Fyrsta konan sem stýrir MI6 Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2025 09:35 Höfuðstöðvar MI6 í London fá nýjan hæstráðanda síðar á þessu ári þegar Blaise Metreweli (t.h.) verður fyrsta konan sem stýrir leyniþjónustunni. AP Blaise Metreweli verður fyrsta konan sem stýrir bresku utanríkisleyniþjónustunni MI6 í 116 ára sögu stofnunarinnar síðar á þessu ári. Hún hefur aldarfjórðungs langa reynslu af störfum fyrir leyniþjónustunar og er tæknistjóri MI6 sem þekktur er sem „Q“. Metreweli, sem er 47 ára gömul, lærði mannfræði við Cambridge-háskóla. Hún gekk til liðs við bresku leyniþjónustuna árið 1999 og gegndi stjórnunarstöðum hjá MI5, innanríkisleyniþjónustu Bretlands. Stærstum hluta ferilsins hefur Metreweli varið í Miðausturlöndum og Evrópu. Hún tekur við af Richard Moore sem yfirmaður MI6 síðar á þessu ári þegar skipunartíma hans lýkur. Sem tæknistjóri MI6 ber Metreweli meðal annars ábyrgð á því að halda upplýsingum um útsendara leyniþjónustunnar leyndum og að klekkja á andstæðingum Bretlands, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tæknistjórinn ber dulnefnið „Q“ eins og aðdáendur bókanna og kvikmyndanna um James Bond þekkja vel. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði skipan Metreweli sögulega og að leyniþjónustan hefði aldrei verið eins mikilvæg og um þessar mundir. Rússland, Kína og Íran helstu verkefnin Tilgangur MI6 er að safna upplýsingum erlendis til þess að tryggja öryggi Bretlands, meðal annars til þess að stöðva hryðjuverk og aðgerðir óvinveittra ríkja. Stærstu áskoranirnar sem Metreweli er sögð standa frammi fyrir þegar hún tekur við stjórnartaumunum er að glíma við Rússa, Kínverja og Írani. Breska leyniþjónustan hefur meðal annars sakað Rússa um að há skemmdarverkaherferð um alla Evrópu til þess að hræða ríki frá því að styðja varnir Úkraínu í innrásarstríði Rússa. Moore sagði fyrir fjórum árum að Kína væri í forgangi hjá MI6. Sjálf hefur Metreweli sagt Bretland standa frammi fyrir fjölbreyttum hættum. Athafanir rússneska ríkisins, en ekki Rússland sjálft, væru viðvarandi ógn og að Kína væri að breyta heiminum. Í því fælust bæði tækifæri og ógnir við Bretland. Bretland Jafnréttismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Metreweli, sem er 47 ára gömul, lærði mannfræði við Cambridge-háskóla. Hún gekk til liðs við bresku leyniþjónustuna árið 1999 og gegndi stjórnunarstöðum hjá MI5, innanríkisleyniþjónustu Bretlands. Stærstum hluta ferilsins hefur Metreweli varið í Miðausturlöndum og Evrópu. Hún tekur við af Richard Moore sem yfirmaður MI6 síðar á þessu ári þegar skipunartíma hans lýkur. Sem tæknistjóri MI6 ber Metreweli meðal annars ábyrgð á því að halda upplýsingum um útsendara leyniþjónustunnar leyndum og að klekkja á andstæðingum Bretlands, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tæknistjórinn ber dulnefnið „Q“ eins og aðdáendur bókanna og kvikmyndanna um James Bond þekkja vel. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði skipan Metreweli sögulega og að leyniþjónustan hefði aldrei verið eins mikilvæg og um þessar mundir. Rússland, Kína og Íran helstu verkefnin Tilgangur MI6 er að safna upplýsingum erlendis til þess að tryggja öryggi Bretlands, meðal annars til þess að stöðva hryðjuverk og aðgerðir óvinveittra ríkja. Stærstu áskoranirnar sem Metreweli er sögð standa frammi fyrir þegar hún tekur við stjórnartaumunum er að glíma við Rússa, Kínverja og Írani. Breska leyniþjónustan hefur meðal annars sakað Rússa um að há skemmdarverkaherferð um alla Evrópu til þess að hræða ríki frá því að styðja varnir Úkraínu í innrásarstríði Rússa. Moore sagði fyrir fjórum árum að Kína væri í forgangi hjá MI6. Sjálf hefur Metreweli sagt Bretland standa frammi fyrir fjölbreyttum hættum. Athafanir rússneska ríkisins, en ekki Rússland sjálft, væru viðvarandi ógn og að Kína væri að breyta heiminum. Í því fælust bæði tækifæri og ógnir við Bretland.
Bretland Jafnréttismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira