Orri lofar næstu stjörnu Arsenal: „Frábær strákur með fæturna fyrir neðan jörðina“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 08:00 Martin Zubimendi og Orri Óskarsson náðu einni leiktíð saman hjá Real Sociedad en ljóst er að þær verða ekki fleiri. Samsett/Getty „Gæðin hjá honum skína í gegn,“ segir Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, um miðjumanninn magnaða Martin Zubimendi sem hann fékk að kynnast svo vel í vetur en er á leið til Arsenal. Orri kom til Sociedad á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrrasumar en þá hafði mikið verið í umræðunni að Zubimendi gæti endað hjá Liverpool sem sóttist eftir að fá hann. Þeir voru svo liðsfélagar í vetur en verða það ekki áfram. „Maður sá það frá fyrstu æfingu hversu góður leikmaður hann er og hafði séð orðrómana sem höfðu verið á kreiki varðandi hann og Liverpool síðasta sumar. Maður vissi aðeins af honum, sá hann á EM það árið. Gæðin hjá honum skína í gegn,“ sagði Orri í viðtali við Aron Guðmundsson á dögunum. Viðtalið má sjá í heild hér að neðan en Orri ræðir um Zubimendi eftir 6:37 mínútur. Hinn 26 ára gamli Zubimendi er spænskur landsliðsmaður sem spilað hefur með Real Sociedad allan sinn meistaraflokksferil. Hann þykir ein allra besta „sexan“ í fótboltaheiminum í dag og hefur lengi verið í sigti stórliða. Auk Liverpool hafa Barcelona og Real Madrid einnig verið á eftir honum. Félagaskiptafréttamaðurinn Fabizio Romano segir að nú sé hins vegar frágengið að Zubimendi spili undir stjórn landa síns Mikel Arteta hjá Arsenal. 🚨 Arsenal agree deal to sign Martin Zubimendi from Real Sociedad, here we go! ❤️🤍Zubimendi has now verbally agreed to sign a long term deal… so formal steps must follow soon with Arsenal to trigger €60m clause.Zubi, ready to become the first signing of the new season. pic.twitter.com/yzYJOydstE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2025 Hann sé búinn að gera munnlegt samkomulag um langtímasamning og Arsenal muni greiða Sociedad þær 60 milljónir evra sem gera leikmanninn falan samkvæmt klásúlu í samningi. Orri telur Arsenal vera að detta í lukkupottinn með því að klófesta Zubimendi sem sé svo jarðbundinn að hann sé eiginlega með fæturna fyrir neðan jörðina: „Þetta er frábær strákur með fæturna ekki bara á jörðinni, heldur fyrir neðan jörðina. Það er búið að vera magnað að fylgjast með því hvað hann hefur þróast síðasta árið. Hvort hann fari eða ekki, fyrir mér er það bara tímaspursmál. Frábær leikmaður sem getur farið alla leið á toppinn í fótboltaheiminum.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Orri berst við fyrirliðann um stöðu: „Góðir vinir og reynum að hjálpast að“ „Það hefur verið mjög holl samkeppni,“ segir framherjinn Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, um samkeppnina við spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal um stöðu í liði Real Sociedad í vetur. 10. júní 2025 12:01 „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Orri kom til Sociedad á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrrasumar en þá hafði mikið verið í umræðunni að Zubimendi gæti endað hjá Liverpool sem sóttist eftir að fá hann. Þeir voru svo liðsfélagar í vetur en verða það ekki áfram. „Maður sá það frá fyrstu æfingu hversu góður leikmaður hann er og hafði séð orðrómana sem höfðu verið á kreiki varðandi hann og Liverpool síðasta sumar. Maður vissi aðeins af honum, sá hann á EM það árið. Gæðin hjá honum skína í gegn,“ sagði Orri í viðtali við Aron Guðmundsson á dögunum. Viðtalið má sjá í heild hér að neðan en Orri ræðir um Zubimendi eftir 6:37 mínútur. Hinn 26 ára gamli Zubimendi er spænskur landsliðsmaður sem spilað hefur með Real Sociedad allan sinn meistaraflokksferil. Hann þykir ein allra besta „sexan“ í fótboltaheiminum í dag og hefur lengi verið í sigti stórliða. Auk Liverpool hafa Barcelona og Real Madrid einnig verið á eftir honum. Félagaskiptafréttamaðurinn Fabizio Romano segir að nú sé hins vegar frágengið að Zubimendi spili undir stjórn landa síns Mikel Arteta hjá Arsenal. 🚨 Arsenal agree deal to sign Martin Zubimendi from Real Sociedad, here we go! ❤️🤍Zubimendi has now verbally agreed to sign a long term deal… so formal steps must follow soon with Arsenal to trigger €60m clause.Zubi, ready to become the first signing of the new season. pic.twitter.com/yzYJOydstE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2025 Hann sé búinn að gera munnlegt samkomulag um langtímasamning og Arsenal muni greiða Sociedad þær 60 milljónir evra sem gera leikmanninn falan samkvæmt klásúlu í samningi. Orri telur Arsenal vera að detta í lukkupottinn með því að klófesta Zubimendi sem sé svo jarðbundinn að hann sé eiginlega með fæturna fyrir neðan jörðina: „Þetta er frábær strákur með fæturna ekki bara á jörðinni, heldur fyrir neðan jörðina. Það er búið að vera magnað að fylgjast með því hvað hann hefur þróast síðasta árið. Hvort hann fari eða ekki, fyrir mér er það bara tímaspursmál. Frábær leikmaður sem getur farið alla leið á toppinn í fótboltaheiminum.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Orri berst við fyrirliðann um stöðu: „Góðir vinir og reynum að hjálpast að“ „Það hefur verið mjög holl samkeppni,“ segir framherjinn Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, um samkeppnina við spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal um stöðu í liði Real Sociedad í vetur. 10. júní 2025 12:01 „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Orri berst við fyrirliðann um stöðu: „Góðir vinir og reynum að hjálpast að“ „Það hefur verið mjög holl samkeppni,“ segir framherjinn Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, um samkeppnina við spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal um stöðu í liði Real Sociedad í vetur. 10. júní 2025 12:01
„Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01