Garima er aðeins fjórtán ára gömul en þykir eitt mesta efni sem upp hefur komið á Íslandi. Hún er langefst á stigalista TSÍ með 425 stig, rúmlega tvöfalt meira en næsti keppandi, þegar fjögur af sjö mótum ársins hafa verið haldin.
Raj stökk upp í efsta sætið á stigalistanum með sigrinum og situr nú með 260 stig, fimm stigum ofar en Andri Mateo Uscategui Oscarsson, sem hann vann í úrslitaleiknum.
Annað sætið í Viking TSI 100 mótinu hlutu Íva Jovisic úr Fjölni og þriðja sætið að þessu sinni skiptu með sér Saule Zukauskaite úr Fjölni og Ómar Páll Jónasson frá TFK.

Næsta stigamót er Íslandsmótið utanhúss, sem Garima hefur unnið undanfarin tvö ár. Samkvæmt venju verður svo leikið haustmót og jólabikarmót.
Íslandsmótið fer fram 23. - 29. júní, keppnishlé verður gert í tvær vikur þar sem karlalandsliðið keppir í Davis Cup í Tirana, Albaníu, og kvennalandsliðið heldur til Chisinau í Moldóvu í næstu viku til keppni í Billie Jean King Cup.