Tryggði sig á heimsleikana en endaði á sjúkrahúsi tveimur dögum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 08:30 Alex Gazan er komin með farseðilinn á heimsleikana en nú er spurning hvort hún geti keppt. @alexgazan_ CrossFit konan Alex Gazan er ein af fáum sem hafa tryggt sig inn á heimsleikana í CrossFit en heppnin var hins vegar ekki með henni tveimur dögum eftir að farseðillinn á leikana var tryggður. Umboðsmaður Alex Gazan er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson og hann sendi skjólstæðingi sínum baráttukveðjur eftir færslu hennar á samfélagsmiðlum. Snorri Barón Jónsson sendi Alex Gazan kveðju.@snorribaron Alex Gazan tryggði sér sæti á heimsleikunum með því að standa sig frábærlega og vinna NorCal Classic undanúrslitamótið um síðustu helgi. Aðeins tveimur dögum síðar lenti hún í bílslysi með eiginmanni sínum Jake. Gazan fótbrotnaði í slysinu og þessi meiðsli eru líkleg til að koma í veg fyrir að hún verði með á heimsleikunum í ágúst. Það eru bara tveir mánuðir í leikana og ólíklegt að hún verði búin að ná sér og komin í keppnisform þá. Þetta er auðvitað mjög svekkjandi fyrir hana enda búin að sýna og sanna að hún er í frábæru formi þessi misserin. Þetta hefði samt getað farið mun verr og það er því líka hægt að horfa á björtu hliðarnar líka. Gazan sagði frá slysinu á samfélagsmiðlum eins og lesa má hér fyrir neðan. „Það sem byrjaði sem skemmtilegt ferðalag breyttist fljótt í mína mest ógnvekjandi lífsreynslu,“ skrifaði Alex Gazan. „Ég þakka guði fyrir að vera enn á lífi og hvernig hann passaði upp á okkur því þetta hefði auðveldlega verið banaslys. Ég og Jake erum í lagi og útskrifuð af spítalanum,“ skrifaði Gazan. „Ég er með lítið brot í dálkinum og fóturinn er líka mjög mikið bólginn. Það voru líka glerbrot þar gler á ekki að vera. Ég vonast samt eftir að ná sér sem fyrst og að ég geti aftur farið að gera það ég elska mest að gera,“ skrifaði Gazan. Það er kostnaðarsamt að enda á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og hún biðlar því til þeirra góðhjörtuðu sem geta styrkt þau skötuhjúin í því að borga sjúkrahúsreikninga sína. Þeir sem hafa áhuga geta styrkt þau hér. View this post on Instagram A post shared by Alex Gazan (@alexgazan_) CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira
Umboðsmaður Alex Gazan er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson og hann sendi skjólstæðingi sínum baráttukveðjur eftir færslu hennar á samfélagsmiðlum. Snorri Barón Jónsson sendi Alex Gazan kveðju.@snorribaron Alex Gazan tryggði sér sæti á heimsleikunum með því að standa sig frábærlega og vinna NorCal Classic undanúrslitamótið um síðustu helgi. Aðeins tveimur dögum síðar lenti hún í bílslysi með eiginmanni sínum Jake. Gazan fótbrotnaði í slysinu og þessi meiðsli eru líkleg til að koma í veg fyrir að hún verði með á heimsleikunum í ágúst. Það eru bara tveir mánuðir í leikana og ólíklegt að hún verði búin að ná sér og komin í keppnisform þá. Þetta er auðvitað mjög svekkjandi fyrir hana enda búin að sýna og sanna að hún er í frábæru formi þessi misserin. Þetta hefði samt getað farið mun verr og það er því líka hægt að horfa á björtu hliðarnar líka. Gazan sagði frá slysinu á samfélagsmiðlum eins og lesa má hér fyrir neðan. „Það sem byrjaði sem skemmtilegt ferðalag breyttist fljótt í mína mest ógnvekjandi lífsreynslu,“ skrifaði Alex Gazan. „Ég þakka guði fyrir að vera enn á lífi og hvernig hann passaði upp á okkur því þetta hefði auðveldlega verið banaslys. Ég og Jake erum í lagi og útskrifuð af spítalanum,“ skrifaði Gazan. „Ég er með lítið brot í dálkinum og fóturinn er líka mjög mikið bólginn. Það voru líka glerbrot þar gler á ekki að vera. Ég vonast samt eftir að ná sér sem fyrst og að ég geti aftur farið að gera það ég elska mest að gera,“ skrifaði Gazan. Það er kostnaðarsamt að enda á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og hún biðlar því til þeirra góðhjörtuðu sem geta styrkt þau skötuhjúin í því að borga sjúkrahúsreikninga sína. Þeir sem hafa áhuga geta styrkt þau hér. View this post on Instagram A post shared by Alex Gazan (@alexgazan_)
CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira