Táningurinn sem sökkti Man Utd á leið frá Kaupmannahöfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2025 19:30 Roony Bardghji fagnar hér marki sínu gegn Rauðu djöflunum. Vísir/Getty Images Hinn 19 ára gamli Roony Bardghji er á förum frá FC Kaupmannahöfn. Hann á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Danmerkurmeistarana og vill félagið selja hann í sumar frekar en að missa hann frítt um mitt tímabil. Roony hefur lengi vel verið einn efnilegasti leikmaður Norðurlandanna og skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði fjórða mark FCK í fræknum 4-3 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2023-24. Eftir markið gegn Rauðu djöflunum var talið líklegt að Roony myndi vera seldur fyrir dágóða summu sumarið 2024. Hann sleit hins vegar krossband áður en tímabilinu lauk og ekkert varð af félagaskiptunum. Vængmaðurinn knái sneri aftur undir lok nýafstaðins tímabils þar sem FCK vann tvöfalt. Það er ljóst að hann mun ekki skrifa undir nýjan samning í Kaupmannahöfn og því vill félagið selja hann sem fyrst. Meiðslin gera það að verkum að stærstu lið Evrópu eru ekki á höttunum á eftir Roony sem stendur. Marseille, sem sótti Angel Gomes nýverið á frjálsri sölu frá Lille, vill fá hann í sinar raðir. Ef til vill ætti Roony að fylla skarð Mason Greenwood sem er orðaður frá félaginu. Porto er einnig nefnt til sögunnar en stórlið Portúgals hafa undanfarið horft til Danmerkur í leit að leikmönnum. Má þar nefna kaup Sporting Lissabon á Conrad Harder og kaup Benfica á Andreas Schjelderup. Danski knattspyrnumiðillinn Bold greinir einnig frá að nokkur lið á Spáni séu áhugasöm en ekki kemur fram hvaða lið. Þá er Wolfsburg í Þýskalandi nefnt til sögunnar en félagið hefur mikla tengingu við FCK. Peter Christiansen er íþróttastjóri liðsins eftir að hafa sinnt sama starfi í Kaupmannahöfn og þá leika Kamil Grabara og Denis Vavro, fyrrum samherjar Roony, með liðinu. Alls hefur Roony spilað 84 leiki fyrir FCK, skorað 15 mörk og gefið eina stoðsendingu. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Roony hefur lengi vel verið einn efnilegasti leikmaður Norðurlandanna og skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði fjórða mark FCK í fræknum 4-3 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2023-24. Eftir markið gegn Rauðu djöflunum var talið líklegt að Roony myndi vera seldur fyrir dágóða summu sumarið 2024. Hann sleit hins vegar krossband áður en tímabilinu lauk og ekkert varð af félagaskiptunum. Vængmaðurinn knái sneri aftur undir lok nýafstaðins tímabils þar sem FCK vann tvöfalt. Það er ljóst að hann mun ekki skrifa undir nýjan samning í Kaupmannahöfn og því vill félagið selja hann sem fyrst. Meiðslin gera það að verkum að stærstu lið Evrópu eru ekki á höttunum á eftir Roony sem stendur. Marseille, sem sótti Angel Gomes nýverið á frjálsri sölu frá Lille, vill fá hann í sinar raðir. Ef til vill ætti Roony að fylla skarð Mason Greenwood sem er orðaður frá félaginu. Porto er einnig nefnt til sögunnar en stórlið Portúgals hafa undanfarið horft til Danmerkur í leit að leikmönnum. Má þar nefna kaup Sporting Lissabon á Conrad Harder og kaup Benfica á Andreas Schjelderup. Danski knattspyrnumiðillinn Bold greinir einnig frá að nokkur lið á Spáni séu áhugasöm en ekki kemur fram hvaða lið. Þá er Wolfsburg í Þýskalandi nefnt til sögunnar en félagið hefur mikla tengingu við FCK. Peter Christiansen er íþróttastjóri liðsins eftir að hafa sinnt sama starfi í Kaupmannahöfn og þá leika Kamil Grabara og Denis Vavro, fyrrum samherjar Roony, með liðinu. Alls hefur Roony spilað 84 leiki fyrir FCK, skorað 15 mörk og gefið eina stoðsendingu.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira