Þorði ekki í mikilvægan landsleik af ótta við stefnu Trumps Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 07:02 Raiko Arozarena vildi ekki taka áhættuna á að fara til Kúbu og missti af afar mikilvægum landsleik. Getty/Megan Briggs Kúbverjar eru úr leik í undankeppni HM karla í fótbolta en kannski ættu þeir enn von ef að markvörður þeirra og fyrirliði hefði þorað að yfirgefa Bandaríkin til að spila lykilleik gegn Bermúda. Áhyggjur hafa verið af því hvaða áhrif hörð innflytjendastefna ríkisstjórnar Donald Trump muni hafa á heimsmeistaramótið á næsta ári, ekki síst eftir að tólf þjóðir voru settar á bannlista á mánudaginn. Ferðabannið er að minnsta kosti þegar farið að hafa áhrif á undankeppni HM því markvörður Kúbu, Raiko Arozarena sem spilar með Las Vegas Lights í Bandaríkjunum, vildi ekki taka sénsinn á að spila gegn Bermúda á Kúbu á þriðjudaginn. Kúba er ekki í hópi landanna tólf sem sett voru á bannlista en er eitt af sjö öðrum löndum sem nú þurfa að lúta strangari reglum um komu til Bandaríkjanna. Arozarena er búsettur í Bandaríkjunum og hefði samkvæmt reglunum ekki átt að þurfa að óttast að mega ekki snúa aftur heim eftir leik á Kúbu en gerði það þó samt, samkvæmt yfirlýsingu kúbverska knattspyrnusambandsins. Hann tilkynnti ákvörðun sína aðeins nokkrum klukkutímum fyrir flug frá Antígva og Barbúda, þar sem hann hafði staðið í markinu og borið fyrirliðabandið í 1-0 útisigri Kúbverja. Gáfu leik gegn Kúbu „Leikmaðurinn útskýrði að hann hefði áhyggjur af nýjustu innflytjendareglunum sem bandarísk stjórnvöld eru að innleiða. Hann býr í Bandaríkjunum og reglurnar takmarka ferðalög til landsins frá Kúbu og fleiri löndum, svo hann taldi félagsliðaferli sínum ógnað,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins. Án Arozarena tapaði Kúba gegn Bermúda, 2-1, missti þar með Bermúda upp fyrir sig í riðlinum og þar með er HM-draumurinn úti. Bermúda komst hins vegar á næsta stig ásamt Hondúras sem vann riðilinn. Fyrr í þessum landsleikjaglugga ákváðu Cayman-eyjar að gefa leik sinn gegn Kúbverjum vegna ótta um að hópur leikmanna liðsins myndi ekki geta snúið aftur til Bandaríkjanna eftir leikinn. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Áhyggjur hafa verið af því hvaða áhrif hörð innflytjendastefna ríkisstjórnar Donald Trump muni hafa á heimsmeistaramótið á næsta ári, ekki síst eftir að tólf þjóðir voru settar á bannlista á mánudaginn. Ferðabannið er að minnsta kosti þegar farið að hafa áhrif á undankeppni HM því markvörður Kúbu, Raiko Arozarena sem spilar með Las Vegas Lights í Bandaríkjunum, vildi ekki taka sénsinn á að spila gegn Bermúda á Kúbu á þriðjudaginn. Kúba er ekki í hópi landanna tólf sem sett voru á bannlista en er eitt af sjö öðrum löndum sem nú þurfa að lúta strangari reglum um komu til Bandaríkjanna. Arozarena er búsettur í Bandaríkjunum og hefði samkvæmt reglunum ekki átt að þurfa að óttast að mega ekki snúa aftur heim eftir leik á Kúbu en gerði það þó samt, samkvæmt yfirlýsingu kúbverska knattspyrnusambandsins. Hann tilkynnti ákvörðun sína aðeins nokkrum klukkutímum fyrir flug frá Antígva og Barbúda, þar sem hann hafði staðið í markinu og borið fyrirliðabandið í 1-0 útisigri Kúbverja. Gáfu leik gegn Kúbu „Leikmaðurinn útskýrði að hann hefði áhyggjur af nýjustu innflytjendareglunum sem bandarísk stjórnvöld eru að innleiða. Hann býr í Bandaríkjunum og reglurnar takmarka ferðalög til landsins frá Kúbu og fleiri löndum, svo hann taldi félagsliðaferli sínum ógnað,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins. Án Arozarena tapaði Kúba gegn Bermúda, 2-1, missti þar með Bermúda upp fyrir sig í riðlinum og þar með er HM-draumurinn úti. Bermúda komst hins vegar á næsta stig ásamt Hondúras sem vann riðilinn. Fyrr í þessum landsleikjaglugga ákváðu Cayman-eyjar að gefa leik sinn gegn Kúbverjum vegna ótta um að hópur leikmanna liðsins myndi ekki geta snúið aftur til Bandaríkjanna eftir leikinn.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira