Orri lofar næstu stjörnu Arsenal: „Frábær strákur með fæturna fyrir neðan jörðina“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 08:00 Martin Zubimendi og Orri Óskarsson náðu einni leiktíð saman hjá Real Sociedad en ljóst er að þær verða ekki fleiri. Samsett/Getty „Gæðin hjá honum skína í gegn,“ segir Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, um miðjumanninn magnaða Martin Zubimendi sem hann fékk að kynnast svo vel í vetur en er á leið til Arsenal. Orri kom til Sociedad á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrrasumar en þá hafði mikið verið í umræðunni að Zubimendi gæti endað hjá Liverpool sem sóttist eftir að fá hann. Þeir voru svo liðsfélagar í vetur en verða það ekki áfram. „Maður sá það frá fyrstu æfingu hversu góður leikmaður hann er og hafði séð orðrómana sem höfðu verið á kreiki varðandi hann og Liverpool síðasta sumar. Maður vissi aðeins af honum, sá hann á EM það árið. Gæðin hjá honum skína í gegn,“ sagði Orri í viðtali við Aron Guðmundsson á dögunum. Viðtalið má sjá í heild hér að neðan en Orri ræðir um Zubimendi eftir 6:37 mínútur. Hinn 26 ára gamli Zubimendi er spænskur landsliðsmaður sem spilað hefur með Real Sociedad allan sinn meistaraflokksferil. Hann þykir ein allra besta „sexan“ í fótboltaheiminum í dag og hefur lengi verið í sigti stórliða. Auk Liverpool hafa Barcelona og Real Madrid einnig verið á eftir honum. Félagaskiptafréttamaðurinn Fabizio Romano segir að nú sé hins vegar frágengið að Zubimendi spili undir stjórn landa síns Mikel Arteta hjá Arsenal. 🚨 Arsenal agree deal to sign Martin Zubimendi from Real Sociedad, here we go! ❤️🤍Zubimendi has now verbally agreed to sign a long term deal… so formal steps must follow soon with Arsenal to trigger €60m clause.Zubi, ready to become the first signing of the new season. pic.twitter.com/yzYJOydstE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2025 Hann sé búinn að gera munnlegt samkomulag um langtímasamning og Arsenal muni greiða Sociedad þær 60 milljónir evra sem gera leikmanninn falan samkvæmt klásúlu í samningi. Orri telur Arsenal vera að detta í lukkupottinn með því að klófesta Zubimendi sem sé svo jarðbundinn að hann sé eiginlega með fæturna fyrir neðan jörðina: „Þetta er frábær strákur með fæturna ekki bara á jörðinni, heldur fyrir neðan jörðina. Það er búið að vera magnað að fylgjast með því hvað hann hefur þróast síðasta árið. Hvort hann fari eða ekki, fyrir mér er það bara tímaspursmál. Frábær leikmaður sem getur farið alla leið á toppinn í fótboltaheiminum.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Orri berst við fyrirliðann um stöðu: „Góðir vinir og reynum að hjálpast að“ „Það hefur verið mjög holl samkeppni,“ segir framherjinn Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, um samkeppnina við spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal um stöðu í liði Real Sociedad í vetur. 10. júní 2025 12:01 „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Orri kom til Sociedad á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrrasumar en þá hafði mikið verið í umræðunni að Zubimendi gæti endað hjá Liverpool sem sóttist eftir að fá hann. Þeir voru svo liðsfélagar í vetur en verða það ekki áfram. „Maður sá það frá fyrstu æfingu hversu góður leikmaður hann er og hafði séð orðrómana sem höfðu verið á kreiki varðandi hann og Liverpool síðasta sumar. Maður vissi aðeins af honum, sá hann á EM það árið. Gæðin hjá honum skína í gegn,“ sagði Orri í viðtali við Aron Guðmundsson á dögunum. Viðtalið má sjá í heild hér að neðan en Orri ræðir um Zubimendi eftir 6:37 mínútur. Hinn 26 ára gamli Zubimendi er spænskur landsliðsmaður sem spilað hefur með Real Sociedad allan sinn meistaraflokksferil. Hann þykir ein allra besta „sexan“ í fótboltaheiminum í dag og hefur lengi verið í sigti stórliða. Auk Liverpool hafa Barcelona og Real Madrid einnig verið á eftir honum. Félagaskiptafréttamaðurinn Fabizio Romano segir að nú sé hins vegar frágengið að Zubimendi spili undir stjórn landa síns Mikel Arteta hjá Arsenal. 🚨 Arsenal agree deal to sign Martin Zubimendi from Real Sociedad, here we go! ❤️🤍Zubimendi has now verbally agreed to sign a long term deal… so formal steps must follow soon with Arsenal to trigger €60m clause.Zubi, ready to become the first signing of the new season. pic.twitter.com/yzYJOydstE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2025 Hann sé búinn að gera munnlegt samkomulag um langtímasamning og Arsenal muni greiða Sociedad þær 60 milljónir evra sem gera leikmanninn falan samkvæmt klásúlu í samningi. Orri telur Arsenal vera að detta í lukkupottinn með því að klófesta Zubimendi sem sé svo jarðbundinn að hann sé eiginlega með fæturna fyrir neðan jörðina: „Þetta er frábær strákur með fæturna ekki bara á jörðinni, heldur fyrir neðan jörðina. Það er búið að vera magnað að fylgjast með því hvað hann hefur þróast síðasta árið. Hvort hann fari eða ekki, fyrir mér er það bara tímaspursmál. Frábær leikmaður sem getur farið alla leið á toppinn í fótboltaheiminum.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Orri berst við fyrirliðann um stöðu: „Góðir vinir og reynum að hjálpast að“ „Það hefur verið mjög holl samkeppni,“ segir framherjinn Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, um samkeppnina við spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal um stöðu í liði Real Sociedad í vetur. 10. júní 2025 12:01 „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Orri berst við fyrirliðann um stöðu: „Góðir vinir og reynum að hjálpast að“ „Það hefur verið mjög holl samkeppni,“ segir framherjinn Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, um samkeppnina við spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal um stöðu í liði Real Sociedad í vetur. 10. júní 2025 12:01
„Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01