Frjór jarðvegur fyrir glæpagengi til að festa rætur Halldóra Mogensen skrifar 13. júní 2025 09:32 Dómsmálaráðherra benti réttilega á í nýlegri grein að Ísland stendur frammi fyrir vaxandi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Hún vísaði til reynslu nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum, þar sem gengjastríð og ofbeldi hafa orðið að skelfilegum veruleika, og ungmenni eru notuð sem verkfæri glæpahópa. Lausnin sem ráðherra leggur til er að læra af Norðurlöndunum með því að herða refsingar, efla lögreglu og auka valdheimildir hennar. En ég vil hvetja ráðherra til að draga dýpri lærdóm af reynslu nágranna okkar. Í stað þess að hlaupa strax af stað að herða refsingar og auka valdheimildir lögreglu, vil ég hvetja dómsmálaráðherra til spyrja fyrst: Hvers vegna eru ungmenni yfir höfuð móttækileg fyrir því að ganga til liðs við glæpahópa? Hvernig hefur samfélagið brugðist þeim áður en til glæpanna kom? Hvers vegna blómstrar svartur markaður með vímuefni? Og hvers vegna virðist hörð refsi- og bannstefna í vímuefnamálum ekki skila öðrum árangri en auknu ofbeldi og glæpum? Þegar við ræðum aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi er ekki einmitt mikilvægast að horfast í augu við þá samfélagslegu þróun sem skapar frjósaman jarðveg fyrir hana? Samfélag sem bregst ungu fólki Rannsóknir sýna að andleg líðan ungs fólks á Íslandi og á Norðurlöndunum hefur versnað mikið síðasta áratug. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki eru orðin hluti af daglegu lífi fjölmargra ungmenna. Ungt fólk á öllum Norðurlöndunum fær í auknum mæli ekki þá þjónustu og stuðning sem það þarf. Þjónustukerfin ráða illa við eftirspurn, félagslegur stuðningur hefur veikst og skólakerfið nær síður að veita öryggi. Ísland sker sig þó sérstaklega úr hvað varðar umfang vandans og skort á lausnum. Í slíku ástandi, þar sem kerfið bregst og vonin dofnar, verður vímuefnaneysla oft aðlaðandi kostur. Svíþjóð og önnur lönd með stranga refsi- og bannstefnu í vímuefnamálum eru að sjá meiri og verri glæpi en lönd sem taka upp skaðaminnkandi nálgun. Það er ekki tilviljun að Svíþjóð, með eina ströngustu vímuefnastefnu í Evrópu, hefur nú lang versta gengjavandann á Norðurlöndunum. Í sænskri rannsókn hafa sérfræðingar í afbrotafræði og félagsfræði bent á að glæpagengi sæki sérstaklega í ungmenni sem búa í vanræktum hverfum í jaðarsettum samfélögum sem treysta síður hinu opinbera og stofnunum þess. Glæpahópar nýta sér einstaklinga í félagslega veikri stöðu. Ef við viljum koma í veg fyrir þessa þróun þurfum við að tryggja að ungt fólk eigi raunverulega valkosti. Við gerum þetta með því að byggja upp samfélag þar sem þau finna til öryggis, samfélag sem þau tilheyra og finna tilgang í að taka þátt í. Þegar refsingar gera illt verra Sænskir sérfræðingar í afbrotafræði hafa bent á að refsi- og bannstefnan í fíkniefnamálum hefur eflt skipulagða glæpastarfsemi og stuðlað að gengjamyndun í Svíþjóð. Þeir benda á að með því að setja vímuefnamarkaðinn algjörlega utan laganna, gefur ríkið glæpagengjum einokun á þessum arðbæra markaði. Sala á vímuefnum færir gríðarlegt fjármagn í hendur hættulegra glæpamanna sem nota gróðann til að fjármagna aðra glæpi. Stríðið gegn vímuefnum ýtir beinlínis undir ofbeldi, ójöfnuð og fleiri samfélagsvandamál. Ef við eigum að læra eitthvað af Svíunum þá er það að segja skilið við þessa skaðlegu stefnu. Upprætum tekjustofn glæpagengjanna Það er gríðarlega mikilvægt öryggismál að sporna við skipulagðri brotastarfsemi en öryggi skapast ekki með því að fara í vígbúnaðarkapphlaup við glæpamenn. Lykillinn að raunverulegum árangri í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi er að fjarlægja grundvöll starfseminnar. Ef við regluvæðum vímuefni drögum við úr völdum glæpamanna með því að taka af þeim markaðinn og fjármagnið. Með peningunum sem sparast í refsivörslukerfinu er hægt að fjárfesta í félagslegum úrræðum, fræðslu, meðferðarúrræðum, andlegri heilsu og menntun. Með því að tryggja að grunnþörfum fólks sé mætt minnkum við svo eftirspurnina eftir vímuefnunum sem glæpagengin stórgræða á. Öryggi byggist ekki á vopnum heldur valkostum Það er ekki hægt að lýsa yfir stríði gegn glæpum án þess að horfast í augu við að sumt af því sem við köllum glæpi eru bein afleiðing skaðlegrar vímuefnastefnu, vanrækslu, fátæktar og skorts á valkostum. Ef við viljum raunverulega berjast fyrir öruggu samfélagi, þurfum við fyrst að gangast við því að við erum ekki að gera nægilega vel fyrir stóra hópa af fólki og setja það í forgang að byggja samfélag sem skilur engann eftir. Við þurfum að byggja brýr í stað þess að reisa múra. Það er lærdómurinn sem ég hvet dómsmálaráðherra til að draga af þróun mála í Norðurlöndunum. Höfundur er áhugamanneskja um mannvænt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra benti réttilega á í nýlegri grein að Ísland stendur frammi fyrir vaxandi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Hún vísaði til reynslu nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum, þar sem gengjastríð og ofbeldi hafa orðið að skelfilegum veruleika, og ungmenni eru notuð sem verkfæri glæpahópa. Lausnin sem ráðherra leggur til er að læra af Norðurlöndunum með því að herða refsingar, efla lögreglu og auka valdheimildir hennar. En ég vil hvetja ráðherra til að draga dýpri lærdóm af reynslu nágranna okkar. Í stað þess að hlaupa strax af stað að herða refsingar og auka valdheimildir lögreglu, vil ég hvetja dómsmálaráðherra til spyrja fyrst: Hvers vegna eru ungmenni yfir höfuð móttækileg fyrir því að ganga til liðs við glæpahópa? Hvernig hefur samfélagið brugðist þeim áður en til glæpanna kom? Hvers vegna blómstrar svartur markaður með vímuefni? Og hvers vegna virðist hörð refsi- og bannstefna í vímuefnamálum ekki skila öðrum árangri en auknu ofbeldi og glæpum? Þegar við ræðum aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi er ekki einmitt mikilvægast að horfast í augu við þá samfélagslegu þróun sem skapar frjósaman jarðveg fyrir hana? Samfélag sem bregst ungu fólki Rannsóknir sýna að andleg líðan ungs fólks á Íslandi og á Norðurlöndunum hefur versnað mikið síðasta áratug. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki eru orðin hluti af daglegu lífi fjölmargra ungmenna. Ungt fólk á öllum Norðurlöndunum fær í auknum mæli ekki þá þjónustu og stuðning sem það þarf. Þjónustukerfin ráða illa við eftirspurn, félagslegur stuðningur hefur veikst og skólakerfið nær síður að veita öryggi. Ísland sker sig þó sérstaklega úr hvað varðar umfang vandans og skort á lausnum. Í slíku ástandi, þar sem kerfið bregst og vonin dofnar, verður vímuefnaneysla oft aðlaðandi kostur. Svíþjóð og önnur lönd með stranga refsi- og bannstefnu í vímuefnamálum eru að sjá meiri og verri glæpi en lönd sem taka upp skaðaminnkandi nálgun. Það er ekki tilviljun að Svíþjóð, með eina ströngustu vímuefnastefnu í Evrópu, hefur nú lang versta gengjavandann á Norðurlöndunum. Í sænskri rannsókn hafa sérfræðingar í afbrotafræði og félagsfræði bent á að glæpagengi sæki sérstaklega í ungmenni sem búa í vanræktum hverfum í jaðarsettum samfélögum sem treysta síður hinu opinbera og stofnunum þess. Glæpahópar nýta sér einstaklinga í félagslega veikri stöðu. Ef við viljum koma í veg fyrir þessa þróun þurfum við að tryggja að ungt fólk eigi raunverulega valkosti. Við gerum þetta með því að byggja upp samfélag þar sem þau finna til öryggis, samfélag sem þau tilheyra og finna tilgang í að taka þátt í. Þegar refsingar gera illt verra Sænskir sérfræðingar í afbrotafræði hafa bent á að refsi- og bannstefnan í fíkniefnamálum hefur eflt skipulagða glæpastarfsemi og stuðlað að gengjamyndun í Svíþjóð. Þeir benda á að með því að setja vímuefnamarkaðinn algjörlega utan laganna, gefur ríkið glæpagengjum einokun á þessum arðbæra markaði. Sala á vímuefnum færir gríðarlegt fjármagn í hendur hættulegra glæpamanna sem nota gróðann til að fjármagna aðra glæpi. Stríðið gegn vímuefnum ýtir beinlínis undir ofbeldi, ójöfnuð og fleiri samfélagsvandamál. Ef við eigum að læra eitthvað af Svíunum þá er það að segja skilið við þessa skaðlegu stefnu. Upprætum tekjustofn glæpagengjanna Það er gríðarlega mikilvægt öryggismál að sporna við skipulagðri brotastarfsemi en öryggi skapast ekki með því að fara í vígbúnaðarkapphlaup við glæpamenn. Lykillinn að raunverulegum árangri í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi er að fjarlægja grundvöll starfseminnar. Ef við regluvæðum vímuefni drögum við úr völdum glæpamanna með því að taka af þeim markaðinn og fjármagnið. Með peningunum sem sparast í refsivörslukerfinu er hægt að fjárfesta í félagslegum úrræðum, fræðslu, meðferðarúrræðum, andlegri heilsu og menntun. Með því að tryggja að grunnþörfum fólks sé mætt minnkum við svo eftirspurnina eftir vímuefnunum sem glæpagengin stórgræða á. Öryggi byggist ekki á vopnum heldur valkostum Það er ekki hægt að lýsa yfir stríði gegn glæpum án þess að horfast í augu við að sumt af því sem við köllum glæpi eru bein afleiðing skaðlegrar vímuefnastefnu, vanrækslu, fátæktar og skorts á valkostum. Ef við viljum raunverulega berjast fyrir öruggu samfélagi, þurfum við fyrst að gangast við því að við erum ekki að gera nægilega vel fyrir stóra hópa af fólki og setja það í forgang að byggja samfélag sem skilur engann eftir. Við þurfum að byggja brýr í stað þess að reisa múra. Það er lærdómurinn sem ég hvet dómsmálaráðherra til að draga af þróun mála í Norðurlöndunum. Höfundur er áhugamanneskja um mannvænt samfélag.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar