Segir landráðskæru fráleita: „Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir íslenskt samfélag“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júní 2025 19:17 Róbert Spanó hefur meðal annars verið forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Vísir/Elín Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir kæru Samtakanna Þjóðfrelsis á hendur utanríkisráðherra um landráð, vera í skilningi laganna með öllu haldlausa. Róbert lítur svo á að kærunni hljóti að vera umsvifalaust vísað frá. Fram kom í fréttum í gær að samtökin hafi ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. „Í mínum huga er þessi kæra að minnsta kosti lagalega með öllu haldlaus, hún er í rauninni gjörsamlega fráleit. Það er auðvitað þannig að framlagning lagafrumvarps og pólitískur stuðningur við slíkt er hluti af stjórnskipulegu ferli þar sem að stjórnmálamenn og þingmenn deila um pólitísk málefni, og slíkar deilur eiga auðvitað heima á vettvangi stjórnmálanna. Svo geta auðvitað menn verið sammála eða ósammála því,“ segir Róbert. „En það er algjörlega út í hött að kæra ráðherra fyrir framlagningu lagafrumvarps sem menn eru ósáttir við. Og það er auk þess ekkert í þessu lagafrumvarpi sem kallar á slík viðbrögð. Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir íslenskt samfélag.“ Engar forsendur til efnislegrar umfjöllunar kærunnar Sjálfur þekki hann ekki málið umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. „Ef um er að ræða kæru fyrir landráð þá er um að ræða ákvæði sem er að finna í 10. kafla hegningarlaga, og það ákæruvald í slíkum málum er í höndum ríkissaksóknara. Ég held að það sé nokkurn veginn alveg ljóst að þessari kæru verður vísað frá umsvifalaust. Það eru engar forsendur til þess að fjalla um hana efnislega,“ segir Róbert. Bókun 35 Alþingi Utanríkismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að samtökin hafi ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. „Í mínum huga er þessi kæra að minnsta kosti lagalega með öllu haldlaus, hún er í rauninni gjörsamlega fráleit. Það er auðvitað þannig að framlagning lagafrumvarps og pólitískur stuðningur við slíkt er hluti af stjórnskipulegu ferli þar sem að stjórnmálamenn og þingmenn deila um pólitísk málefni, og slíkar deilur eiga auðvitað heima á vettvangi stjórnmálanna. Svo geta auðvitað menn verið sammála eða ósammála því,“ segir Róbert. „En það er algjörlega út í hött að kæra ráðherra fyrir framlagningu lagafrumvarps sem menn eru ósáttir við. Og það er auk þess ekkert í þessu lagafrumvarpi sem kallar á slík viðbrögð. Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir íslenskt samfélag.“ Engar forsendur til efnislegrar umfjöllunar kærunnar Sjálfur þekki hann ekki málið umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. „Ef um er að ræða kæru fyrir landráð þá er um að ræða ákvæði sem er að finna í 10. kafla hegningarlaga, og það ákæruvald í slíkum málum er í höndum ríkissaksóknara. Ég held að það sé nokkurn veginn alveg ljóst að þessari kæru verður vísað frá umsvifalaust. Það eru engar forsendur til þess að fjalla um hana efnislega,“ segir Róbert.
Bókun 35 Alþingi Utanríkismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira