Ótækt að íþróttafélögin selji áfengi án leyfis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. júní 2025 20:02 Aðeins Valur, KR, Breiðablik, FH, Stjarnan, Fram, HK og Haukar hafa leyfi til að selja áfengi í húsum sínum en ekkert þeirra er með leyfi fyrir útiveitingum. Fleiri félög selja áfengi á íþróttaviðburðum. Grafík/Heiðar Forseti ÍSÍ segir ótækt að íþróttafélögin selji áfengi á íþróttaviðburðum án þess að hafa til þess leyfi. Innan við helmingur félaga á höfuðborgarsvæðinu má selja áfengi og ekkert þeirra er með útiveitingaleyfi. Heilbrigðisráðherra segir að skýra þurfi reglur. Á málþingi í dag um áfengi og lýðheilsu var stefna stjórnvalda rædd í áfengis- og vímuvörnum og íþróttahreyfingin og forvarnir. Nýkjörinn forseti Íþrótta og Ólympíusambands Íslands var einn þeirra sem var með erindi á málþinginu þar sem hann kom meðal annars inn á áfengissölu á íþróttaviðburðum. Á nýafstöðnu íþróttaþingi var samþykkt að ÍSÍ tæki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það er þörf á því að þétta regluverkið í kringum þetta skerpa svona á þessum helstu atriðum að draga úr sýnileika og aðgengi og við fylgjum svona þeirri staðreynd og þekkingu sem við höfum um það hvernig megi draga úr neyslu í stóra samhengi lýðheilsunnar.“ Willum Þór Þórsson, formaður Íþróttasambands Íslands.Vísir/Anton Þeir sem ætla sér að selja áfengi þurfa rekstrarleyfi eða tækisfærileyfi en sótt er um þau hjá sýslumönnum. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa borist umsóknar frá íþróttafélögunum um slík leyfi. Á lista sem fréttastofa fékk frá embættinu, yfir sautján íþróttafélög, eru aðeins átta með rekstarleyfi og eitt með umsókn í ferli. Félögin átta eru Valur, KR, Breiðablik, FH, Stjarnan, Fram, HK og Haukar. Ekkert þessara átta félaga sem eru með leyfi eru hins vegar með útiveitingaleyfi sem þýðir að ekki má drekka áfengi í stúkunni úti. Dæmi eru um að önnur félög hafi fengið tímabundin leyfi fyrir einstaka viðburði eins og karla- og kvennakvöld og þorrablót, eða að umsóknum einhverra félaga hafi verið hafnað. Þá eru leyfi mismunandi eftir félögum upp á fjölda þeirra sem má afgreiða og hvar í húsunum. Flest leyfanna gilda aðeins fyrir samkomusali og veitinga- og kaffihús og í sumum tilfellum gilda leyfin aðeins fyrir hundrað gesti. Þá eru dæmi um að félög sem eru með engin leyfi séu að selja áfengi á leikjum hjá sér. „Það er auðvitað ótæk og við þurfum auðvitað bara að fara yfir þetta og það er auðvitað meðal annars það sem ákall þingsins er um að fara í þessa vinnu þannig að það sé skýrt hvernig við viljum hafa þetta í tengslum við þessa stóru íþróttaviðburði.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra fagnar því að nýr forseti ÍSÍ sé að skoða málin. „Mér finnast áfengi og íþróttir ekki fara saman því að þarna eru oft börn og þarna er í rauninni verið að normalisera áfengisneyslu og það er engin klisja að það þarf ekkert alltaf að vera vín. Það þarf að skýra reglur og sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni.“ Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Á málþingi í dag um áfengi og lýðheilsu var stefna stjórnvalda rædd í áfengis- og vímuvörnum og íþróttahreyfingin og forvarnir. Nýkjörinn forseti Íþrótta og Ólympíusambands Íslands var einn þeirra sem var með erindi á málþinginu þar sem hann kom meðal annars inn á áfengissölu á íþróttaviðburðum. Á nýafstöðnu íþróttaþingi var samþykkt að ÍSÍ tæki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það er þörf á því að þétta regluverkið í kringum þetta skerpa svona á þessum helstu atriðum að draga úr sýnileika og aðgengi og við fylgjum svona þeirri staðreynd og þekkingu sem við höfum um það hvernig megi draga úr neyslu í stóra samhengi lýðheilsunnar.“ Willum Þór Þórsson, formaður Íþróttasambands Íslands.Vísir/Anton Þeir sem ætla sér að selja áfengi þurfa rekstrarleyfi eða tækisfærileyfi en sótt er um þau hjá sýslumönnum. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa borist umsóknar frá íþróttafélögunum um slík leyfi. Á lista sem fréttastofa fékk frá embættinu, yfir sautján íþróttafélög, eru aðeins átta með rekstarleyfi og eitt með umsókn í ferli. Félögin átta eru Valur, KR, Breiðablik, FH, Stjarnan, Fram, HK og Haukar. Ekkert þessara átta félaga sem eru með leyfi eru hins vegar með útiveitingaleyfi sem þýðir að ekki má drekka áfengi í stúkunni úti. Dæmi eru um að önnur félög hafi fengið tímabundin leyfi fyrir einstaka viðburði eins og karla- og kvennakvöld og þorrablót, eða að umsóknum einhverra félaga hafi verið hafnað. Þá eru leyfi mismunandi eftir félögum upp á fjölda þeirra sem má afgreiða og hvar í húsunum. Flest leyfanna gilda aðeins fyrir samkomusali og veitinga- og kaffihús og í sumum tilfellum gilda leyfin aðeins fyrir hundrað gesti. Þá eru dæmi um að félög sem eru með engin leyfi séu að selja áfengi á leikjum hjá sér. „Það er auðvitað ótæk og við þurfum auðvitað bara að fara yfir þetta og það er auðvitað meðal annars það sem ákall þingsins er um að fara í þessa vinnu þannig að það sé skýrt hvernig við viljum hafa þetta í tengslum við þessa stóru íþróttaviðburði.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra fagnar því að nýr forseti ÍSÍ sé að skoða málin. „Mér finnast áfengi og íþróttir ekki fara saman því að þarna eru oft börn og þarna er í rauninni verið að normalisera áfengisneyslu og það er engin klisja að það þarf ekkert alltaf að vera vín. Það þarf að skýra reglur og sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni.“
Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent