Þjónusta við konur með endómetríósu tryggð Alma D. Möller skrifar 16. júní 2025 15:03 Aðgerðir fyrir konur með endómetríósu tryggður út þetta ár og komið á samtali um framtíðarþjónustu fyrir þennan hóp. Endómetríósa er langvinnur sjúkdómur sem getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði kvenna, frjósemi, atvinnuþáttöku og heilsu. Þrátt fyrir þetta hefur sjúkdómurinn sögulega séð, setið á hakanum innan heilbrigðiskerfisins – bæði hérlendis og erlendis. Það er sem betur fer að breytast. Undanfarin ár hefur átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi sem hefur bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Áhersla hefur verið lögð á vitundarvakningu meðal heilbrigðisstarfsfólks, að stytta bið eftir greiningu og meðferð og á þverfaglega þjónustu. Í flestum tilvikum dugar hormónameðferð til að halda sjúkdómnum í skefjum en mikilvægt er að hefja meðferð snemma og huga jafnframt að sálfæðilegum og félagslegum áhrifum. Engu að síður er á hverju ári hópur kvenna sem þarf á skurðaðgerð vegna endómetríósu að halda. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hefur tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt er þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HSN á Akranesi. Mikilvægt er að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þarf samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Samfelld, sanngjörn og örugg þjónusta er markmiðið Heilbrigðisráðuneytið hefur að undanförnu átt viðræður við Landspítala og Klíníkina þar sem áhersla hefur verið lögð á samstarf þjónustuveitenda og jafnt aðgengi að sambærilegri og öruggri þjónustu. Til að svo geti orðið verða þjónustuveitendur að auka með sér samstarf og koma sér saman um sameiginleg viðmið um þjónustuna. Aðgerðir til framtíðar Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þarf að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, hormónameðferð, skurðaðgerðir og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar. Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þarf að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veitir yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðlar að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verður gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu 3–5 ára sem byggir bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verður lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati. Næstu skref Það er mikilvægt að tryggja að ekki verði rof í þjónustu við konur með endómetríósu. Í ljósi þess að Klíníkin hefur þegar framkvæmt þær 100 aðgerðir sem samið var um á þessu ári, hef ég ákveðið að fela sjúkratryggingu að semja um fleiri aðgerðir til að mæta þörf á árinu. Samhliða verður unnið að þeim verkefnum sem ég hef þegar lýst til að skipuleggja þessa þjónustu sem best til framtíðar. Áhersla verður þannig lögð á að tryggja konum með endómetríósu fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Það er stefna ríkisstjórnarinnar og Samfylkingarinnar að nýta kosti blandaðs heilbrigðiskerfis þar sem virkjaðir eru kraftar og styrkleikar opinbera heilbrigðiskerfisins og sjálfstætt starfandi aðila. Það er skýr stefna okkar að aðgengi að heilbrigðisþjónustu eigi að byggja á þörf og vera jafnt fyrir alla óháð efnahag. Það er því einbeittur vilji minn að allar konur með endómetríósu fái þá meðferð sem þær þurfa. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgerðir fyrir konur með endómetríósu tryggður út þetta ár og komið á samtali um framtíðarþjónustu fyrir þennan hóp. Endómetríósa er langvinnur sjúkdómur sem getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði kvenna, frjósemi, atvinnuþáttöku og heilsu. Þrátt fyrir þetta hefur sjúkdómurinn sögulega séð, setið á hakanum innan heilbrigðiskerfisins – bæði hérlendis og erlendis. Það er sem betur fer að breytast. Undanfarin ár hefur átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi sem hefur bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Áhersla hefur verið lögð á vitundarvakningu meðal heilbrigðisstarfsfólks, að stytta bið eftir greiningu og meðferð og á þverfaglega þjónustu. Í flestum tilvikum dugar hormónameðferð til að halda sjúkdómnum í skefjum en mikilvægt er að hefja meðferð snemma og huga jafnframt að sálfæðilegum og félagslegum áhrifum. Engu að síður er á hverju ári hópur kvenna sem þarf á skurðaðgerð vegna endómetríósu að halda. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hefur tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt er þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HSN á Akranesi. Mikilvægt er að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þarf samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Samfelld, sanngjörn og örugg þjónusta er markmiðið Heilbrigðisráðuneytið hefur að undanförnu átt viðræður við Landspítala og Klíníkina þar sem áhersla hefur verið lögð á samstarf þjónustuveitenda og jafnt aðgengi að sambærilegri og öruggri þjónustu. Til að svo geti orðið verða þjónustuveitendur að auka með sér samstarf og koma sér saman um sameiginleg viðmið um þjónustuna. Aðgerðir til framtíðar Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þarf að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, hormónameðferð, skurðaðgerðir og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar. Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þarf að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veitir yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðlar að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verður gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu 3–5 ára sem byggir bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verður lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati. Næstu skref Það er mikilvægt að tryggja að ekki verði rof í þjónustu við konur með endómetríósu. Í ljósi þess að Klíníkin hefur þegar framkvæmt þær 100 aðgerðir sem samið var um á þessu ári, hef ég ákveðið að fela sjúkratryggingu að semja um fleiri aðgerðir til að mæta þörf á árinu. Samhliða verður unnið að þeim verkefnum sem ég hef þegar lýst til að skipuleggja þessa þjónustu sem best til framtíðar. Áhersla verður þannig lögð á að tryggja konum með endómetríósu fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Það er stefna ríkisstjórnarinnar og Samfylkingarinnar að nýta kosti blandaðs heilbrigðiskerfis þar sem virkjaðir eru kraftar og styrkleikar opinbera heilbrigðiskerfisins og sjálfstætt starfandi aðila. Það er skýr stefna okkar að aðgengi að heilbrigðisþjónustu eigi að byggja á þörf og vera jafnt fyrir alla óháð efnahag. Það er því einbeittur vilji minn að allar konur með endómetríósu fái þá meðferð sem þær þurfa. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun