„Ég myndi spila fótbrotinn fyrir landsliðið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 10:31 Ronaldo gaf „allt“ sem hann átti. Alexander Hassenstein/Getty Images Cristiano Ronaldo grét gleðitárum þegar Portúgal vann Þjóðadeildina í gærkvöldi og sagði tilfinningarnar sem fylgja því að vinna með landsliðinu mun meiri og betri en með félagsliði. Þá sagðist Ronaldo einnig hafa verið að glíma við meiðsli, en harkað þau af sér fyrir þjóðina. „Ég fann fyrir þeim í upphitun og var búinn að finna fyrir þeim í svolítinn tíma, en ég myndi spila fótbrotinn fyrir landsliðið. Þetta var leikur upp á titil, ég þurfti að spila og gefa allt í þetta“ sagði Ronaldo sem skoraði 2-2 jöfnunarmark Portúgal en fór út af tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. „Þetta var fyrir þjóðina. Við erum smá þjóð, en stórhuga. Við sækjumst alltaf eftir árangri. Nú er tími til að hvíla sig, ég var meiddur og gaf allt sem ég átti, allt“ sagði Ronaldo einnig. Leikurinn fór svo í framlengingu og vítaspyrnukeppni án hans en liðsfélagarnir tryggðu titilinn með 5-3 sigri í vítaspyrnukeppni. Þetta er þriðji titillinn sem Portúgal hefur unnið á eftir EM 2016 og Þjóðadeildinni 2019. Ronaldo grét af gleði þegar Portúgal vann Þjóðadeildina. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Ronaldo hefur sjálfur unnið töluvert fleiri titla með sínum félagsliðum en segir sætara að fagna sigri með samlöndum. „Börnin og konan eru hér með mér, bróðir minn og vinir mínir. Að vinna með Portúgal er alltaf sérstök stund. Ég hef unnið titla með félagsliðum en það toppar ekkert titlana með Portúgal. Þeim fylgja tár. Við höfum sinnt okkar skyldum og skulum fagna“ sagði Ronaldo sem hefur ekki enn gefið út sitt næsta skref á ferlinum. Samningur hans við Al-Nassr í Sádi-Arabíu er að renna út um mánaðamótin og óvíst er hvort hann framlengi. Ronaldo hefur þó gefið út að hann muni ekki leita sér að liði sem tekur þátt í HM félagsliða. Væntanlega tekur hann sér nú sumarfrí og jafnar sig af meiðslum áður en lokaákvörðun verður tekin. Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Ronaldo verður ekki með á HM félagsliða Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hefur útilokað það að hann muni taka þátt á HM félagsliða sem hefst síðar í þessum mánuði. 7. júní 2025 22:45 Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Sjá meira
„Ég fann fyrir þeim í upphitun og var búinn að finna fyrir þeim í svolítinn tíma, en ég myndi spila fótbrotinn fyrir landsliðið. Þetta var leikur upp á titil, ég þurfti að spila og gefa allt í þetta“ sagði Ronaldo sem skoraði 2-2 jöfnunarmark Portúgal en fór út af tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. „Þetta var fyrir þjóðina. Við erum smá þjóð, en stórhuga. Við sækjumst alltaf eftir árangri. Nú er tími til að hvíla sig, ég var meiddur og gaf allt sem ég átti, allt“ sagði Ronaldo einnig. Leikurinn fór svo í framlengingu og vítaspyrnukeppni án hans en liðsfélagarnir tryggðu titilinn með 5-3 sigri í vítaspyrnukeppni. Þetta er þriðji titillinn sem Portúgal hefur unnið á eftir EM 2016 og Þjóðadeildinni 2019. Ronaldo grét af gleði þegar Portúgal vann Þjóðadeildina. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Ronaldo hefur sjálfur unnið töluvert fleiri titla með sínum félagsliðum en segir sætara að fagna sigri með samlöndum. „Börnin og konan eru hér með mér, bróðir minn og vinir mínir. Að vinna með Portúgal er alltaf sérstök stund. Ég hef unnið titla með félagsliðum en það toppar ekkert titlana með Portúgal. Þeim fylgja tár. Við höfum sinnt okkar skyldum og skulum fagna“ sagði Ronaldo sem hefur ekki enn gefið út sitt næsta skref á ferlinum. Samningur hans við Al-Nassr í Sádi-Arabíu er að renna út um mánaðamótin og óvíst er hvort hann framlengi. Ronaldo hefur þó gefið út að hann muni ekki leita sér að liði sem tekur þátt í HM félagsliða. Væntanlega tekur hann sér nú sumarfrí og jafnar sig af meiðslum áður en lokaákvörðun verður tekin.
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Ronaldo verður ekki með á HM félagsliða Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hefur útilokað það að hann muni taka þátt á HM félagsliða sem hefst síðar í þessum mánuði. 7. júní 2025 22:45 Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Sjá meira
Ronaldo verður ekki með á HM félagsliða Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hefur útilokað það að hann muni taka þátt á HM félagsliða sem hefst síðar í þessum mánuði. 7. júní 2025 22:45