„Fráleitt“ að halda að ríkisstjórnin bakki með veiðigjaldafrumvarpið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júní 2025 19:21 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, var hörð á því að veiðigjaldafrumvarpið væri ekki undir í samningaviðræðum þingflokksformanna um þingfrestun. Þetta væri mikið forgangsmál ríkisstjórnarinnar sem hún væri einhuga um. Vísir/Ívar Atvinnuvegaráðherra sér alls ekki fyrir sér að veiðigjaldafrumvarpið verði á samningaborði þingflokkanna um þinglok og að það væri fráleitt að halda að ríkisstjórnin bakkaði með frumvarp sem hún standi öll á bakvið. Það fari í gegn fyrir sumarfrí. Fyrir helgi tók forseti Alþingis ákvörðun um að taka starfsáætlun þingsins úr sambandi og getur hann því fjölgað þingfundardögum. Óljóst er á þessari stundu hvenær þingfrestun verður en styr hefur staðið um nokkur stjórnarmál. Segja má að mesti hitinn í umræðunni hverfist um breytingar á veiðigjöldum. Stjórnarandstöðuflokkarnir slógu til að mynda met í fyrstu umræðu málsins þegar þeir töluðu um frumvarpið í á fjórða tug klukkustunda. Í spilaranum hér að neðan er sjónvarpsfrétt um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá var í beinni útsendingu rætt við þá Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins og Eirík Björn Björgvinsson fyrsta varaformann atvinnuveganefndar um hvar málin standa nú. „Þetta er náttúrulega risamál, undirliggjandi eru gríðarlegir hagsmunir almennings og líka hagsmunir útgerðarinnar þannig að það liggur alveg fyrir að þetta er stórt mál af hálfu ríkisstjórnarinnar sem hefur frá upphafi lýst því yfir að hún ætli sér að leiðrétta þessi mál,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Hún telur ljóst að stjórnarandstaðan muni ganga eins langt og hún getur við að reyna að stöðva málið. Hann Katrín var spurð hvort veiðigjaldamálið væri á samningaborðinu í viðræðum um þinglok en vinnsla málsins í atvinnuveganefnd er samkvæmt heimildum fréttastofu á lokametrunum. Eru einhverjar líkur til þess að þið munið bakka eitthvað með það eða málamiðla eða eitthvað slíkt? „Það væri að mínu mati algjörlega fráleitt og að mati ríkisstjórnarinnar. Þetta er risahagsmunamál fyrir þjóðina. Það er sterkur meirihluti fyrir þessu máli og það er kannski bara allt í lagi fyrir minnihlutann að hafa það í huga að það er ekki þannig að hér hafi almenningur framið valdarán í kosningum þegar hann kaus þau [gömlu ríkisstjórnarflokkana] burt frá völdum og kaus okkur til valda. Þetta er mál sem á mikinn stuðning þjóðarinnar og ríkisstjórnin er samstíga um. Þetta er vel unnið mál og þetta fer í gegn.“ Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fyrir helgi tók forseti Alþingis ákvörðun um að taka starfsáætlun þingsins úr sambandi og getur hann því fjölgað þingfundardögum. Óljóst er á þessari stundu hvenær þingfrestun verður en styr hefur staðið um nokkur stjórnarmál. Segja má að mesti hitinn í umræðunni hverfist um breytingar á veiðigjöldum. Stjórnarandstöðuflokkarnir slógu til að mynda met í fyrstu umræðu málsins þegar þeir töluðu um frumvarpið í á fjórða tug klukkustunda. Í spilaranum hér að neðan er sjónvarpsfrétt um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá var í beinni útsendingu rætt við þá Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins og Eirík Björn Björgvinsson fyrsta varaformann atvinnuveganefndar um hvar málin standa nú. „Þetta er náttúrulega risamál, undirliggjandi eru gríðarlegir hagsmunir almennings og líka hagsmunir útgerðarinnar þannig að það liggur alveg fyrir að þetta er stórt mál af hálfu ríkisstjórnarinnar sem hefur frá upphafi lýst því yfir að hún ætli sér að leiðrétta þessi mál,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Hún telur ljóst að stjórnarandstaðan muni ganga eins langt og hún getur við að reyna að stöðva málið. Hann Katrín var spurð hvort veiðigjaldamálið væri á samningaborðinu í viðræðum um þinglok en vinnsla málsins í atvinnuveganefnd er samkvæmt heimildum fréttastofu á lokametrunum. Eru einhverjar líkur til þess að þið munið bakka eitthvað með það eða málamiðla eða eitthvað slíkt? „Það væri að mínu mati algjörlega fráleitt og að mati ríkisstjórnarinnar. Þetta er risahagsmunamál fyrir þjóðina. Það er sterkur meirihluti fyrir þessu máli og það er kannski bara allt í lagi fyrir minnihlutann að hafa það í huga að það er ekki þannig að hér hafi almenningur framið valdarán í kosningum þegar hann kaus þau [gömlu ríkisstjórnarflokkana] burt frá völdum og kaus okkur til valda. Þetta er mál sem á mikinn stuðning þjóðarinnar og ríkisstjórnin er samstíga um. Þetta er vel unnið mál og þetta fer í gegn.“
Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03
Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent