Sló heimsmet og sagði annað vera tímasóun Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 21:32 Karsten Warholm gladdi norsku þjóðina með heimsmeti á heimavelli í kvöld og gaf sér góðan tíma í að sinna aðdáendum. Getty/Maja Hitij Norski grindahlauparinn Karsten Warholm naut sín á botn fyrir framan landa sína á Bislett-leikvanginum í kvöld og setti nýtt heimsmet. Annað hefði verið tímaeyðsla að hans eigin sögn. Warholm sló sitt eigið heimsmet í 300 metra grindahlaupi, sem vissulega hefur mun sjaldnar verið keppt í en 400 metra grindahlaupi sem Warholm hlaut silfur í á síðustu Ólympíuleikum og gull í Tókýó 2021. Hann hljóp á Demantamótinu í kvöld á 32,67 sekúndum og sló metið sitt frá því í Kína í vor um 62/100 úr sekúndu. Í ár er í fyrsta sinn keppt í 300 metra grindahlaupi á Demantamótaröðinni en heimsmet í greininni eru þó ekki skráð hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það skemmtilegasta var að vinna og sjá gleðina hjá öllum áhorfendunum. Það toppar ekkert tilfinninguna við að vinna á heimavelli og setja heimsmet. Ef mér tekst ekki að koma mér í svona stöðu þá finnst mér ég vera að sóa tíma mínum,“ sagði Warholm við SVT Sport. The fastest 300m hurdles in history! 🔥 Karsten Warholm 🇳🇴 shatters his world best with 32.67 at the Bislett Games in Oslo!He takes 0.38 off his previous mark. 🥵#DiamondLeague pic.twitter.com/IM7eSeoRB9— European Athletics (@EuroAthletics) June 12, 2025 Warholm var þó ekki með forystuna framan af hlaupi því Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin byrjaði betur. Warholm nýtti hins vegar stuðninginn úr stúkunni og endaði rúmlega hálfri sekúndu á undan Benjamin sem kom í mark á 33,22 sekúndum. Alison dos Santos varð svo þriðji á 33,38 sekúndum. Benjamin hafði haft betur gegn Warholm á Ólympíuleikunum í fyrra og Dos Santos vann hann á Bislett-leikvanginum í fyrra, svo sigurinn var enn kærkomnari í kvöld. „Þetta hefur angrað mig mikið. En það verður að segjast að svona lagað er líka langbesta hvatningin og eitthvað sem ekkert annað getur fært þér,“ sagði Warholm um samkeppnina. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sjá meira
Warholm sló sitt eigið heimsmet í 300 metra grindahlaupi, sem vissulega hefur mun sjaldnar verið keppt í en 400 metra grindahlaupi sem Warholm hlaut silfur í á síðustu Ólympíuleikum og gull í Tókýó 2021. Hann hljóp á Demantamótinu í kvöld á 32,67 sekúndum og sló metið sitt frá því í Kína í vor um 62/100 úr sekúndu. Í ár er í fyrsta sinn keppt í 300 metra grindahlaupi á Demantamótaröðinni en heimsmet í greininni eru þó ekki skráð hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það skemmtilegasta var að vinna og sjá gleðina hjá öllum áhorfendunum. Það toppar ekkert tilfinninguna við að vinna á heimavelli og setja heimsmet. Ef mér tekst ekki að koma mér í svona stöðu þá finnst mér ég vera að sóa tíma mínum,“ sagði Warholm við SVT Sport. The fastest 300m hurdles in history! 🔥 Karsten Warholm 🇳🇴 shatters his world best with 32.67 at the Bislett Games in Oslo!He takes 0.38 off his previous mark. 🥵#DiamondLeague pic.twitter.com/IM7eSeoRB9— European Athletics (@EuroAthletics) June 12, 2025 Warholm var þó ekki með forystuna framan af hlaupi því Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin byrjaði betur. Warholm nýtti hins vegar stuðninginn úr stúkunni og endaði rúmlega hálfri sekúndu á undan Benjamin sem kom í mark á 33,22 sekúndum. Alison dos Santos varð svo þriðji á 33,38 sekúndum. Benjamin hafði haft betur gegn Warholm á Ólympíuleikunum í fyrra og Dos Santos vann hann á Bislett-leikvanginum í fyrra, svo sigurinn var enn kærkomnari í kvöld. „Þetta hefur angrað mig mikið. En það verður að segjast að svona lagað er líka langbesta hvatningin og eitthvað sem ekkert annað getur fært þér,“ sagði Warholm um samkeppnina.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sjá meira