City að festa kaup á hinum eftirsótta Cherki Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 14:30 Mörg stórlið hafa verið á eftir Rayan Cherki. Carl Recine/Getty Images Manchester City er sagt hafa náð samkomulagi við Lyon um kaup á hinum unga og efnilega Rayan Cherki. Gangi félagaskiptin eftir fljótlega verður hann löglegur með liðinu á heimsmeistaramótinu sem hefst eftir tæpa viku. Fjöldi félaga hefur verið á eftir Cherki og enn fleiri félög hafa verið orðuð við hann í fjölmiðlum, Arne Slot þjálfari Liverpool er sagður hafa flogið til Frakklands á fund með honum og Manchester United er talið hafa lagt fram tilboð. En hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic greinir nú frá því að samningur um kaup og sölu sé frágenginn. Manchester City er sagt borga Lyon fjörutíu milljónir evra. Cherki muni gangast undir læknisskoðun á morgun og í kjölfarið skrifa undir fimm ára samning til ársins 2030. 🚨 Man City reach total agreement with Lyon to sign Rayan Cherki. Deal for 21yo worth ~€40m + personal terms done on contract to 2030. Medical expected Tuesday & if #MCFC finalise in time France int’l will be available for #FIFAClubWorldCup @TheAthleticFC https://t.co/niGZuavdfF— David Ornstein (@David_Ornstein) June 9, 2025 Ef allt stenst og Cherki semur við City fyrir miðnætti á morgun verður hann löglegur með liðinu á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní. City á fyrsta leik þremur dögum síðar gegn Wydad AC. City er einnig sagt vera að ganga frá kaupum á Tijjani Reijnders frá AC Milan og Rayan Ait-Norui frá Wolves. Cherki skaust fyrst upp á stjörnuhimininn fyrir tæpum sex árum síðan, þá aðeins sextán ára gamall, þegar hann varð yngsti markaskorari í sögu Lyon. Hann átti sitt besta tímabil til þessa í vetur, skoraði tólf og lagði upp tuttugu mörk í öllum keppnum fyrir Lyon. Cherki spilaði fyrsta landsleikinn gegn Spáni og byrjaði svo í bronsleik Þjóðadeildarinnar gegn Þýskalandi.Alex Grimm/Getty Images Á dögunum þreytti hann frumraun sína fyrir A-landslið Frakka, eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum með ungmennaliðinu í fyrra. Hann skoraði aðeins fimmtán mínútum eftir að hafa komið inn á, í 5-4 tapi gegn Spáni. Kaupin á Cherki verða kærkomin fyrir Lyon, sem hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum. Liðinu tókst þó að enda í sjötta sæti frönsku deildarinnar og tryggja sér Evrópudeildarsæti á næsta tímabili, og er ekki lengur í kaupbanni eins og í janúar. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira
Fjöldi félaga hefur verið á eftir Cherki og enn fleiri félög hafa verið orðuð við hann í fjölmiðlum, Arne Slot þjálfari Liverpool er sagður hafa flogið til Frakklands á fund með honum og Manchester United er talið hafa lagt fram tilboð. En hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic greinir nú frá því að samningur um kaup og sölu sé frágenginn. Manchester City er sagt borga Lyon fjörutíu milljónir evra. Cherki muni gangast undir læknisskoðun á morgun og í kjölfarið skrifa undir fimm ára samning til ársins 2030. 🚨 Man City reach total agreement with Lyon to sign Rayan Cherki. Deal for 21yo worth ~€40m + personal terms done on contract to 2030. Medical expected Tuesday & if #MCFC finalise in time France int’l will be available for #FIFAClubWorldCup @TheAthleticFC https://t.co/niGZuavdfF— David Ornstein (@David_Ornstein) June 9, 2025 Ef allt stenst og Cherki semur við City fyrir miðnætti á morgun verður hann löglegur með liðinu á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní. City á fyrsta leik þremur dögum síðar gegn Wydad AC. City er einnig sagt vera að ganga frá kaupum á Tijjani Reijnders frá AC Milan og Rayan Ait-Norui frá Wolves. Cherki skaust fyrst upp á stjörnuhimininn fyrir tæpum sex árum síðan, þá aðeins sextán ára gamall, þegar hann varð yngsti markaskorari í sögu Lyon. Hann átti sitt besta tímabil til þessa í vetur, skoraði tólf og lagði upp tuttugu mörk í öllum keppnum fyrir Lyon. Cherki spilaði fyrsta landsleikinn gegn Spáni og byrjaði svo í bronsleik Þjóðadeildarinnar gegn Þýskalandi.Alex Grimm/Getty Images Á dögunum þreytti hann frumraun sína fyrir A-landslið Frakka, eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum með ungmennaliðinu í fyrra. Hann skoraði aðeins fimmtán mínútum eftir að hafa komið inn á, í 5-4 tapi gegn Spáni. Kaupin á Cherki verða kærkomin fyrir Lyon, sem hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum. Liðinu tókst þó að enda í sjötta sæti frönsku deildarinnar og tryggja sér Evrópudeildarsæti á næsta tímabili, og er ekki lengur í kaupbanni eins og í janúar.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira