Orri lofar næstu stjörnu Arsenal: „Frábær strákur með fæturna fyrir neðan jörðina“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 08:00 Martin Zubimendi og Orri Óskarsson náðu einni leiktíð saman hjá Real Sociedad en ljóst er að þær verða ekki fleiri. Samsett/Getty „Gæðin hjá honum skína í gegn,“ segir Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, um miðjumanninn magnaða Martin Zubimendi sem hann fékk að kynnast svo vel í vetur en er á leið til Arsenal. Orri kom til Sociedad á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrrasumar en þá hafði mikið verið í umræðunni að Zubimendi gæti endað hjá Liverpool sem sóttist eftir að fá hann. Þeir voru svo liðsfélagar í vetur en verða það ekki áfram. „Maður sá það frá fyrstu æfingu hversu góður leikmaður hann er og hafði séð orðrómana sem höfðu verið á kreiki varðandi hann og Liverpool síðasta sumar. Maður vissi aðeins af honum, sá hann á EM það árið. Gæðin hjá honum skína í gegn,“ sagði Orri í viðtali við Aron Guðmundsson á dögunum. Viðtalið má sjá í heild hér að neðan en Orri ræðir um Zubimendi eftir 6:37 mínútur. Hinn 26 ára gamli Zubimendi er spænskur landsliðsmaður sem spilað hefur með Real Sociedad allan sinn meistaraflokksferil. Hann þykir ein allra besta „sexan“ í fótboltaheiminum í dag og hefur lengi verið í sigti stórliða. Auk Liverpool hafa Barcelona og Real Madrid einnig verið á eftir honum. Félagaskiptafréttamaðurinn Fabizio Romano segir að nú sé hins vegar frágengið að Zubimendi spili undir stjórn landa síns Mikel Arteta hjá Arsenal. 🚨 Arsenal agree deal to sign Martin Zubimendi from Real Sociedad, here we go! ❤️🤍Zubimendi has now verbally agreed to sign a long term deal… so formal steps must follow soon with Arsenal to trigger €60m clause.Zubi, ready to become the first signing of the new season. pic.twitter.com/yzYJOydstE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2025 Hann sé búinn að gera munnlegt samkomulag um langtímasamning og Arsenal muni greiða Sociedad þær 60 milljónir evra sem gera leikmanninn falan samkvæmt klásúlu í samningi. Orri telur Arsenal vera að detta í lukkupottinn með því að klófesta Zubimendi sem sé svo jarðbundinn að hann sé eiginlega með fæturna fyrir neðan jörðina: „Þetta er frábær strákur með fæturna ekki bara á jörðinni, heldur fyrir neðan jörðina. Það er búið að vera magnað að fylgjast með því hvað hann hefur þróast síðasta árið. Hvort hann fari eða ekki, fyrir mér er það bara tímaspursmál. Frábær leikmaður sem getur farið alla leið á toppinn í fótboltaheiminum.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Orri berst við fyrirliðann um stöðu: „Góðir vinir og reynum að hjálpast að“ „Það hefur verið mjög holl samkeppni,“ segir framherjinn Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, um samkeppnina við spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal um stöðu í liði Real Sociedad í vetur. 10. júní 2025 12:01 „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira
Orri kom til Sociedad á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrrasumar en þá hafði mikið verið í umræðunni að Zubimendi gæti endað hjá Liverpool sem sóttist eftir að fá hann. Þeir voru svo liðsfélagar í vetur en verða það ekki áfram. „Maður sá það frá fyrstu æfingu hversu góður leikmaður hann er og hafði séð orðrómana sem höfðu verið á kreiki varðandi hann og Liverpool síðasta sumar. Maður vissi aðeins af honum, sá hann á EM það árið. Gæðin hjá honum skína í gegn,“ sagði Orri í viðtali við Aron Guðmundsson á dögunum. Viðtalið má sjá í heild hér að neðan en Orri ræðir um Zubimendi eftir 6:37 mínútur. Hinn 26 ára gamli Zubimendi er spænskur landsliðsmaður sem spilað hefur með Real Sociedad allan sinn meistaraflokksferil. Hann þykir ein allra besta „sexan“ í fótboltaheiminum í dag og hefur lengi verið í sigti stórliða. Auk Liverpool hafa Barcelona og Real Madrid einnig verið á eftir honum. Félagaskiptafréttamaðurinn Fabizio Romano segir að nú sé hins vegar frágengið að Zubimendi spili undir stjórn landa síns Mikel Arteta hjá Arsenal. 🚨 Arsenal agree deal to sign Martin Zubimendi from Real Sociedad, here we go! ❤️🤍Zubimendi has now verbally agreed to sign a long term deal… so formal steps must follow soon with Arsenal to trigger €60m clause.Zubi, ready to become the first signing of the new season. pic.twitter.com/yzYJOydstE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2025 Hann sé búinn að gera munnlegt samkomulag um langtímasamning og Arsenal muni greiða Sociedad þær 60 milljónir evra sem gera leikmanninn falan samkvæmt klásúlu í samningi. Orri telur Arsenal vera að detta í lukkupottinn með því að klófesta Zubimendi sem sé svo jarðbundinn að hann sé eiginlega með fæturna fyrir neðan jörðina: „Þetta er frábær strákur með fæturna ekki bara á jörðinni, heldur fyrir neðan jörðina. Það er búið að vera magnað að fylgjast með því hvað hann hefur þróast síðasta árið. Hvort hann fari eða ekki, fyrir mér er það bara tímaspursmál. Frábær leikmaður sem getur farið alla leið á toppinn í fótboltaheiminum.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Orri berst við fyrirliðann um stöðu: „Góðir vinir og reynum að hjálpast að“ „Það hefur verið mjög holl samkeppni,“ segir framherjinn Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, um samkeppnina við spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal um stöðu í liði Real Sociedad í vetur. 10. júní 2025 12:01 „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira
Orri berst við fyrirliðann um stöðu: „Góðir vinir og reynum að hjálpast að“ „Það hefur verið mjög holl samkeppni,“ segir framherjinn Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, um samkeppnina við spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal um stöðu í liði Real Sociedad í vetur. 10. júní 2025 12:01
„Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01