Burðardýr með þrettán kíló í farangrinum hlaut þungan dóm Árni Sæberg skrifar 13. júní 2025 14:15 Maðurinn flutti efnin í ferðatösku. Myndin er úr safni og maðurinn á henni er alveg örugglega ekki með þrettán kíló af kókaíni í töskunni. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður sem er erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar fyrir innflutning á rúmum þrettán kílóum af kókaíni. Ekkert bendir þó til þess að hann hafi komið að skipulagningu innflutningsins. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn, Maxence Yannick Bertrand, hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl þessa árs staðið að innflutningi á samtals 13,03 kílóum af kókaíni með styrkleika 83 til 87 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Vel ríflega 200 milljóna virði Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 215 milljónir króna. Þá sagði í nýlegum dómi í öðru fíkniefnamáli að neyslustyrkur kókaíns á Íslandi væri um 76 prósent. Því má ætla að götuvirðið sé nokkru hærra. Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt kókaínið falin í tösku sem hann hafði meðferðis í flugi FI555 frá ótilgreindum stað til Keflavíkur. Flug FI555 er á vegum Icelandair og flogið er á milli Brussel í Belgíu og Íslands. Hluti keðju Bertrand hafi játað sök samkvæmt ákæru og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins. Með hliðsjón af játningunni, sem ekki þyki ástæða til að draga í efa, og gögnum málsins teljist hann sannur að sök og háttsemi hans sé réttilega heimfærð til refsiákvæða. Honum hefði ekki áður verið gerð refsins svo vitað sé. Horft hafi verið til þess og skýlausar játningar hans en einnig til aldurs hans. Hann hafi lýst iðrun sinni fyrir dómi. „Ákærði flutti sterk fíkniefni til landsins ætluð til söludreifingar. Horfa verður til magns og styrkleika efnanna. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ákærði hafi fjármagnað eða skipulagt innflutninginn og verður miðað við að hans hlutverk hafi verið það eitt að flytja efnin hingað til lands. Engu að síður var hann hlekkur í þeirri keðju sem ætluð var til að koma efnunum til söludreifingar á Íslandi. Þegar á allt er horft ákveðst refsing ákærða fangelsi í sex og hálft ár með frádrætti eins og í dómsorði greinir,“ segir í dóminum. Þá var honum gert að greiða málsvarnarþóknunar verjanda síns, 1,7 milljónir króna, 128 þúsund króna ferðakostnaðar hans og 1,3 milljónir króna í annan sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn, Maxence Yannick Bertrand, hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl þessa árs staðið að innflutningi á samtals 13,03 kílóum af kókaíni með styrkleika 83 til 87 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Vel ríflega 200 milljóna virði Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 215 milljónir króna. Þá sagði í nýlegum dómi í öðru fíkniefnamáli að neyslustyrkur kókaíns á Íslandi væri um 76 prósent. Því má ætla að götuvirðið sé nokkru hærra. Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt kókaínið falin í tösku sem hann hafði meðferðis í flugi FI555 frá ótilgreindum stað til Keflavíkur. Flug FI555 er á vegum Icelandair og flogið er á milli Brussel í Belgíu og Íslands. Hluti keðju Bertrand hafi játað sök samkvæmt ákæru og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins. Með hliðsjón af játningunni, sem ekki þyki ástæða til að draga í efa, og gögnum málsins teljist hann sannur að sök og háttsemi hans sé réttilega heimfærð til refsiákvæða. Honum hefði ekki áður verið gerð refsins svo vitað sé. Horft hafi verið til þess og skýlausar játningar hans en einnig til aldurs hans. Hann hafi lýst iðrun sinni fyrir dómi. „Ákærði flutti sterk fíkniefni til landsins ætluð til söludreifingar. Horfa verður til magns og styrkleika efnanna. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ákærði hafi fjármagnað eða skipulagt innflutninginn og verður miðað við að hans hlutverk hafi verið það eitt að flytja efnin hingað til lands. Engu að síður var hann hlekkur í þeirri keðju sem ætluð var til að koma efnunum til söludreifingar á Íslandi. Þegar á allt er horft ákveðst refsing ákærða fangelsi í sex og hálft ár með frádrætti eins og í dómsorði greinir,“ segir í dóminum. Þá var honum gert að greiða málsvarnarþóknunar verjanda síns, 1,7 milljónir króna, 128 þúsund króna ferðakostnaðar hans og 1,3 milljónir króna í annan sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira