Þrír reyndu að komast undan lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2025 07:30 Svo virðist sem lögregluþjónar hafi verið uppteknir í nótt og eru fjölmörg mál skráð í kerfi lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Meðal annars reyndu þrír ökumenn í mismunandi ásigkomulagi að reyna að komast undan lögregluþjónum. Þá var einn vopnaður maður sem reyndi að komast undan á hlaupum, svo eitthvað sé nefnt. Alls voru 99 mál bókuð í kerfi lögreglu frá fimm seinni partinn í gær til fimm í morgun og gistu átta í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Þegar lögregluþjónar reyndu að stöðva ökumann reyndi sá að komast undan á akstri. Það tókst honum ekki og þá reyndi hann að hlaupa á brott en var samkvæmt dagbók lögreglu hlaupinn uppi og handsamaður. Maðurinn var með fíkniefni og peninga og er grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna. Þá var hann einnig vopnaður hnífi og verður kærður fyrir það. Þá reyndi annar ökumaður að komast undan lögregluþjónum og ók sá á ofsahraða og braut fjölda umferðarlaga áður en hann náðist og gafst upp. Hann reyndist bæði án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna en hann var einnig með fíkniefni á sér. Í enn einu tilfellinu fékk lögreglan ábendingu um ökumann sem virtist mjög ölvaður og var búinn að „aka utan í ýmislegt á leið sinni áleiðis um hverfið,“ eins og segir í dagbók lögreglu. Hann neitaði að stöðva bílinn þegar lögregluþjóna bar að garði og reyndi að komast undan. Það tókst ekki og þá reyndi hann að komast undan á tveimur jafnfljótum. Hann var þó ekki nægilega fljótur og var hlaupinni uppi og handtekinn. Tveir aðrir vopnaðir Þá var lögregla kölluð til þar sem maður hafði skemmt hurð við að reyna að komast inn í hús. Þegar lögregluþjóna bar að garði og þeir ræddu við manninn kom í ljós að hann var vopnaður. Annað slíkt mál kom upp á svæði Lögreglustöðvar 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur, auk Seltjarnarness, en þá hafði maður verið á skemmtistað að tala um að hann væri vopnaður. Þegar lögregluþjóna bar að garði reyndi hann að hlaupa á brott. Eins og virðist eiga við flesta, tókst manninum það þó ekki, og reyndist hann raunverulega vopnaður og var handtekinn. Ekið á gangandi vegfaranda Meðal annarra mála á borði lögreglu má nefna að ekið var á gangandi vegfaranda en meiðsli voru talin minniháttar. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir án réttinda og/eða undir áhrifum. fíkniefna og/eða áfengis. Maður sem var að áreita íbúa húss á svæði Lögreglustöðvar 4, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, braut rúðu í húsinu. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa. Einn var handtekinn fyrir að trufla störf lögreglu í miðbæ Reykjavíkur. Hann hlýddi ekki ítrekuðum fyrirmælum um að hætta. Þá var tilkynnt um þjófnaði í nokkrum verslunum. Enginn var handtekinn og málin leyst með vettvangsskýrslu. Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Alls voru 99 mál bókuð í kerfi lögreglu frá fimm seinni partinn í gær til fimm í morgun og gistu átta í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Þegar lögregluþjónar reyndu að stöðva ökumann reyndi sá að komast undan á akstri. Það tókst honum ekki og þá reyndi hann að hlaupa á brott en var samkvæmt dagbók lögreglu hlaupinn uppi og handsamaður. Maðurinn var með fíkniefni og peninga og er grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna. Þá var hann einnig vopnaður hnífi og verður kærður fyrir það. Þá reyndi annar ökumaður að komast undan lögregluþjónum og ók sá á ofsahraða og braut fjölda umferðarlaga áður en hann náðist og gafst upp. Hann reyndist bæði án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna en hann var einnig með fíkniefni á sér. Í enn einu tilfellinu fékk lögreglan ábendingu um ökumann sem virtist mjög ölvaður og var búinn að „aka utan í ýmislegt á leið sinni áleiðis um hverfið,“ eins og segir í dagbók lögreglu. Hann neitaði að stöðva bílinn þegar lögregluþjóna bar að garði og reyndi að komast undan. Það tókst ekki og þá reyndi hann að komast undan á tveimur jafnfljótum. Hann var þó ekki nægilega fljótur og var hlaupinni uppi og handtekinn. Tveir aðrir vopnaðir Þá var lögregla kölluð til þar sem maður hafði skemmt hurð við að reyna að komast inn í hús. Þegar lögregluþjóna bar að garði og þeir ræddu við manninn kom í ljós að hann var vopnaður. Annað slíkt mál kom upp á svæði Lögreglustöðvar 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur, auk Seltjarnarness, en þá hafði maður verið á skemmtistað að tala um að hann væri vopnaður. Þegar lögregluþjóna bar að garði reyndi hann að hlaupa á brott. Eins og virðist eiga við flesta, tókst manninum það þó ekki, og reyndist hann raunverulega vopnaður og var handtekinn. Ekið á gangandi vegfaranda Meðal annarra mála á borði lögreglu má nefna að ekið var á gangandi vegfaranda en meiðsli voru talin minniháttar. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir án réttinda og/eða undir áhrifum. fíkniefna og/eða áfengis. Maður sem var að áreita íbúa húss á svæði Lögreglustöðvar 4, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, braut rúðu í húsinu. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa. Einn var handtekinn fyrir að trufla störf lögreglu í miðbæ Reykjavíkur. Hann hlýddi ekki ítrekuðum fyrirmælum um að hætta. Þá var tilkynnt um þjófnaði í nokkrum verslunum. Enginn var handtekinn og málin leyst með vettvangsskýrslu.
Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira