City að festa kaup á hinum eftirsótta Cherki Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 14:30 Mörg stórlið hafa verið á eftir Rayan Cherki. Carl Recine/Getty Images Manchester City er sagt hafa náð samkomulagi við Lyon um kaup á hinum unga og efnilega Rayan Cherki. Gangi félagaskiptin eftir fljótlega verður hann löglegur með liðinu á heimsmeistaramótinu sem hefst eftir tæpa viku. Fjöldi félaga hefur verið á eftir Cherki og enn fleiri félög hafa verið orðuð við hann í fjölmiðlum, Arne Slot þjálfari Liverpool er sagður hafa flogið til Frakklands á fund með honum og Manchester United er talið hafa lagt fram tilboð. En hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic greinir nú frá því að samningur um kaup og sölu sé frágenginn. Manchester City er sagt borga Lyon fjörutíu milljónir evra. Cherki muni gangast undir læknisskoðun á morgun og í kjölfarið skrifa undir fimm ára samning til ársins 2030. 🚨 Man City reach total agreement with Lyon to sign Rayan Cherki. Deal for 21yo worth ~€40m + personal terms done on contract to 2030. Medical expected Tuesday & if #MCFC finalise in time France int’l will be available for #FIFAClubWorldCup @TheAthleticFC https://t.co/niGZuavdfF— David Ornstein (@David_Ornstein) June 9, 2025 Ef allt stenst og Cherki semur við City fyrir miðnætti á morgun verður hann löglegur með liðinu á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní. City á fyrsta leik þremur dögum síðar gegn Wydad AC. City er einnig sagt vera að ganga frá kaupum á Tijjani Reijnders frá AC Milan og Rayan Ait-Norui frá Wolves. Cherki skaust fyrst upp á stjörnuhimininn fyrir tæpum sex árum síðan, þá aðeins sextán ára gamall, þegar hann varð yngsti markaskorari í sögu Lyon. Hann átti sitt besta tímabil til þessa í vetur, skoraði tólf og lagði upp tuttugu mörk í öllum keppnum fyrir Lyon. Cherki spilaði fyrsta landsleikinn gegn Spáni og byrjaði svo í bronsleik Þjóðadeildarinnar gegn Þýskalandi.Alex Grimm/Getty Images Á dögunum þreytti hann frumraun sína fyrir A-landslið Frakka, eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum með ungmennaliðinu í fyrra. Hann skoraði aðeins fimmtán mínútum eftir að hafa komið inn á, í 5-4 tapi gegn Spáni. Kaupin á Cherki verða kærkomin fyrir Lyon, sem hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum. Liðinu tókst þó að enda í sjötta sæti frönsku deildarinnar og tryggja sér Evrópudeildarsæti á næsta tímabili, og er ekki lengur í kaupbanni eins og í janúar. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
Fjöldi félaga hefur verið á eftir Cherki og enn fleiri félög hafa verið orðuð við hann í fjölmiðlum, Arne Slot þjálfari Liverpool er sagður hafa flogið til Frakklands á fund með honum og Manchester United er talið hafa lagt fram tilboð. En hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic greinir nú frá því að samningur um kaup og sölu sé frágenginn. Manchester City er sagt borga Lyon fjörutíu milljónir evra. Cherki muni gangast undir læknisskoðun á morgun og í kjölfarið skrifa undir fimm ára samning til ársins 2030. 🚨 Man City reach total agreement with Lyon to sign Rayan Cherki. Deal for 21yo worth ~€40m + personal terms done on contract to 2030. Medical expected Tuesday & if #MCFC finalise in time France int’l will be available for #FIFAClubWorldCup @TheAthleticFC https://t.co/niGZuavdfF— David Ornstein (@David_Ornstein) June 9, 2025 Ef allt stenst og Cherki semur við City fyrir miðnætti á morgun verður hann löglegur með liðinu á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní. City á fyrsta leik þremur dögum síðar gegn Wydad AC. City er einnig sagt vera að ganga frá kaupum á Tijjani Reijnders frá AC Milan og Rayan Ait-Norui frá Wolves. Cherki skaust fyrst upp á stjörnuhimininn fyrir tæpum sex árum síðan, þá aðeins sextán ára gamall, þegar hann varð yngsti markaskorari í sögu Lyon. Hann átti sitt besta tímabil til þessa í vetur, skoraði tólf og lagði upp tuttugu mörk í öllum keppnum fyrir Lyon. Cherki spilaði fyrsta landsleikinn gegn Spáni og byrjaði svo í bronsleik Þjóðadeildarinnar gegn Þýskalandi.Alex Grimm/Getty Images Á dögunum þreytti hann frumraun sína fyrir A-landslið Frakka, eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum með ungmennaliðinu í fyrra. Hann skoraði aðeins fimmtán mínútum eftir að hafa komið inn á, í 5-4 tapi gegn Spáni. Kaupin á Cherki verða kærkomin fyrir Lyon, sem hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum. Liðinu tókst þó að enda í sjötta sæti frönsku deildarinnar og tryggja sér Evrópudeildarsæti á næsta tímabili, og er ekki lengur í kaupbanni eins og í janúar.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira