Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 13:32 J.J. Spaun fékk eldri dóttur sína Emerson í fangið eftir sigurinn á Opna bandaríska mótinu í golfi í gær. Getty/Ben Jared Nóttina áður en J.J. Spaun tryggði sér rúmlega hálfan milljarð króna, með því að vinna risamót í golfi í fyrsta sinn í gær, þurfti hann að rjúka út í apótek til að ná í lyf fyrir unga dóttur sína. Spaun var í spennandi stöðu fyrir fjórða og síðasta keppnisdaginn á Opna bandaríska mótinu á Oakmont-vellinum, og endaði á að vinna mótið með því að vera sá eini sem lék hringina fjóra samtals undir pari. Hann greindi svo frá því eftir magnað sigurpútt sitt í gær að nóttin fyrir lokahringinn hefði verið nokkuð annasöm. Um klukkan þrjú þurfti hann nefnilega að skjótast eftir lyfjum fyrir dóttur sína sem var með magapest. „Ég endaði á að skjótast í CVS (apótek) niðri í bæ vegna þess að dóttir mín (Violet, tveggja ára) var með magakveisu og hafði verið ælandi alla nóttina,“ sagði Spaun við fjölmiðla, eftir sinn langstærsta sigur á ferlinum. Sigur sem færir honum og fjölskyldu hans 4,3 milljónir dollara eða um 538 milljónir króna. „Ég hugsaði bara með mér: „Jæja, konan mín er enn vakandi klukkan þrjú og Violet er búin að æla út um allt. Hún heldur engu niðri.“ Þetta var ansi erfið byrjun á deginum,“ sagði Spaun. Hann hóf svo lokahringinn á að fá fimm skolla á fyrstu sex holunum í gær en hristi af sér slenið og fékk til að mynda fjóra fugla á síðustu sjö holunum. „Ég ætla ekki að kenna þessari nótt um hvernig byrjunin hjá mér var en hún passaði ágætlega við það sem var búið að vera í gangi, þetta kaos,“ sagði Spaun. J.J. Spaun með eiginkonu sinni Melody og dætrunum Emerson og Violet eftir sigurinn á Opna bandaríska í gær, á Oakmont-vellinum.Getty/Ben Jared „Alltaf barist í gegnum hvað sem er“ Þar til í gær hafði Spaun aðeins unnið eitt mót á PGA-mótaröðinni en þessi 34 ára kylfingur var þó í 25. sæti á síðasta heimslista. „Ég held að þetta sé bara þrautseigja. Ég hef alltaf barist í gegnum hvað sem er til að komast þangað sem ég þurfti og ná því sem ég vildi. Ég hef lent í lægðum á öllum stigum. Ég hef verið niðri. Maður komst upp úr því. Það er eins konar lítið mynstur, svo vonandi endurtekur það sig ekki. Þetta er í raun algjört hámark fyrir mig. Þetta er klárlega eins og ævintýrabók, með ævintýralegum endi, eins konar lítilmagni sem berst á móti, gefst ekki upp, gefst aldrei upp. Það er ekki hægt að skrifa betri sögu. Ég er bara svo heppinn að fá að vera hluti af henni,“ sagði Spaun. Golf Opna bandaríska Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Spaun var í spennandi stöðu fyrir fjórða og síðasta keppnisdaginn á Opna bandaríska mótinu á Oakmont-vellinum, og endaði á að vinna mótið með því að vera sá eini sem lék hringina fjóra samtals undir pari. Hann greindi svo frá því eftir magnað sigurpútt sitt í gær að nóttin fyrir lokahringinn hefði verið nokkuð annasöm. Um klukkan þrjú þurfti hann nefnilega að skjótast eftir lyfjum fyrir dóttur sína sem var með magapest. „Ég endaði á að skjótast í CVS (apótek) niðri í bæ vegna þess að dóttir mín (Violet, tveggja ára) var með magakveisu og hafði verið ælandi alla nóttina,“ sagði Spaun við fjölmiðla, eftir sinn langstærsta sigur á ferlinum. Sigur sem færir honum og fjölskyldu hans 4,3 milljónir dollara eða um 538 milljónir króna. „Ég hugsaði bara með mér: „Jæja, konan mín er enn vakandi klukkan þrjú og Violet er búin að æla út um allt. Hún heldur engu niðri.“ Þetta var ansi erfið byrjun á deginum,“ sagði Spaun. Hann hóf svo lokahringinn á að fá fimm skolla á fyrstu sex holunum í gær en hristi af sér slenið og fékk til að mynda fjóra fugla á síðustu sjö holunum. „Ég ætla ekki að kenna þessari nótt um hvernig byrjunin hjá mér var en hún passaði ágætlega við það sem var búið að vera í gangi, þetta kaos,“ sagði Spaun. J.J. Spaun með eiginkonu sinni Melody og dætrunum Emerson og Violet eftir sigurinn á Opna bandaríska í gær, á Oakmont-vellinum.Getty/Ben Jared „Alltaf barist í gegnum hvað sem er“ Þar til í gær hafði Spaun aðeins unnið eitt mót á PGA-mótaröðinni en þessi 34 ára kylfingur var þó í 25. sæti á síðasta heimslista. „Ég held að þetta sé bara þrautseigja. Ég hef alltaf barist í gegnum hvað sem er til að komast þangað sem ég þurfti og ná því sem ég vildi. Ég hef lent í lægðum á öllum stigum. Ég hef verið niðri. Maður komst upp úr því. Það er eins konar lítið mynstur, svo vonandi endurtekur það sig ekki. Þetta er í raun algjört hámark fyrir mig. Þetta er klárlega eins og ævintýrabók, með ævintýralegum endi, eins konar lítilmagni sem berst á móti, gefst ekki upp, gefst aldrei upp. Það er ekki hægt að skrifa betri sögu. Ég er bara svo heppinn að fá að vera hluti af henni,“ sagði Spaun.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira