Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2025 09:00 Heimir Hallgrímsson hefur fengið sinn skammt af gagnrýni frá írskum knattspyrnuspekingum en er nú farinn að vinna þá á sitt band. Getty/Stephen McCarthy Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. Dunphy, sem nú er þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, fór ekki í felur með það að hann væri ekki hrifinn af ráðningu Heimis síðasta sumar. Í pistli sem birtist í september á síðasta ári spyr Dunphy hvort írska knattspyrnusambandið hafi virkilega beðið í sjö mánuði eftir náunga eins og Heimi og segist vera forviða, sár og svekktur og að honum hafi boðið við ráðningunni. Í umræddum pistli segist hann, á sinni 79 ára löngu ævi, aldrei hafa séð hlutina jafn slæma og þá. Þá bætti hann einnig við: „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn,“ og vitnaði þar með í spurningu úr The Star, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. „Það besta sem ég hef séð í mjög langan tíma“ Nú er hljóðið hins vegar annað í Dunphy. Í stuttum pistli sem birtist á Irish Mirror á föstudaginn eys þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands lofi yfir Heimi. „Írar voru frábærir í kvöld,“ ritaði Dunphy eftir jafntefli Íra gegn Senegal í vináttuleik á föstudaginn. „Nú þegar ég horfi á undankeppnisleikina fyrir HM skelf ég ekki af ótta. Ungverjar voru einu sinni frábær knattspyrnuþjóð, en það var árið 1954. Þeir eru ömurlegir núna, en við erum að verða betri,“ bætti Dunphy við, en Írar mæta Ungverjum í undankeppni HM í september. „Þetta var frábær frammistaða hjá Írum - sú besta sem ég hef séð í mjög langan tíma.“ „Ástríðufullir, orkumiklir og öflugir. Þetta var frammistaða sem lét mig horfa á Heimi Hallgrímssom í nýju ljósi, mann sem ég hef áður verið óhræddur við að gagnrýna.“ Írar eru taplausir í síðustu þremur leikjum undir stjórn Heimis.David Fitzgerald/Sportsfile via Getty Images „Þegar hann mætti til starfa á síðasta ári talaði hann um að gera Írland að liði sem er erfitt að vinna. Í þessum leik mátti sjá sönnun þess að hugmyndir þjálfarans voru farnar að skila sér inn á völlinn.“ „Við skulum hrósa mönnum þegar þeir eiga það skilið. Það var erfitt að spila á móti Írlandi í kvöld. Það var líka auðvelt að horfa á liðið og auðvelt að líka við þá. Liðið sýndi frammistöðu sem minnti okkur á allt það sem við erum stolt af sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Dunphy að lokum. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Dunphy, sem nú er þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, fór ekki í felur með það að hann væri ekki hrifinn af ráðningu Heimis síðasta sumar. Í pistli sem birtist í september á síðasta ári spyr Dunphy hvort írska knattspyrnusambandið hafi virkilega beðið í sjö mánuði eftir náunga eins og Heimi og segist vera forviða, sár og svekktur og að honum hafi boðið við ráðningunni. Í umræddum pistli segist hann, á sinni 79 ára löngu ævi, aldrei hafa séð hlutina jafn slæma og þá. Þá bætti hann einnig við: „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn,“ og vitnaði þar með í spurningu úr The Star, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. „Það besta sem ég hef séð í mjög langan tíma“ Nú er hljóðið hins vegar annað í Dunphy. Í stuttum pistli sem birtist á Irish Mirror á föstudaginn eys þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands lofi yfir Heimi. „Írar voru frábærir í kvöld,“ ritaði Dunphy eftir jafntefli Íra gegn Senegal í vináttuleik á föstudaginn. „Nú þegar ég horfi á undankeppnisleikina fyrir HM skelf ég ekki af ótta. Ungverjar voru einu sinni frábær knattspyrnuþjóð, en það var árið 1954. Þeir eru ömurlegir núna, en við erum að verða betri,“ bætti Dunphy við, en Írar mæta Ungverjum í undankeppni HM í september. „Þetta var frábær frammistaða hjá Írum - sú besta sem ég hef séð í mjög langan tíma.“ „Ástríðufullir, orkumiklir og öflugir. Þetta var frammistaða sem lét mig horfa á Heimi Hallgrímssom í nýju ljósi, mann sem ég hef áður verið óhræddur við að gagnrýna.“ Írar eru taplausir í síðustu þremur leikjum undir stjórn Heimis.David Fitzgerald/Sportsfile via Getty Images „Þegar hann mætti til starfa á síðasta ári talaði hann um að gera Írland að liði sem er erfitt að vinna. Í þessum leik mátti sjá sönnun þess að hugmyndir þjálfarans voru farnar að skila sér inn á völlinn.“ „Við skulum hrósa mönnum þegar þeir eiga það skilið. Það var erfitt að spila á móti Írlandi í kvöld. Það var líka auðvelt að horfa á liðið og auðvelt að líka við þá. Liðið sýndi frammistöðu sem minnti okkur á allt það sem við erum stolt af sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Dunphy að lokum.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira