Evrópumeistarar PSG byrja HM félagsliða af krafti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2025 21:11 Lagði upp tvö. EPA-EFE/RONALD WITTEK París Saint-Germain, ríkjandi Evrópumeistarar karla í knattspyrnu, byrja HM félagsliða af krafti. Lærisveinar Luis Enrique lögðu Atlético Madríd sannfærandi 4-0 í þriðja leik dagsins. Það var ekki að sjá að leikmenn Parísarliðsins væru þreyttir en þeir hafa ekki fengið mikinn tíma til að fagna sigri sínum í Meistaradeild Evrópu. Margir af leikmönnum liðsins fóru svo gott sem beint í landsliðsverkefni og nú er liðið mætt til Bandaríkjanna þar sem HM félagsliða fer fram. Fabián Ruiz kom PSG yfir með góðu skoti eftir undirbúning Khvicha Kvaratskhelia á 19. mínútu leiksins. Það virtist ætla að vera eina mark fyrri hálfleiks en í uppbótartíma var forystan tvöfölduð. Örskömmu áður en Vitinha kom PSG yfir með hnitmiðuðu skoti þá hafði Gianluigi Donnarumma varið skot Antoine Griezmann meistaralega. Aftur var það Kvaratskhelia sem lagði mark PSG upp og staðan 2-0 í hálfleik. Þegar tæp klukkustund var liðin hélt Julián Alvarez að hann hefði minnkað muninn en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af vegna brots í aðdraganda þess. Staðan því enn 2-0. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka fékk Clement Lenglet sitt annað gula spjald og þar með rautt. Liðið frá Madríd því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýtti PSG sér til að strá salti í sárin. Hinn 19 ára gamli Senny Mayulu bætti þá þriðja markinu við eftir að boltinn féll til hans inn í teignum. Kang-In Lee skoraði svo fjórða mark PSG á 97. mínútu eftir að vítaspyrna var dæmd. Þegar loks var flautað til leiksloka var staðan því 4-0 PSG í vil. Evrópumeistararnir eru því á toppi B-riðils á meðan Atl. Madríd er á botninum. Á morgun mætast Botafogo frá Brasilíu og Seattle Sounders frá Bandaríkjunum Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Það var ekki að sjá að leikmenn Parísarliðsins væru þreyttir en þeir hafa ekki fengið mikinn tíma til að fagna sigri sínum í Meistaradeild Evrópu. Margir af leikmönnum liðsins fóru svo gott sem beint í landsliðsverkefni og nú er liðið mætt til Bandaríkjanna þar sem HM félagsliða fer fram. Fabián Ruiz kom PSG yfir með góðu skoti eftir undirbúning Khvicha Kvaratskhelia á 19. mínútu leiksins. Það virtist ætla að vera eina mark fyrri hálfleiks en í uppbótartíma var forystan tvöfölduð. Örskömmu áður en Vitinha kom PSG yfir með hnitmiðuðu skoti þá hafði Gianluigi Donnarumma varið skot Antoine Griezmann meistaralega. Aftur var það Kvaratskhelia sem lagði mark PSG upp og staðan 2-0 í hálfleik. Þegar tæp klukkustund var liðin hélt Julián Alvarez að hann hefði minnkað muninn en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af vegna brots í aðdraganda þess. Staðan því enn 2-0. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka fékk Clement Lenglet sitt annað gula spjald og þar með rautt. Liðið frá Madríd því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýtti PSG sér til að strá salti í sárin. Hinn 19 ára gamli Senny Mayulu bætti þá þriðja markinu við eftir að boltinn féll til hans inn í teignum. Kang-In Lee skoraði svo fjórða mark PSG á 97. mínútu eftir að vítaspyrna var dæmd. Þegar loks var flautað til leiksloka var staðan því 4-0 PSG í vil. Evrópumeistararnir eru því á toppi B-riðils á meðan Atl. Madríd er á botninum. Á morgun mætast Botafogo frá Brasilíu og Seattle Sounders frá Bandaríkjunum
Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira