Opið bréf til Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra Anna Margrét Hrólfsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir skrifa 13. júní 2025 15:00 Kæra Alma, Okkur hjá Endósamtökunum er verulega brugðið vegna ákvörðun þinnar að stöðva niðurgreiðslur aðgerða á Klíníkinni fyrir konur með endómetríósu. Þetta er ekkert annað en skerðing á þjónustu og afturför í þá tíma þegar ríkti ófremdarástand í málaflokknum. Í apríl afhentum við þér undirskriftir sem söfnuðust í átakinu okkar „Þetta er allt í hausnum á þér” og deildum með þér fjölmörgum reynslusögum kvenna um hindranir, slæma framkomu og skort á þjónustu innan opinbera heilbrigðiskerfisins. Við ítrekuðum mikilvægi þess að þjónusta við konur og fólk með endó væri aukin, en ekki dregið úr. Eftir fundinn var okkar skilningur sá að við værum sammála um að taka þyrfti vel utan um þennan hóp og tryggja að hann fengi góða og skjóta heilbrigðisþjónustu. Sú niðurstaða virðist þó ekki í farvatninu með ákvörðun þinni að stöðva niðurgreiðslur aðgerða á Klíníkinni, sem að okkar mati er ekkert annað en skerðing á þjónustu. Þegar ákvörðunin lá fyrir sendum við þér beiðni um fund sem vonum að verði af sem fyrst, því heilsa margra kvenna er í húfi. Við höfum marg oft bent á að fái konur með endómetríósu ekki þjónustu tímalega geta þær orðið fyrir óafturkræfum heilsuskaða. Við erum með nokkrar spurningar til þín sem við verðum að fá svör við. Þú nefnir í fréttum að ekki sé lengur bið eftir aðgerðum innan opinbera kerfisins, en á sama tíma eru 100 konur á biðlista hjá Klíníkinni. Landspítalinn talar fyrir þverfaglegri nálgun á þjónustu fyrir fólk með endó, sem er af hinu góða, en hefur þú kynnt þér af hverju þessar 100 konur á biðlista hjá Klíníkinni, sem og þær 100 konur sem nú þegar hafa farið í aðgerð á árinu þar, leiti frekar þangað en á Landspítala? Við hjá Endósamtökunum höfum ítrekað bent á þær hindranir sem konur mæta í heilbrigðiskerfinu á Íslandi, eins komið hefur fram - nú síðast á fundi með þér í apríl. Sú staðreynd að 100 konur eru á bið utan Landspítalans, meðan spítalinn heldur því fram að engin bið sé í opinbera kerfinu, dregur upp mynd sem þarf að skoða nánar, er það ekki? Hvaða raunverulegu aðgerðir eru til staðar núna til að gera spítalanum kleift að taka á móti þessum fjölda kvenna og hver er áætluð bið þeirra eftir lífsnauðsynlegri aðstoð? Því áður en samningar voru gerðir við Klíníkina þurftu konur að bíða í allt að tvö ár eftir aðgerð og einhverjar gáfust upp á biðinni og leituðu til útlanda eftir þjónustu. Konur sem raunverulega urðu fyrir óafturkræfum heilsuskaða vegna þjónustuskorts. Hvenær verður miðlægur biðlisti að veruleika? Hver ber ábyrgð á því að ákveða hvaða meðferð konur á miðlægum biðlista fá og hvar sú þjónusta verði veitt? Telur ráðherra ásættanlegt að konur þurfi að bíða meðan unnið er að þessari lausn? Þú talar um mikilvægi miðlægs biðlista, en að sama skapi bendir þú á mikla innviðaskuld í stafrænum kerfum, sem ekki er hægt að túlka með öðrum hætti en svo að það sé töluverð bið eftir að miðlægur biðlisti verður að veruleika. Svo í ljósi þessara spurningum veltum við fyrir okkur: Af hverju er ákvörðun um þessa þjónustuskerðingu tekin áður en búið er að útbúa nýtt verklag og tryggja að ekki verði rof á þjónustu við konur með endómetríósu? Hvaða raunverulegar aðgerðir eru til staðar NÚNA sem gera spítalanum kleift að taka á móti þessum fjölda kvenna? Því okkur er ljóst, út frá eðli sjúkdómsins, að afleiðingar skertrar þjónustu hefur í för með sér að þessi fjöldi kvenna muni glíma við ófrjósemi, lifa við skert lífsgæði og hafa skerta starfsgetu. Telur ráðherra rétt að stöðva niðurgreiðslurnar án þess að búið sé að móta og koma í framkvæmd skýrum verkferlegum sem eiga að taka við? Með von um skjót viðbrögð, Anna Margrét Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Endósamtakanna Lilja Guðmundsdóttir, formaður Endósamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kæra Alma, Okkur hjá Endósamtökunum er verulega brugðið vegna ákvörðun þinnar að stöðva niðurgreiðslur aðgerða á Klíníkinni fyrir konur með endómetríósu. Þetta er ekkert annað en skerðing á þjónustu og afturför í þá tíma þegar ríkti ófremdarástand í málaflokknum. Í apríl afhentum við þér undirskriftir sem söfnuðust í átakinu okkar „Þetta er allt í hausnum á þér” og deildum með þér fjölmörgum reynslusögum kvenna um hindranir, slæma framkomu og skort á þjónustu innan opinbera heilbrigðiskerfisins. Við ítrekuðum mikilvægi þess að þjónusta við konur og fólk með endó væri aukin, en ekki dregið úr. Eftir fundinn var okkar skilningur sá að við værum sammála um að taka þyrfti vel utan um þennan hóp og tryggja að hann fengi góða og skjóta heilbrigðisþjónustu. Sú niðurstaða virðist þó ekki í farvatninu með ákvörðun þinni að stöðva niðurgreiðslur aðgerða á Klíníkinni, sem að okkar mati er ekkert annað en skerðing á þjónustu. Þegar ákvörðunin lá fyrir sendum við þér beiðni um fund sem vonum að verði af sem fyrst, því heilsa margra kvenna er í húfi. Við höfum marg oft bent á að fái konur með endómetríósu ekki þjónustu tímalega geta þær orðið fyrir óafturkræfum heilsuskaða. Við erum með nokkrar spurningar til þín sem við verðum að fá svör við. Þú nefnir í fréttum að ekki sé lengur bið eftir aðgerðum innan opinbera kerfisins, en á sama tíma eru 100 konur á biðlista hjá Klíníkinni. Landspítalinn talar fyrir þverfaglegri nálgun á þjónustu fyrir fólk með endó, sem er af hinu góða, en hefur þú kynnt þér af hverju þessar 100 konur á biðlista hjá Klíníkinni, sem og þær 100 konur sem nú þegar hafa farið í aðgerð á árinu þar, leiti frekar þangað en á Landspítala? Við hjá Endósamtökunum höfum ítrekað bent á þær hindranir sem konur mæta í heilbrigðiskerfinu á Íslandi, eins komið hefur fram - nú síðast á fundi með þér í apríl. Sú staðreynd að 100 konur eru á bið utan Landspítalans, meðan spítalinn heldur því fram að engin bið sé í opinbera kerfinu, dregur upp mynd sem þarf að skoða nánar, er það ekki? Hvaða raunverulegu aðgerðir eru til staðar núna til að gera spítalanum kleift að taka á móti þessum fjölda kvenna og hver er áætluð bið þeirra eftir lífsnauðsynlegri aðstoð? Því áður en samningar voru gerðir við Klíníkina þurftu konur að bíða í allt að tvö ár eftir aðgerð og einhverjar gáfust upp á biðinni og leituðu til útlanda eftir þjónustu. Konur sem raunverulega urðu fyrir óafturkræfum heilsuskaða vegna þjónustuskorts. Hvenær verður miðlægur biðlisti að veruleika? Hver ber ábyrgð á því að ákveða hvaða meðferð konur á miðlægum biðlista fá og hvar sú þjónusta verði veitt? Telur ráðherra ásættanlegt að konur þurfi að bíða meðan unnið er að þessari lausn? Þú talar um mikilvægi miðlægs biðlista, en að sama skapi bendir þú á mikla innviðaskuld í stafrænum kerfum, sem ekki er hægt að túlka með öðrum hætti en svo að það sé töluverð bið eftir að miðlægur biðlisti verður að veruleika. Svo í ljósi þessara spurningum veltum við fyrir okkur: Af hverju er ákvörðun um þessa þjónustuskerðingu tekin áður en búið er að útbúa nýtt verklag og tryggja að ekki verði rof á þjónustu við konur með endómetríósu? Hvaða raunverulegar aðgerðir eru til staðar NÚNA sem gera spítalanum kleift að taka á móti þessum fjölda kvenna? Því okkur er ljóst, út frá eðli sjúkdómsins, að afleiðingar skertrar þjónustu hefur í för með sér að þessi fjöldi kvenna muni glíma við ófrjósemi, lifa við skert lífsgæði og hafa skerta starfsgetu. Telur ráðherra rétt að stöðva niðurgreiðslurnar án þess að búið sé að móta og koma í framkvæmd skýrum verkferlegum sem eiga að taka við? Með von um skjót viðbrögð, Anna Margrét Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Endósamtakanna Lilja Guðmundsdóttir, formaður Endósamtakanna
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun