Forseti Al-Hilal ósáttur við launakröfur: „Við prentum ekki peninga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júní 2025 19:00 Erfiðara verður fyrir Al-Hilal að vinna HM félagsliða þar sem liðið fékk enga nýja leikmenn. Yasser Bakhsh - FIFA/FIFA via Getty Images Forseti Al-Hilal í sádi-arabísku úrvalsdeildinni í fótbolta segir himinháar launakröfur leikmanna ástæðu þess að félagið fékk engan til sín fyrir HM félagsliða. Mikill misskilningur sé að sádi-arabísku stórliðin geti eytt endalaust. Al-Hilal er eitt af fjórum félögum sem ríkissjóður Sádi-Arabíu keypti árið 2023 og veitti gríðarlegt fjármagn til leikmannakaupa. Stórstjörnur voru fengnar til félagsins, Ruben Neves, Aleksander Mitrovic og Joao Cancelo komu allir úr ensku úrvalsdeildinni. Stærstu kaupin voru svo þegar Neymar var fenginn frá PSG fyrir metverð. Forseti félagsins, Esteve Calzada, segir útrásartímabil félaganna að baki en eftir standi mýta um ótæmandi peningapoka, í viðtali við Marca. „Það sem leikmenn geta þénað í Sádi-Arabíu verður alltaf mun meira en þeir geta fengið í Evrópu. Augljóslega getum við samt ekki eytt endalaust, við prentum ekki peninga… Við misstum af tækifærum til að semja við leikmenn akkúrat vegna þess, þeir héldu að við gætum eytt endalaust, en við verðum að rekja félagið á sjálfbæran og skynsamlegan hátt“ sagði forsetinn. Auka félagaskiptagluggi var opinn frá 1. - 10. júní svo félög gætu styrkt sig fyrir HM félagsliða. Al-Hilal var í viðræðum við nokkra leikmenn en gekk ekki frá neinum nýjum samningum. „Í fyrsta lagi vegna þess að við höfum trú á leikmannahópnum og liðinu sem við erum með. Í öðru lagi vegna þess að kringumstæðurnar voru ekki réttar, fólk er farið algjörlega fram úr sér í launakröfum.“ HM félagsliða hefst í kvöld, fyrsti leikur er á miðnætti. Al-Hilal á fyrst leik gegn Real Madrid þann 18. júní. Sádiarabíski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Al-Hilal er eitt af fjórum félögum sem ríkissjóður Sádi-Arabíu keypti árið 2023 og veitti gríðarlegt fjármagn til leikmannakaupa. Stórstjörnur voru fengnar til félagsins, Ruben Neves, Aleksander Mitrovic og Joao Cancelo komu allir úr ensku úrvalsdeildinni. Stærstu kaupin voru svo þegar Neymar var fenginn frá PSG fyrir metverð. Forseti félagsins, Esteve Calzada, segir útrásartímabil félaganna að baki en eftir standi mýta um ótæmandi peningapoka, í viðtali við Marca. „Það sem leikmenn geta þénað í Sádi-Arabíu verður alltaf mun meira en þeir geta fengið í Evrópu. Augljóslega getum við samt ekki eytt endalaust, við prentum ekki peninga… Við misstum af tækifærum til að semja við leikmenn akkúrat vegna þess, þeir héldu að við gætum eytt endalaust, en við verðum að rekja félagið á sjálfbæran og skynsamlegan hátt“ sagði forsetinn. Auka félagaskiptagluggi var opinn frá 1. - 10. júní svo félög gætu styrkt sig fyrir HM félagsliða. Al-Hilal var í viðræðum við nokkra leikmenn en gekk ekki frá neinum nýjum samningum. „Í fyrsta lagi vegna þess að við höfum trú á leikmannahópnum og liðinu sem við erum með. Í öðru lagi vegna þess að kringumstæðurnar voru ekki réttar, fólk er farið algjörlega fram úr sér í launakröfum.“ HM félagsliða hefst í kvöld, fyrsti leikur er á miðnætti. Al-Hilal á fyrst leik gegn Real Madrid þann 18. júní.
Sádiarabíski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira