Tók 12 ár að breyta reglum um bætur vegna seinkun flugferða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. júní 2025 23:39 Meðal þeirra sem voru óánægðir með ákvörðunina voru Airlines for Europe sem eru meðal annars fulltrúar EasyJet EPA Aðildarríki Evrópusambandsins hafa ákveðið að lengja tímann sem seinka megi flugferðum þar til farþegar eigi rétt á bótum. Ákvörðunin tók tólf ár. Gildandi reglur segja að flugferð þurfi að tefjast um meira en þrjár klukkustundir þar til þeir geta krafist bóta vegna seinkunarinnar. Nýju reglurnar segja hins vegar að farþegar sem eru á leið í stutt flug þurfi að bíða í fjórar klukkustundir en farþegar á leið í löng flug í sex. Hins vegar var tekin ákvörðun um að hækka einnig bætur ferðalanga sem lenda í töfunum. Nú ættu þeir sem eru á leið í stutt flug að fá 250 til þrjú hundruð evrur, eða um 36 til 43 þúsund krónur. Þeir á leið í lengri flug eru ekki eins heppnir og lækka bætur þeirra úr sex hundruð í fimm hundruð evrur, eða úr rúmum 86 þúsund krónum í um 72 þúsund krónur. Endurskoðun reglnanna hefur tekið tólf ár, en þetta var fyrst tekið fyrir af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2013. Þrátt fyrir að aðildarríkin hafi náð samkomulagi á reglugerðin enn eftir að fara fyrir Evrópuþingið áður en þær verða að lögum. Skiptar skoðanir eru á þessum breytingum samkvæmt umfjöllun The Guardian. Evrópsku neytendasamtökin sögðu að meirihluti farþega myndi missa rétt sinn til bóta á meðan viðskiptasamtökin Airlines for Europe fordæmdu breytingarnar þar sem þau vildu að tafir gætu verið enn lengri áður en farþeginn á rétt á bótum. Airlines for Europe eru fulltrúar meðal annars Ryanair, EasyJet og Lufthansa. „Í stað þess að leyfa tafir upp að fimm og níu klukkustundum sem myndi spara allt að sjötíu prósentum af aflýstum flugum sem hægt væri að koma af stað, hafa aðildarríkin þynnt út upprunalegu tillögu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins og gert þær enn flóknari,“ sagði Ourania Georgoutsakou, framkvæmdastjóri Airlines for Europe. Evrópusambandið Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Gildandi reglur segja að flugferð þurfi að tefjast um meira en þrjár klukkustundir þar til þeir geta krafist bóta vegna seinkunarinnar. Nýju reglurnar segja hins vegar að farþegar sem eru á leið í stutt flug þurfi að bíða í fjórar klukkustundir en farþegar á leið í löng flug í sex. Hins vegar var tekin ákvörðun um að hækka einnig bætur ferðalanga sem lenda í töfunum. Nú ættu þeir sem eru á leið í stutt flug að fá 250 til þrjú hundruð evrur, eða um 36 til 43 þúsund krónur. Þeir á leið í lengri flug eru ekki eins heppnir og lækka bætur þeirra úr sex hundruð í fimm hundruð evrur, eða úr rúmum 86 þúsund krónum í um 72 þúsund krónur. Endurskoðun reglnanna hefur tekið tólf ár, en þetta var fyrst tekið fyrir af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2013. Þrátt fyrir að aðildarríkin hafi náð samkomulagi á reglugerðin enn eftir að fara fyrir Evrópuþingið áður en þær verða að lögum. Skiptar skoðanir eru á þessum breytingum samkvæmt umfjöllun The Guardian. Evrópsku neytendasamtökin sögðu að meirihluti farþega myndi missa rétt sinn til bóta á meðan viðskiptasamtökin Airlines for Europe fordæmdu breytingarnar þar sem þau vildu að tafir gætu verið enn lengri áður en farþeginn á rétt á bótum. Airlines for Europe eru fulltrúar meðal annars Ryanair, EasyJet og Lufthansa. „Í stað þess að leyfa tafir upp að fimm og níu klukkustundum sem myndi spara allt að sjötíu prósentum af aflýstum flugum sem hægt væri að koma af stað, hafa aðildarríkin þynnt út upprunalegu tillögu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins og gert þær enn flóknari,“ sagði Ourania Georgoutsakou, framkvæmdastjóri Airlines for Europe.
Evrópusambandið Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira