Fer frá City eftir aðeins tvo leiki en tólf titla á sex árum Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 12:45 Scott Carson á margfalt fleiri titla með Manchester City heldur en leiki spilaða. Ryan Crockett/DeFodi Images via Getty Images Einn þekktasti þriðji markmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sannarlega sá sigursælasti, Scott Carson, er á förum frá Manchester City. Hann spilaði aðeins tvo leiki fyrir félagið en vann tólf titla síðustu sex árin. Carson gekk fyrst til liðs við Manchester City að láni árið 2019, samdi síðan formlega við félagið árið 2021 og hefur verið þriðji markmaður liðsins síðustu sex ár. Á þeim tíma hefur hann aðeins spilað tvo leiki, hann stóð í rammanum í 4-3 sigri gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og kom inn á sem varamaður seinustu 17 mínúturnar í markalausu jafntefli gegn Sporting í Meistaradeildinni árið 2022. Þrátt fyrir lítinn sem engan leiktíma hefur Carson ávallt verið gríðarlega vel metinn í herbúðum City og þjálfarinn Pep Guardiola hefur hrósað honum í hástert fyrir fagmennsku. Scott Carson vann Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og FA bikarinn árið 2023. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Til merkis um það má nefna að þrátt fyrir að Carson hafi aldrei uppfyllt leikjafjöldann sem þarf til að vera verðlaunaður með medalíu hefur City alltaf tekið frá eina af aukamedalíunum og gefið honum. Alls hefur Carson því unnið tólf titla með Manchester City síðustu sex árin, ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn í tvígang, FA bikarinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Félagið tilkynnti hins vegar í morgun að hann væri á förum. Talið er að City muni sækjast eftir Marcus Bettinelli frá Chelsea til að taka stöðu þriðja markmanns á eftir Ederson og Stefan Ortega. After six seasons with the Club, Scott Carson will leave Manchester City when his contract expires this summer.We would like to thank Scott for his hard work and dedication and wish him the very best of luck for the future 🩵— Manchester City (@ManCity) June 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Carson gekk fyrst til liðs við Manchester City að láni árið 2019, samdi síðan formlega við félagið árið 2021 og hefur verið þriðji markmaður liðsins síðustu sex ár. Á þeim tíma hefur hann aðeins spilað tvo leiki, hann stóð í rammanum í 4-3 sigri gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og kom inn á sem varamaður seinustu 17 mínúturnar í markalausu jafntefli gegn Sporting í Meistaradeildinni árið 2022. Þrátt fyrir lítinn sem engan leiktíma hefur Carson ávallt verið gríðarlega vel metinn í herbúðum City og þjálfarinn Pep Guardiola hefur hrósað honum í hástert fyrir fagmennsku. Scott Carson vann Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og FA bikarinn árið 2023. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Til merkis um það má nefna að þrátt fyrir að Carson hafi aldrei uppfyllt leikjafjöldann sem þarf til að vera verðlaunaður með medalíu hefur City alltaf tekið frá eina af aukamedalíunum og gefið honum. Alls hefur Carson því unnið tólf titla með Manchester City síðustu sex árin, ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn í tvígang, FA bikarinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Félagið tilkynnti hins vegar í morgun að hann væri á förum. Talið er að City muni sækjast eftir Marcus Bettinelli frá Chelsea til að taka stöðu þriðja markmanns á eftir Ederson og Stefan Ortega. After six seasons with the Club, Scott Carson will leave Manchester City when his contract expires this summer.We would like to thank Scott for his hard work and dedication and wish him the very best of luck for the future 🩵— Manchester City (@ManCity) June 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira