenda á okkur saklausum,“ sagði Diljá í samtali við fréttastofu. Ummælin niðrandi og lítilsvirðandi Pétur Orri Pétursson, nýstúdent frá Verslunarskólanum, segir ummæli Kolbrúnar til marks um áhuga- og virðingarleysi hennar í garð ungs fólks. Hann skrifaði skoðanagrein á Vísi dag. „Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt. Að halda því fram að við séum bara einhvers konar „peð“ í höndum Snorra Mássonar eða Jóns Péturs Zimsen er í besta falli hlægilegt,“ segir hann. Hann segir augljósar glufur í frumvarpinu sem samþykkt var í gær sem gild ástæða er fyrir að hafa áhyggjur af. Fjórmenningarnir hafi vonast eftir samtali við allsherjar- og menntamálanefnd til að koma áhyggjum sínum á framfæri. „En það er sárt að segja það: því miður hef ég enga trú á því að Kolbrún Baldursdóttir og félagar hafi minnsta áhuga á því að hlusta á rödd okkar ungmennanna. En áhugaleysið er ekki nóg, hún ákvað að lítilsvirða sjónarmið okkar og afskrifa þau án þess að vita nokkuð um okkur eða hvað fyrir okkur vekti,“ segir Pétur. Dræmar undantektir Hann segist vona að Kolbrún Baldursdóttir sjái sóma sinn í að biðja ungmennin afsökunar á ummælum sínum. „Við, ungt fólk í þessu landi, eigum að geta tekið þátt í þjóðfélagsumræðunni og komið sjónarmiðum okkar á framfæri, án þess að vera dregin í svaðið af alþingismönnum með lítilsvirðandi hætti,“ segir Pétur Orri Pétursson nýstúdent. Kolbrún Baldursdóttir birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún brást við fréttaflutningi Vísis af ummælum sínum. Þar segist hún ekki hafa getað á sér setið eftir ræðu Vilhjálms Árnasonar um samráð nefndarinnar með ungmennum. Færslan hefur fengið heldur dræmar undirtektir en sem stendur hefur þrem líkað við hana, tveir brugðist við með reiðum kalli og þrjár athugasemdar hafa verið gerðar við hana sem láta allar í ljós neikvæða skoðun.
Alþingi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kolbrún segir gesti nefndarinnar handbendi minnihlutans Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var meðal þeirra sem tók til máls í atkvæðagreiðslu um grunnskólanámsmat. Tillagan var samþykkt. En Kolbrún bauð hins vegar upp á ásakanir í tengslum við vinnu í allsherjar- og menntamálanefnd sem hleypti öllu í bál og brand. 6. júní 2025 14:03 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Sjá meira
Kolbrún segir gesti nefndarinnar handbendi minnihlutans Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var meðal þeirra sem tók til máls í atkvæðagreiðslu um grunnskólanámsmat. Tillagan var samþykkt. En Kolbrún bauð hins vegar upp á ásakanir í tengslum við vinnu í allsherjar- og menntamálanefnd sem hleypti öllu í bál og brand. 6. júní 2025 14:03