Burðardýr með þrettán kíló í farangrinum hlaut þungan dóm Árni Sæberg skrifar 13. júní 2025 14:15 Maðurinn flutti efnin í ferðatösku. Myndin er úr safni og maðurinn á henni er alveg örugglega ekki með þrettán kíló af kókaíni í töskunni. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður sem er erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar fyrir innflutning á rúmum þrettán kílóum af kókaíni. Ekkert bendir þó til þess að hann hafi komið að skipulagningu innflutningsins. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn, Maxence Yannick Bertrand, hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl þessa árs staðið að innflutningi á samtals 13,03 kílóum af kókaíni með styrkleika 83 til 87 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Vel ríflega 200 milljóna virði Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 215 milljónir króna. Þá sagði í nýlegum dómi í öðru fíkniefnamáli að neyslustyrkur kókaíns á Íslandi væri um 76 prósent. Því má ætla að götuvirðið sé nokkru hærra. Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt kókaínið falin í tösku sem hann hafði meðferðis í flugi FI555 frá ótilgreindum stað til Keflavíkur. Flug FI555 er á vegum Icelandair og flogið er á milli Brussel í Belgíu og Íslands. Hluti keðju Bertrand hafi játað sök samkvæmt ákæru og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins. Með hliðsjón af játningunni, sem ekki þyki ástæða til að draga í efa, og gögnum málsins teljist hann sannur að sök og háttsemi hans sé réttilega heimfærð til refsiákvæða. Honum hefði ekki áður verið gerð refsins svo vitað sé. Horft hafi verið til þess og skýlausar játningar hans en einnig til aldurs hans. Hann hafi lýst iðrun sinni fyrir dómi. „Ákærði flutti sterk fíkniefni til landsins ætluð til söludreifingar. Horfa verður til magns og styrkleika efnanna. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ákærði hafi fjármagnað eða skipulagt innflutninginn og verður miðað við að hans hlutverk hafi verið það eitt að flytja efnin hingað til lands. Engu að síður var hann hlekkur í þeirri keðju sem ætluð var til að koma efnunum til söludreifingar á Íslandi. Þegar á allt er horft ákveðst refsing ákærða fangelsi í sex og hálft ár með frádrætti eins og í dómsorði greinir,“ segir í dóminum. Þá var honum gert að greiða málsvarnarþóknunar verjanda síns, 1,7 milljónir króna, 128 þúsund króna ferðakostnaðar hans og 1,3 milljónir króna í annan sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn, Maxence Yannick Bertrand, hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl þessa árs staðið að innflutningi á samtals 13,03 kílóum af kókaíni með styrkleika 83 til 87 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Vel ríflega 200 milljóna virði Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 215 milljónir króna. Þá sagði í nýlegum dómi í öðru fíkniefnamáli að neyslustyrkur kókaíns á Íslandi væri um 76 prósent. Því má ætla að götuvirðið sé nokkru hærra. Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt kókaínið falin í tösku sem hann hafði meðferðis í flugi FI555 frá ótilgreindum stað til Keflavíkur. Flug FI555 er á vegum Icelandair og flogið er á milli Brussel í Belgíu og Íslands. Hluti keðju Bertrand hafi játað sök samkvæmt ákæru og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins. Með hliðsjón af játningunni, sem ekki þyki ástæða til að draga í efa, og gögnum málsins teljist hann sannur að sök og háttsemi hans sé réttilega heimfærð til refsiákvæða. Honum hefði ekki áður verið gerð refsins svo vitað sé. Horft hafi verið til þess og skýlausar játningar hans en einnig til aldurs hans. Hann hafi lýst iðrun sinni fyrir dómi. „Ákærði flutti sterk fíkniefni til landsins ætluð til söludreifingar. Horfa verður til magns og styrkleika efnanna. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ákærði hafi fjármagnað eða skipulagt innflutninginn og verður miðað við að hans hlutverk hafi verið það eitt að flytja efnin hingað til lands. Engu að síður var hann hlekkur í þeirri keðju sem ætluð var til að koma efnunum til söludreifingar á Íslandi. Þegar á allt er horft ákveðst refsing ákærða fangelsi í sex og hálft ár með frádrætti eins og í dómsorði greinir,“ segir í dóminum. Þá var honum gert að greiða málsvarnarþóknunar verjanda síns, 1,7 milljónir króna, 128 þúsund króna ferðakostnaðar hans og 1,3 milljónir króna í annan sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira