Mjög áhyggjufull yfir tilfærslu ráðuneytisins Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 12:18 Ásthildur Sturtudóttir er bæjarstjóri Akureyrarbæjar. Fjármögnun vegna fyrirhugaðar uppbyggingar fjögurra verkmenntaskóla á landsbyggðinni hefur verið hliðrað til næsta árs. Bæjarstjóri gagnrýnir að hafa fengið að vita af ákvörðuninni í gegnum fjölmiðla, og segir hana koma sveitarfélaginu í opnu skjöldu. Formaður fjárlaganefndar segir tilfærsluna ósköp eðlilega. Seinna á árinu átti að hefja uppbyggingu við fjóra framhaldsskóla, það eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Búið var að semja um að sveitarfélög skólanna greiddu fjörutíu prósent af kostnaði við uppbygginguna og ríkið sextíu prósent. Nú hefur mennta- og barnamálaráðuneytið ákveðið að hliðra fjármögnuninni til næsta árs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir ákvörðunina koma öllum í opna skjöldu. „Þetta kemur mjög á óvart, sérstaklega þar sem þörfin á auknu rými fyrir verknám er mikil. Öll sveitarfélögin sem skrifuðu undir samninginn við ríkið höfðu gert ráð fyrir þessu fjármagni. Þetta kemur mjög á óvart og mjög í opna skjöldu. Ég hef ekkert enn heyrt í ráðuneytinu varðandi þessar tilfærslur,“ segir Ásthildur. Hún segir mjög sérstakt að heyra af breytingunni í gegnum fjölmiðla en ekki hafa fengið tilkynningu frá ráðuneytinu. Fyrirhuguð stækkun á VMA sé stórt verkefni. „Við bæjarstjórarnir á starfssvæði VMA höfum rætt saman vegna málsins. Við erum mjög áhyggjufull vegna þess að ásókn í verknám er mjög mikil. Það er gríðarleg vöntun á iðnaðarmönnum, við heyrum það frá atvinnulífinu,“ segir Ásthildur. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, vegna málsins, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Fjárlaganefndar, segir tilfærsluna hluta af eðlilegu ferli. „Það er auðvitað mikilvægt að það komi fram að það er ekki verið að slá nein verkefni af eða fresta þeim. Það er verið að áætla hvenær þessir fjármunir nýtast í þessi verkefni,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson er þingmaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Hvað varðar takmarkaða upplýsingagjöf til sveitarfélaganna segir Ragnar sig ekki bæran til að dæma um það. „Fjármálaáætlun er til umræðu í fjárlaganefnd. Við munum væntanlega klára að ræða við umsagnaraðila í þessari viku og síðan kemur álit nefndarinnar. Málið er enn þá í vinnslu, það er staða málsins,“ segir Ragnar Þór. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Akureyri Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Seinna á árinu átti að hefja uppbyggingu við fjóra framhaldsskóla, það eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Búið var að semja um að sveitarfélög skólanna greiddu fjörutíu prósent af kostnaði við uppbygginguna og ríkið sextíu prósent. Nú hefur mennta- og barnamálaráðuneytið ákveðið að hliðra fjármögnuninni til næsta árs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir ákvörðunina koma öllum í opna skjöldu. „Þetta kemur mjög á óvart, sérstaklega þar sem þörfin á auknu rými fyrir verknám er mikil. Öll sveitarfélögin sem skrifuðu undir samninginn við ríkið höfðu gert ráð fyrir þessu fjármagni. Þetta kemur mjög á óvart og mjög í opna skjöldu. Ég hef ekkert enn heyrt í ráðuneytinu varðandi þessar tilfærslur,“ segir Ásthildur. Hún segir mjög sérstakt að heyra af breytingunni í gegnum fjölmiðla en ekki hafa fengið tilkynningu frá ráðuneytinu. Fyrirhuguð stækkun á VMA sé stórt verkefni. „Við bæjarstjórarnir á starfssvæði VMA höfum rætt saman vegna málsins. Við erum mjög áhyggjufull vegna þess að ásókn í verknám er mjög mikil. Það er gríðarleg vöntun á iðnaðarmönnum, við heyrum það frá atvinnulífinu,“ segir Ásthildur. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, vegna málsins, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Fjárlaganefndar, segir tilfærsluna hluta af eðlilegu ferli. „Það er auðvitað mikilvægt að það komi fram að það er ekki verið að slá nein verkefni af eða fresta þeim. Það er verið að áætla hvenær þessir fjármunir nýtast í þessi verkefni,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson er þingmaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Hvað varðar takmarkaða upplýsingagjöf til sveitarfélaganna segir Ragnar sig ekki bæran til að dæma um það. „Fjármálaáætlun er til umræðu í fjárlaganefnd. Við munum væntanlega klára að ræða við umsagnaraðila í þessari viku og síðan kemur álit nefndarinnar. Málið er enn þá í vinnslu, það er staða málsins,“ segir Ragnar Þór.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Akureyri Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira