Mæta örmagna til leiks á HM félagsliða eftir langt og strembið tímabil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 23:33 Franska stórstjarnan Kylian Mbappé hefur komið við sögu í 62 leikjum á tímabilinu. Fari Real Madríd alla leið í úrslitaleik HM félagsliða gætu sjö leikir til viðbótar bæst við. Þá verður svo aðeins rétt rúmur mánuður í að næsta tímabil fari af stað. Alex Grimm/Getty Images Nýtt fyrirkomulag HM félagsliða karla í knattspyrnu hefur vakið mikla athygli. Nú má segja að mótið líkist alvöru stórmóti í fótbolta en það hefur vakið upp margar spurningar um álag á leikmenn í hæsta gæðaflokki. Vísir hefur fjallað nokkuð um mótið sem hefst þann 15. júní næstkomandi og fer fram í Bandaríkjunum. Margt við mótið hefur vakið athygli en undanfarin ár hefur HM félagsliða verið fámenn keppni sem er haldin milli jóla og nýárs. Í nýja fyrirkomulaginu eru hins vegar 32 lið sem taka þátt. Um er að ræða rjómann af knattspyrnuliðum heimsins svo að sjálfsögðu er þar að finna bestu lið Evrópu. Sem dæmi má nefna nýkrýnda Evrópumeistara París Saint-Germian ásamt liðum á borð við Inter, Manchester City, Real Madríd, Bayern München og þar fram eftir götunum. Mótið, og þá sérstaklega fyrirkomulagið, hefur verið á milli tannanna á fólki. Aðallega þar sem það þýðir að enn fleiri leiki fyrir leikmenn sem eru nú þegar á ystu nöf hvað varðar álag. Það er vissulega undir þeim félögum sem taka þátt komið hvaða leikmenn spila og gætu þau sent þá leikmenn sem virkilega þurfa á fríi að halda í sumarfrí. Að sama skapi hefðu sömu leikmenn getað tekið sér frí í landsleikjatörninni sem er í gangi þegar þetta er skrifað. Komist félag í úrslit HM félagsliða þýðir það að leikmenn þess félags fara ekki í sumarfrí fyrr en 13. júlí næstkomandi. Venjulega væru leikmenn að skila sér úr sumarfrí ekki löngu síðar þar sem deildarkeppni á Englandi hefst þann 16. ágúst, degi síðar hefst La Liga á Spáni og fylgja stærstu deildir Evrópu þar á eftir. Það gæti því reynt þrautin þyngri fyrir stærstu lið Evrópu að gefa stærstu stjörnum sínum nægilegt frí en að sama skapi fá þær nægilega snemma til baka svo þær séu komnar í toppform þegar tímabilið 2025-26 hefst. Þá er stóra spurningin hvaða áhrif þetta hefur á komandi tímabil og HM landsliða næsta sumar. Hér að neðan hefur Vísir tekið saman nokkrar af skærustu stjörnum Evrópu, hversu marga leiki og hversu margar mínútur þær hafa spilað á nýafstaðinni leiktíð. Ferðalög eru ekki tekin með en það er þó vitað að þau taka sinn toll. Kylian Mbappé, Real Madríd (26 ára) 56 leikir (4610 mínútur) fyrir Real Madríd 6 leikir (563 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 62 leikir (5173 mín.) Harry Kane, Bayern München (31 árs) 46 leikir (3582 mínútur) fyrir Bayern 8 leikir (617 mín.) fyrir England Samtals: 54 leikir (4199 mín.) Lautaro Martínez, Inter Milan (27 ára) 49 leikir (3733 mínútur) fyrir Inter Milan 6 leikir (418 mín.) fyrir Argentínu Samtals: 55 leikir (4151 mín.) Tók þátt í tveimur æfingaleikjum (123 mín.) og sex leikjum (221 mín.) í Suður-Ameríkukeppninni (Copa America) síðasta sumar. Erling Haaland, Manchester City (24 ára) 44 leikir (3786 mínútur) fyrir Manchester City 10 leikir (881 mín.) fyrir Noreg Samtals: 54 leikir (4667 mín.) Ousmane Dembélé, París Saint-Germain (28 ára) 49 leikir (3290 mínútur) fyrir PSG 7 leikir (540 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 56 leikir (3830 mín.) Vitinha, PSG (25 ára) 52 leikir (3891 mínúta) fyrir PSG 8 leikir (654 mín) fyrir Portúgal Samtals: 60 leikir (4545 mín.) Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Vísir hefur fjallað nokkuð um mótið sem hefst þann 15. júní næstkomandi og fer fram í Bandaríkjunum. Margt við mótið hefur vakið athygli en undanfarin ár hefur HM félagsliða verið fámenn keppni sem er haldin milli jóla og nýárs. Í nýja fyrirkomulaginu eru hins vegar 32 lið sem taka þátt. Um er að ræða rjómann af knattspyrnuliðum heimsins svo að sjálfsögðu er þar að finna bestu lið Evrópu. Sem dæmi má nefna nýkrýnda Evrópumeistara París Saint-Germian ásamt liðum á borð við Inter, Manchester City, Real Madríd, Bayern München og þar fram eftir götunum. Mótið, og þá sérstaklega fyrirkomulagið, hefur verið á milli tannanna á fólki. Aðallega þar sem það þýðir að enn fleiri leiki fyrir leikmenn sem eru nú þegar á ystu nöf hvað varðar álag. Það er vissulega undir þeim félögum sem taka þátt komið hvaða leikmenn spila og gætu þau sent þá leikmenn sem virkilega þurfa á fríi að halda í sumarfrí. Að sama skapi hefðu sömu leikmenn getað tekið sér frí í landsleikjatörninni sem er í gangi þegar þetta er skrifað. Komist félag í úrslit HM félagsliða þýðir það að leikmenn þess félags fara ekki í sumarfrí fyrr en 13. júlí næstkomandi. Venjulega væru leikmenn að skila sér úr sumarfrí ekki löngu síðar þar sem deildarkeppni á Englandi hefst þann 16. ágúst, degi síðar hefst La Liga á Spáni og fylgja stærstu deildir Evrópu þar á eftir. Það gæti því reynt þrautin þyngri fyrir stærstu lið Evrópu að gefa stærstu stjörnum sínum nægilegt frí en að sama skapi fá þær nægilega snemma til baka svo þær séu komnar í toppform þegar tímabilið 2025-26 hefst. Þá er stóra spurningin hvaða áhrif þetta hefur á komandi tímabil og HM landsliða næsta sumar. Hér að neðan hefur Vísir tekið saman nokkrar af skærustu stjörnum Evrópu, hversu marga leiki og hversu margar mínútur þær hafa spilað á nýafstaðinni leiktíð. Ferðalög eru ekki tekin með en það er þó vitað að þau taka sinn toll. Kylian Mbappé, Real Madríd (26 ára) 56 leikir (4610 mínútur) fyrir Real Madríd 6 leikir (563 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 62 leikir (5173 mín.) Harry Kane, Bayern München (31 árs) 46 leikir (3582 mínútur) fyrir Bayern 8 leikir (617 mín.) fyrir England Samtals: 54 leikir (4199 mín.) Lautaro Martínez, Inter Milan (27 ára) 49 leikir (3733 mínútur) fyrir Inter Milan 6 leikir (418 mín.) fyrir Argentínu Samtals: 55 leikir (4151 mín.) Tók þátt í tveimur æfingaleikjum (123 mín.) og sex leikjum (221 mín.) í Suður-Ameríkukeppninni (Copa America) síðasta sumar. Erling Haaland, Manchester City (24 ára) 44 leikir (3786 mínútur) fyrir Manchester City 10 leikir (881 mín.) fyrir Noreg Samtals: 54 leikir (4667 mín.) Ousmane Dembélé, París Saint-Germain (28 ára) 49 leikir (3290 mínútur) fyrir PSG 7 leikir (540 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 56 leikir (3830 mín.) Vitinha, PSG (25 ára) 52 leikir (3891 mínúta) fyrir PSG 8 leikir (654 mín) fyrir Portúgal Samtals: 60 leikir (4545 mín.)
Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira