„Ég myndi spila fótbrotinn fyrir landsliðið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 10:31 Ronaldo gaf „allt“ sem hann átti. Alexander Hassenstein/Getty Images Cristiano Ronaldo grét gleðitárum þegar Portúgal vann Þjóðadeildina í gærkvöldi og sagði tilfinningarnar sem fylgja því að vinna með landsliðinu mun meiri og betri en með félagsliði. Þá sagðist Ronaldo einnig hafa verið að glíma við meiðsli, en harkað þau af sér fyrir þjóðina. „Ég fann fyrir þeim í upphitun og var búinn að finna fyrir þeim í svolítinn tíma, en ég myndi spila fótbrotinn fyrir landsliðið. Þetta var leikur upp á titil, ég þurfti að spila og gefa allt í þetta“ sagði Ronaldo sem skoraði 2-2 jöfnunarmark Portúgal en fór út af tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. „Þetta var fyrir þjóðina. Við erum smá þjóð, en stórhuga. Við sækjumst alltaf eftir árangri. Nú er tími til að hvíla sig, ég var meiddur og gaf allt sem ég átti, allt“ sagði Ronaldo einnig. Leikurinn fór svo í framlengingu og vítaspyrnukeppni án hans en liðsfélagarnir tryggðu titilinn með 5-3 sigri í vítaspyrnukeppni. Þetta er þriðji titillinn sem Portúgal hefur unnið á eftir EM 2016 og Þjóðadeildinni 2019. Ronaldo grét af gleði þegar Portúgal vann Þjóðadeildina. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Ronaldo hefur sjálfur unnið töluvert fleiri titla með sínum félagsliðum en segir sætara að fagna sigri með samlöndum. „Börnin og konan eru hér með mér, bróðir minn og vinir mínir. Að vinna með Portúgal er alltaf sérstök stund. Ég hef unnið titla með félagsliðum en það toppar ekkert titlana með Portúgal. Þeim fylgja tár. Við höfum sinnt okkar skyldum og skulum fagna“ sagði Ronaldo sem hefur ekki enn gefið út sitt næsta skref á ferlinum. Samningur hans við Al-Nassr í Sádi-Arabíu er að renna út um mánaðamótin og óvíst er hvort hann framlengi. Ronaldo hefur þó gefið út að hann muni ekki leita sér að liði sem tekur þátt í HM félagsliða. Væntanlega tekur hann sér nú sumarfrí og jafnar sig af meiðslum áður en lokaákvörðun verður tekin. Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Ronaldo verður ekki með á HM félagsliða Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hefur útilokað það að hann muni taka þátt á HM félagsliða sem hefst síðar í þessum mánuði. 7. júní 2025 22:45 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
„Ég fann fyrir þeim í upphitun og var búinn að finna fyrir þeim í svolítinn tíma, en ég myndi spila fótbrotinn fyrir landsliðið. Þetta var leikur upp á titil, ég þurfti að spila og gefa allt í þetta“ sagði Ronaldo sem skoraði 2-2 jöfnunarmark Portúgal en fór út af tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. „Þetta var fyrir þjóðina. Við erum smá þjóð, en stórhuga. Við sækjumst alltaf eftir árangri. Nú er tími til að hvíla sig, ég var meiddur og gaf allt sem ég átti, allt“ sagði Ronaldo einnig. Leikurinn fór svo í framlengingu og vítaspyrnukeppni án hans en liðsfélagarnir tryggðu titilinn með 5-3 sigri í vítaspyrnukeppni. Þetta er þriðji titillinn sem Portúgal hefur unnið á eftir EM 2016 og Þjóðadeildinni 2019. Ronaldo grét af gleði þegar Portúgal vann Þjóðadeildina. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Ronaldo hefur sjálfur unnið töluvert fleiri titla með sínum félagsliðum en segir sætara að fagna sigri með samlöndum. „Börnin og konan eru hér með mér, bróðir minn og vinir mínir. Að vinna með Portúgal er alltaf sérstök stund. Ég hef unnið titla með félagsliðum en það toppar ekkert titlana með Portúgal. Þeim fylgja tár. Við höfum sinnt okkar skyldum og skulum fagna“ sagði Ronaldo sem hefur ekki enn gefið út sitt næsta skref á ferlinum. Samningur hans við Al-Nassr í Sádi-Arabíu er að renna út um mánaðamótin og óvíst er hvort hann framlengi. Ronaldo hefur þó gefið út að hann muni ekki leita sér að liði sem tekur þátt í HM félagsliða. Væntanlega tekur hann sér nú sumarfrí og jafnar sig af meiðslum áður en lokaákvörðun verður tekin.
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Ronaldo verður ekki með á HM félagsliða Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hefur útilokað það að hann muni taka þátt á HM félagsliða sem hefst síðar í þessum mánuði. 7. júní 2025 22:45 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Ronaldo verður ekki með á HM félagsliða Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hefur útilokað það að hann muni taka þátt á HM félagsliða sem hefst síðar í þessum mánuði. 7. júní 2025 22:45