Kolbrún svarar í engu kröfu um að hún skuldi afsökunarbeiðni Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2025 15:51 Bæði Diljá Karen og Pétur Orri telja vert að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir biðji þau afsökunar á ummælum sínum en ekkert næst í Kolbrúnu. Vísir/vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingmaður Flokks fólksins lætur ekki ná í sig en Vísir hefur reynt að ná tali af henni núna í nokkra daga vegna umdeildra ummæla sem hún lét falla í síðustu viku. Um er að ræða ummæli sem Kolbrún lét falla þess efnis að ungt fólk sem hafi verið leitt fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í tengslum við frumvarp um grunnskóla og námsmat hafi verið handbendi minnihlutans. Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf nýútskrifuð frá MR furðar sig á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns flokks fólksins og telur sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi líklega ætlað minnihlutanum. Diljá segir orð Kolbrúnar til þess fallin að þagga niður í röddum ungs fólks og telur sig eiga inni afsökunarbeiðni frá þingmanninum. Diljá hefur ekkert heyrt frá Kolbrúnu, hvorki hefur henni borist afsökunarbeiðni né útskýringar. Blaut tuska í andlit ungs fólks Og sömu sögu er að segja um Pétur Orra Pétursson nýstúdent frá Verzlunarskólanum. Hann skrifaði pistil á Vísi sem snýr að því sem hann vill kalla árásir Kolbrúnar en hún hélt því fram í tvígang í ræðustól Alþingis að framhaldsskólanemar sem skiluðu inn umsögnum um stjórnarfrumvarp um námsmat í grunnskólum væru ómarktækir. Ummælin snúa að fjórum ungmennum sem Kolbrún vildi meina að væru sérvalin af minnihlutanum: „Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt.“ Pétur Orri telur einsýnt að Kolbrún skuldi ungmennunum afsökunarbeiðni. Upptekin í allan dag Vísir hefur reynt að ná í Kolbrúnu nú í nokkra daga með það fyrir augum að spyrja hana hvernig hún hyggist bregðast við óskum um afsökunarbeiðni en án árangurs. Ítrekuð símtöl, tölvupóstur og Facebook-skilaboð en allt kemur fyrir ekki. Á þriðjudaginn náðist í Heimi Má Pétursson framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins. Honum var gerð grein fyrir erindinu og hann spurður um ferðir Kolbrúnar. Svör hans voru stutt: „Hún er upptekin á fundum.“ Og þegar hann var spurður hvenær hún losni, en þá voru ekki fundir í fastanefndum þingsins sem Kolbrún situr í, í svaraði Heimir: „Upptekin í allan dag.“ Alþingi Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32 Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Um er að ræða ummæli sem Kolbrún lét falla þess efnis að ungt fólk sem hafi verið leitt fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í tengslum við frumvarp um grunnskóla og námsmat hafi verið handbendi minnihlutans. Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf nýútskrifuð frá MR furðar sig á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns flokks fólksins og telur sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi líklega ætlað minnihlutanum. Diljá segir orð Kolbrúnar til þess fallin að þagga niður í röddum ungs fólks og telur sig eiga inni afsökunarbeiðni frá þingmanninum. Diljá hefur ekkert heyrt frá Kolbrúnu, hvorki hefur henni borist afsökunarbeiðni né útskýringar. Blaut tuska í andlit ungs fólks Og sömu sögu er að segja um Pétur Orra Pétursson nýstúdent frá Verzlunarskólanum. Hann skrifaði pistil á Vísi sem snýr að því sem hann vill kalla árásir Kolbrúnar en hún hélt því fram í tvígang í ræðustól Alþingis að framhaldsskólanemar sem skiluðu inn umsögnum um stjórnarfrumvarp um námsmat í grunnskólum væru ómarktækir. Ummælin snúa að fjórum ungmennum sem Kolbrún vildi meina að væru sérvalin af minnihlutanum: „Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt.“ Pétur Orri telur einsýnt að Kolbrún skuldi ungmennunum afsökunarbeiðni. Upptekin í allan dag Vísir hefur reynt að ná í Kolbrúnu nú í nokkra daga með það fyrir augum að spyrja hana hvernig hún hyggist bregðast við óskum um afsökunarbeiðni en án árangurs. Ítrekuð símtöl, tölvupóstur og Facebook-skilaboð en allt kemur fyrir ekki. Á þriðjudaginn náðist í Heimi Má Pétursson framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins. Honum var gerð grein fyrir erindinu og hann spurður um ferðir Kolbrúnar. Svör hans voru stutt: „Hún er upptekin á fundum.“ Og þegar hann var spurður hvenær hún losni, en þá voru ekki fundir í fastanefndum þingsins sem Kolbrún situr í, í svaraði Heimir: „Upptekin í allan dag.“
Alþingi Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32 Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32
Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33